Volkswagen vill einnig ívilnanir fyrir dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 13:45 Volksawgen Passat með dísilvél Allrahanda ívilnanir eru veittar þeim sem aka um á rafmagnsbílum og Hybrid bílum, svo sem skattaívilnunum, fríum bílastæðum, fríu fargjaldi í ferjum og gegnum veggöng og leyfi til aksturs á sérstökum akbrautum. Mjög sparneytnir dísilbílar með lágar útblásturstölur njóta hinsvegar ekki þessara fríðinda og það gremst Volkswagen. Þvert á móti eru til enn meira íþyngjandi álögur á díslbíla, svo sem í 15 ríkjum Bandaríkjanna þar sem sem viðbótarskattur er lagður á við kaup á þeim. Volkswagen þrýstir ennfremur á að opinberar álögur verði lækkaðar á dísilolíu sem mætti verða til aukinna kaupa á orkusparandi dísilbílum. Mörgum finns þessi orð frá Volkswagen vera orð í tíma töluð þar sem þróun dísilvél, ekki síst hjá Volkswagen, hefur einna helst orðið til þess að minnka notkun jarðefnaeldsneytis. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent
Allrahanda ívilnanir eru veittar þeim sem aka um á rafmagnsbílum og Hybrid bílum, svo sem skattaívilnunum, fríum bílastæðum, fríu fargjaldi í ferjum og gegnum veggöng og leyfi til aksturs á sérstökum akbrautum. Mjög sparneytnir dísilbílar með lágar útblásturstölur njóta hinsvegar ekki þessara fríðinda og það gremst Volkswagen. Þvert á móti eru til enn meira íþyngjandi álögur á díslbíla, svo sem í 15 ríkjum Bandaríkjanna þar sem sem viðbótarskattur er lagður á við kaup á þeim. Volkswagen þrýstir ennfremur á að opinberar álögur verði lækkaðar á dísilolíu sem mætti verða til aukinna kaupa á orkusparandi dísilbílum. Mörgum finns þessi orð frá Volkswagen vera orð í tíma töluð þar sem þróun dísilvél, ekki síst hjá Volkswagen, hefur einna helst orðið til þess að minnka notkun jarðefnaeldsneytis.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent