Berskjaldað búnt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Snitch er lágstemmdari er margar af fyrri myndum vöðvatröllsins. Bíó, Snitch. Leikstjórn: Ric Roman Waugh. Leikarar: Dwayne Johnson, Barry Pepper, Susan Sarandon, Benjamin Bratt. Vöðvabúntið The Rock gengur nú undir sínu rétta nafni, Dwayne Johnson, og leikur ráðvilltan föður sem grípur til sinna ráða þegar sonur hans er handtekinn fyrir aðild að dópsmygli. Snitch er lágstemmdari er margar af fyrri myndum vöðvatröllsins og í raun engin hasarmynd þótt veggspjaldið gefi það til kynna. Það er örugglega meira en að segja það að fá áhorfandann til að trúa því að mennskur skriðdreki á borð við Johnson geti verið svona berskjaldaður. En það tekst, og sannfærði mig um leið að Johnson væri meiri leikari en mig grunaði. Susan Sarandon er flott í hlutverki harðsnúins saksóknara og maður veit aldrei hvar maður hefur bannsettan lögreglumanninn sem Barry Pepper leikur svo vel. Illmennin eru ágæt en lítill sem enginn fókus er settur á þau. Athyglin er öll á góðu körlunum. Taktur myndarinnar er hægur framan af og stigmagnandi spennan nær hámarki í lokin. Þá fáum við nasaþef af því sem hefði getað orðið þrælskemmtileg hasarfroða, en það er ekki víst að það hefði verið betri mynd. Það fer Snitch nefnilega ágætlega að vera dramatísk og hægfara.Haukur Viðar AlfreðssonNiðurstaða: Fínasta spennumynd sem skilur þó ekkert sérlega mikið eftir sig. Gagnrýni Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó, Snitch. Leikstjórn: Ric Roman Waugh. Leikarar: Dwayne Johnson, Barry Pepper, Susan Sarandon, Benjamin Bratt. Vöðvabúntið The Rock gengur nú undir sínu rétta nafni, Dwayne Johnson, og leikur ráðvilltan föður sem grípur til sinna ráða þegar sonur hans er handtekinn fyrir aðild að dópsmygli. Snitch er lágstemmdari er margar af fyrri myndum vöðvatröllsins og í raun engin hasarmynd þótt veggspjaldið gefi það til kynna. Það er örugglega meira en að segja það að fá áhorfandann til að trúa því að mennskur skriðdreki á borð við Johnson geti verið svona berskjaldaður. En það tekst, og sannfærði mig um leið að Johnson væri meiri leikari en mig grunaði. Susan Sarandon er flott í hlutverki harðsnúins saksóknara og maður veit aldrei hvar maður hefur bannsettan lögreglumanninn sem Barry Pepper leikur svo vel. Illmennin eru ágæt en lítill sem enginn fókus er settur á þau. Athyglin er öll á góðu körlunum. Taktur myndarinnar er hægur framan af og stigmagnandi spennan nær hámarki í lokin. Þá fáum við nasaþef af því sem hefði getað orðið þrælskemmtileg hasarfroða, en það er ekki víst að það hefði verið betri mynd. Það fer Snitch nefnilega ágætlega að vera dramatísk og hægfara.Haukur Viðar AlfreðssonNiðurstaða: Fínasta spennumynd sem skilur þó ekkert sérlega mikið eftir sig.
Gagnrýni Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira