Ástir, örlög og saxófónn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. maí 2013 00:01 Bíó, Passion Leikstjórn: Brian De Palma Leikarar: Rachel McAdams, Noomi Rapace, Karoline Herfurth, Paul Anderson. Brian De Palma er þannig kvikmyndagerðarmaður að annað hvort gengur allt upp í myndum hans eða afar fátt. Passion, sem er tuttugasta og níunda kvikmynd hans í fullri lengd, tilheyrir síðari hópnum og eru það sterk höfundareinkennin í seinni hlutanum sem halda myndinni rétt svo á floti. Myndin segir frá stormasömu sambandi yfirmanns og undirmanns, en inn í það flækjast svik, kynlíf og að lokum morð. Að hætti leikstjórans verða skilin á milli ímyndunar og raunveruleika óljós, og að sýningu lokinni horfðu áhorfendur ringlaðir hver á aðra. Frambærilegur leikhópurinn er í heild sinni klunnalegur og tónlist Pino Donaggio ætti frekar heima í ljósblárri mynd frá tíunda áratugnum. Ég sver það, ég heyrði í saxófóni þarna einhvers staðar. Lummulegustu myndir leikstjórans eru frábærar vegna þess að þær ganga svo langt í firringu og rugli að áhorfandinn verður að lokum samdauna verkinu. Passion heldur aftur af sér of lengi, reynir framan af að vera „evró og intellektúal“, og að lokum þegar hún sleppir sér byrja flestir að flissa. De Palma er bestur þegar hann reynir ekki að vera annar en hann er. Hann skrifar klaufaleg samtöl og ætti að láta aðra um það. Hann er frábær stílisti og á glæstan feril að baki. Og hann er ekki nema rúmlega sjötugur. Ég trúi því að hann geti gert miklu betur.Niðurstaða: Óeftirminnilegur samtíningur úr fyrri verkum. Gagnrýni Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó, Passion Leikstjórn: Brian De Palma Leikarar: Rachel McAdams, Noomi Rapace, Karoline Herfurth, Paul Anderson. Brian De Palma er þannig kvikmyndagerðarmaður að annað hvort gengur allt upp í myndum hans eða afar fátt. Passion, sem er tuttugasta og níunda kvikmynd hans í fullri lengd, tilheyrir síðari hópnum og eru það sterk höfundareinkennin í seinni hlutanum sem halda myndinni rétt svo á floti. Myndin segir frá stormasömu sambandi yfirmanns og undirmanns, en inn í það flækjast svik, kynlíf og að lokum morð. Að hætti leikstjórans verða skilin á milli ímyndunar og raunveruleika óljós, og að sýningu lokinni horfðu áhorfendur ringlaðir hver á aðra. Frambærilegur leikhópurinn er í heild sinni klunnalegur og tónlist Pino Donaggio ætti frekar heima í ljósblárri mynd frá tíunda áratugnum. Ég sver það, ég heyrði í saxófóni þarna einhvers staðar. Lummulegustu myndir leikstjórans eru frábærar vegna þess að þær ganga svo langt í firringu og rugli að áhorfandinn verður að lokum samdauna verkinu. Passion heldur aftur af sér of lengi, reynir framan af að vera „evró og intellektúal“, og að lokum þegar hún sleppir sér byrja flestir að flissa. De Palma er bestur þegar hann reynir ekki að vera annar en hann er. Hann skrifar klaufaleg samtöl og ætti að láta aðra um það. Hann er frábær stílisti og á glæstan feril að baki. Og hann er ekki nema rúmlega sjötugur. Ég trúi því að hann geti gert miklu betur.Niðurstaða: Óeftirminnilegur samtíningur úr fyrri verkum.
Gagnrýni Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira