Toyota GT-86 gegn McLaren 12C Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 11:50 Það ætti að liggja ljóst fyrir að einn dýrasti og öflugasti sportbíll sem kaupa má, McLaren MP4 12C, fari létt með Toyota GT-86 á braut. McLaren 12C er 616 hestafla ofurkerra sem kostar eins og dágott einbýlishús. Sá Toyota GT-86 sem etur kappi við hann í þessu myndbandi er reyndar breyttur af Fensport og er með 335 hestöfl í farteskinu, í stað hefðbundinna 200 hestafla. Þarna munar næstum helmingi í afli á bílunum tveimur. Þrátt fyrir það má McLaren bíllinn hafa sig allan við að halda í Toyota bílinn sem er afar viljugur við að fara á hlið í hverri beygju. McLaren bíllinn er greinilega sneggri á beinum pörtum akstursbrautarinnar en Toyota GT-86 bíllinn vinnur það upp í beygjunum. Sjá má bílana tvo kljást í meðfylgjandi myndskeiði. Venjulegur GT-86 bíll kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum og ef 12.000 dollara breyting Fensport er bætt við sést að fyrir 37.000 dollara er hægt að keppa við 239.000 dollara bíl á jafnréttisgrundvelli. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Það ætti að liggja ljóst fyrir að einn dýrasti og öflugasti sportbíll sem kaupa má, McLaren MP4 12C, fari létt með Toyota GT-86 á braut. McLaren 12C er 616 hestafla ofurkerra sem kostar eins og dágott einbýlishús. Sá Toyota GT-86 sem etur kappi við hann í þessu myndbandi er reyndar breyttur af Fensport og er með 335 hestöfl í farteskinu, í stað hefðbundinna 200 hestafla. Þarna munar næstum helmingi í afli á bílunum tveimur. Þrátt fyrir það má McLaren bíllinn hafa sig allan við að halda í Toyota bílinn sem er afar viljugur við að fara á hlið í hverri beygju. McLaren bíllinn er greinilega sneggri á beinum pörtum akstursbrautarinnar en Toyota GT-86 bíllinn vinnur það upp í beygjunum. Sjá má bílana tvo kljást í meðfylgjandi myndskeiði. Venjulegur GT-86 bíll kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum og ef 12.000 dollara breyting Fensport er bætt við sést að fyrir 37.000 dollara er hægt að keppa við 239.000 dollara bíl á jafnréttisgrundvelli.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent