Leið að auknum skilningi þjóða á milli Rut Þorsteinsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Þegar nafnið Fulbright er nefnt kemur eflaust flestum í hug styrkur ætlaður afburðanemendum til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Það var við lok síðari heimsstyrjaldarinnar að hugmyndin að styrk kviknaði sem hefði það að markmiði að auka gagnkvæman skilning þjóða á milli í gegnum nemendaskipti. Fulbright samtökin voru stofnuð eftir hugmynd bandaríska stjórnmálamannsins J. William Fulbright um að efla samskipti á milli Bandaríkjanna og annarra þjóða á sviði menntamála, vísinda og lista. Í dag eru Bandaríkin í gagnkvæmum nemendaskiptum við eitt hundrað fimmtíu og fimm lönd. Það var trú stjórnmálamannsins að slík samskipti væru eitt öflugasta vopn mannkynsins til að stuðla að bættum samskiptum og friði í heiminum. Í hugmyndinni, sem starfsemi samtakanna grundvallast á, felst hugsjón og trú á mátt menntunar til að stuðla að þroska einstaklingsins til að lifa góðu lífi í siðmenntuðu þjóðfélagi. Nú sem fyrr er þörf á að tryggja réttlæti, og vinna gegn ofbeldi og óöld, og draga úr líkum á ofsóknum á hendur þjóðum og þjóðarbrotum. Til viðbótar við hinn hefðbundna styrk til framhaldsnáms er nú komin ánægjuleg viðbót sem gefur fleirum tækifæri til að dveljast í Bandaríkjunum. Þessi breyting gerði það að verkum að mér áskotnaðist að dveljast í sólríkar fimm vikur í Kansas sumarið sem leið. Þegar ég í upphafi árs heyrði af styrk til að sækja sumarnámsstefnu í umhverfisfræðum þekkti ég ekkert til Fulbright samtakanna eða starfsemi þeirra. Námsráðgjöfum í öllum framhalds- og háskólum landsins hafði verið sendur tölvupóstur með upplýsingum um styrkinn. Um var að ræða námsstefnu fyrir evrópsk ungmenni haldna í bandarískum háskóla og að þessu sinni í Kansas. Hópurinn sem valdist saman voru tuttugu ungmenni á aldrinum 18-22 ára frá þrettán Evrópulöndum. Námsstefnan samanstóð af margvíslegum námskeiðum á sviði umhverfisfræða en jafnframt fengum við innsýn í bandaríska menningu og þjóðfélag með ýmsum hætti. T.d. vorum við boðin í mat á einkaheimili, fórum á hafnaboltaleik, á tónlistarhátíð og meira að segja í brúðkaup! Það var mikil upplifun og frábær skemmtun.Eins og lífið sjálft En af hverju skyldi mig langa til að deila þessu með þér kæri lesandi? Jú, það sem var sérstakt við þennan hóp ungmenna var að við vorum valin eftir nýjum leiðum. Var fyrst litið til ákveðinna skilyrða um ríkisborgararétt, aldur, námsárangur o.fl. en að því loknu var fyrst og fremst leitað eftir umsækjendum sem kæmu úr minnihlutahópum eða sem höfðu glímt við félagslega krefjandi aðstæður. Hópurinn var því eins og lífið sjálft er, safn fjölbreyttra og ólíkra einstaklinga sem allir hafa e-ð fram að færa. Þetta voru einstaklingar með ólíka menningu að baki, með mismunandi trúarbrögð og af flestum kynþáttum. Ég er með meðfædda CP fötlun. Að komast til Bandaríkjanna og dvelja þar var því einstök upplifun fyrir mig. Þetta var tækifæri sem ég hafði aldrei gert mér í hugarlund að stæði mér til boða. Óneitanlega var ég kvíðin fyrir ferðina því ég vissi ekki hvað biði mín. Kæmist ég í hjólastólnum það sem hópurinn færi eða yrði námsefnið það flókið að ég mundi ekki ráða við það? Ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz gerist í Kansas og kemst söguhetjan Dóróthea í kynni við huglaust ljón, heilalausa fuglahræðu og skógarhöggsmann úr tini sem var án hjarta. Á leið sinni til galdrakarlsins þurfa þau að mæta sínum áskorunum sem reyna á kjark, hugvit og kærleik. Á sama hátt þurfti ég, á meðan á dvölinni stóð, að mæta: Mínu huglausa ljóni og telja í mig kjark, kljást við fuglahræðuna mína og reyna á heilahvelin og finna skógarhöggsmanninn í mér með kærleik til allra. Það var tilfinningarík kveðjustund á flugvellinum í Washington þegar hvert okkar hélt til síns heima og tárin láku niður kinnar hjá okkur mörgum. Þarna eignaðist ég góða vini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar nafnið Fulbright er nefnt kemur eflaust flestum í hug styrkur ætlaður afburðanemendum til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Það var við lok síðari heimsstyrjaldarinnar að hugmyndin að styrk kviknaði sem hefði það að markmiði að auka gagnkvæman skilning þjóða á milli í gegnum nemendaskipti. Fulbright samtökin voru stofnuð eftir hugmynd bandaríska stjórnmálamannsins J. William Fulbright um að efla samskipti á milli Bandaríkjanna og annarra þjóða á sviði menntamála, vísinda og lista. Í dag eru Bandaríkin í gagnkvæmum nemendaskiptum við eitt hundrað fimmtíu og fimm lönd. Það var trú stjórnmálamannsins að slík samskipti væru eitt öflugasta vopn mannkynsins til að stuðla að bættum samskiptum og friði í heiminum. Í hugmyndinni, sem starfsemi samtakanna grundvallast á, felst hugsjón og trú á mátt menntunar til að stuðla að þroska einstaklingsins til að lifa góðu lífi í siðmenntuðu þjóðfélagi. Nú sem fyrr er þörf á að tryggja réttlæti, og vinna gegn ofbeldi og óöld, og draga úr líkum á ofsóknum á hendur þjóðum og þjóðarbrotum. Til viðbótar við hinn hefðbundna styrk til framhaldsnáms er nú komin ánægjuleg viðbót sem gefur fleirum tækifæri til að dveljast í Bandaríkjunum. Þessi breyting gerði það að verkum að mér áskotnaðist að dveljast í sólríkar fimm vikur í Kansas sumarið sem leið. Þegar ég í upphafi árs heyrði af styrk til að sækja sumarnámsstefnu í umhverfisfræðum þekkti ég ekkert til Fulbright samtakanna eða starfsemi þeirra. Námsráðgjöfum í öllum framhalds- og háskólum landsins hafði verið sendur tölvupóstur með upplýsingum um styrkinn. Um var að ræða námsstefnu fyrir evrópsk ungmenni haldna í bandarískum háskóla og að þessu sinni í Kansas. Hópurinn sem valdist saman voru tuttugu ungmenni á aldrinum 18-22 ára frá þrettán Evrópulöndum. Námsstefnan samanstóð af margvíslegum námskeiðum á sviði umhverfisfræða en jafnframt fengum við innsýn í bandaríska menningu og þjóðfélag með ýmsum hætti. T.d. vorum við boðin í mat á einkaheimili, fórum á hafnaboltaleik, á tónlistarhátíð og meira að segja í brúðkaup! Það var mikil upplifun og frábær skemmtun.Eins og lífið sjálft En af hverju skyldi mig langa til að deila þessu með þér kæri lesandi? Jú, það sem var sérstakt við þennan hóp ungmenna var að við vorum valin eftir nýjum leiðum. Var fyrst litið til ákveðinna skilyrða um ríkisborgararétt, aldur, námsárangur o.fl. en að því loknu var fyrst og fremst leitað eftir umsækjendum sem kæmu úr minnihlutahópum eða sem höfðu glímt við félagslega krefjandi aðstæður. Hópurinn var því eins og lífið sjálft er, safn fjölbreyttra og ólíkra einstaklinga sem allir hafa e-ð fram að færa. Þetta voru einstaklingar með ólíka menningu að baki, með mismunandi trúarbrögð og af flestum kynþáttum. Ég er með meðfædda CP fötlun. Að komast til Bandaríkjanna og dvelja þar var því einstök upplifun fyrir mig. Þetta var tækifæri sem ég hafði aldrei gert mér í hugarlund að stæði mér til boða. Óneitanlega var ég kvíðin fyrir ferðina því ég vissi ekki hvað biði mín. Kæmist ég í hjólastólnum það sem hópurinn færi eða yrði námsefnið það flókið að ég mundi ekki ráða við það? Ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz gerist í Kansas og kemst söguhetjan Dóróthea í kynni við huglaust ljón, heilalausa fuglahræðu og skógarhöggsmann úr tini sem var án hjarta. Á leið sinni til galdrakarlsins þurfa þau að mæta sínum áskorunum sem reyna á kjark, hugvit og kærleik. Á sama hátt þurfti ég, á meðan á dvölinni stóð, að mæta: Mínu huglausa ljóni og telja í mig kjark, kljást við fuglahræðuna mína og reyna á heilahvelin og finna skógarhöggsmanninn í mér með kærleik til allra. Það var tilfinningarík kveðjustund á flugvellinum í Washington þegar hvert okkar hélt til síns heima og tárin láku niður kinnar hjá okkur mörgum. Þarna eignaðist ég góða vini.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun