Þrjár krónur af þúsundkalli Engilbert Guðmundsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Nokkur umræða hefur orðið um framlög íslenska ríkisins til þróunarsamvinnu. Til að umræðan geti orðið málefnaleg er nauðsynlegt að hún byggist á staðreyndum og þekkingu. Hér eru tínd til nokkur atriði sem mér þykir mikilvægt að höfð séu til hliðsjónar í slíkri umræðu. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um þróunarsamvinnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um að veita 0,7% af þjóðartekjum í aðstoð við fátækar þjóðir. Þetta markmið hefur ítrekað verið staðfest af Alþingi, nú síðast í Þróunarsamvinnuáætlun sem samþykkt var fyrr á árinu, og á að nást árið 2019. Íslendingar hafa þannig lofað að gefa 7 krónur af hverjum þúsund krónum sem þjóðin hefur í tekjur í það að hjálpa fátækum þjóðum. Nokkrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa fyrir löngu náð 0,7% markmiðinu. Noregur, Svíþjóð og Danmörk eru vel yfir markinu og Finnland er ekki langt frá. Hollendingar gefa einnig 0,7% af þjóðartekjum og Bretar ná því á þessu fjárlagaári. Og svo má ekki gleyma smáríkinu Lúxemborg, en þar fer 1% af þjóðartekjum í þróunaraðstoð. Þetta litla ríki veitir nær 70 milljarða króna á ári í þróunarsamvinnu.Vantar mikið Mikið vantar upp á að Ísland standi við skuldbindingar sínar. Í ár nema íslensk framlög 0,26% af þjóðartekjum, þ.e. minna en þremur krónum af hverjum þúsund, og samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður hlutfallið hið sama árið 2014, en átti samkvæmt Þróunarsamvinnuáætlun að fara upp í 0,28% á næsta ári. En hversu stór hluti af fjárlögum ríkisins fer til þróunarsamvinnu? Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 2014 verða framlög til þróunarmála í gegnum utanríkisráðuneytið 4,1 milljarður (plús grunnframlög til alþjóðastofnana). Skatttekjur ríkisins eru áætlaðar 534 milljarðar. Það fara þannig um það bil 8 krónur af hverjum 1.000 krónum, sem ríkið hefur í skatttekjur, til þróunarmála, minna en 1%. Fyrir hrunið 2008 voru framlög Íslands hærri og voru hæst komin upp í nær 0,4% af þjóðartekjum. Eftir hrun var meira skorið niður í þessum málaflokki en nokkrum öðrum og árið 2012 var hlutfallið komið niður í 0,2%. Oft heyrist að við höfum ekki efni á að veita þróunaraðstoð því hrunið hafi farið svo illa með efnahag landsins. Í því sambandi má nefna að fleiri þjóðir en Íslendingar hafa lent í efnahagslegum hremmingum án þess að bregðast við með sama hætti að því er varðar aðstoð við fátækar þjóðir. Írar fóru líklega verr út úr hruninu en Íslendingar, en brugðust við með mun minni samdrætti. Írar skáru þróunaraðstoð niður úr 0,57% af þjóðartekjum í 0,51%. Íslendingar skáru aðstoðina úr 0,4% í 0,2%. Finnar lentu í enn meiri hremmingum en við í efnahagskreppunni upp úr 1990, með hruni Sovétríkjanna. Atvinnuleysi fór í nær 20% og í 50% í sumum byggðum. Þeir skáru niður þróunaraðstoð, en fóru þó aldrei undir 0,3% og hafa aukið framlög síðan og nálgast 0,7% markið.Viðhorf þjóðarinnar Möguleikar Alþingis og ríkisstjórnar til að standa við skuldbindingar um framlög til þróunarsamvinnu eru háðir stuðningi þjóðarinnar. Í sumar var gerð vönduð skoðanakönnun þar sem einmitt var spurt um viðhorf þjóðarinnar. Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mjög hlynntur þróunarsamvinnu og íslenskum framlögum til hennar. Um það bil 80% telja hana skila árangri, og jafn hátt hlutfall vill að Íslendingar sinni þróunarsamvinnu. Þá var áhugavert að sjá að nær 90% aðspurðra vildu ýmist auka þróunarsamvinnu eða halda henni óbreyttri. Lítill minnihluti vildi draga hana saman.Árangurinn Það er eðlileg krafa að fjármunir til þróunarsamvinnu komi að gagni og skili árangri. Þróunarsamvinnustofnun Íslands telur sig geta sýnt fram á að fjárframlögin hafi skilað sér í menntun barna, ekki síst stúlkna. Þau hafa skilað sér í lestrarkunnáttu fullorðinna. Þau hafa skilað sér í minni mæðra- og barnadauða. Þau hafa skilað sér í betra heilbrigði vegna færri sjúkdóma af völdum lélegs drykkjarvatns. Þá hafa þau skilað sér í meiri tekjum og betri afkomu fiskimannasamfélaga. Og þau munu skila sér í auknum aðgangi að rafmagni í fátækum löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur orðið um framlög íslenska ríkisins til þróunarsamvinnu. Til að umræðan geti orðið málefnaleg er nauðsynlegt að hún byggist á staðreyndum og þekkingu. Hér eru tínd til nokkur atriði sem mér þykir mikilvægt að höfð séu til hliðsjónar í slíkri umræðu. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um þróunarsamvinnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um að veita 0,7% af þjóðartekjum í aðstoð við fátækar þjóðir. Þetta markmið hefur ítrekað verið staðfest af Alþingi, nú síðast í Þróunarsamvinnuáætlun sem samþykkt var fyrr á árinu, og á að nást árið 2019. Íslendingar hafa þannig lofað að gefa 7 krónur af hverjum þúsund krónum sem þjóðin hefur í tekjur í það að hjálpa fátækum þjóðum. Nokkrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa fyrir löngu náð 0,7% markmiðinu. Noregur, Svíþjóð og Danmörk eru vel yfir markinu og Finnland er ekki langt frá. Hollendingar gefa einnig 0,7% af þjóðartekjum og Bretar ná því á þessu fjárlagaári. Og svo má ekki gleyma smáríkinu Lúxemborg, en þar fer 1% af þjóðartekjum í þróunaraðstoð. Þetta litla ríki veitir nær 70 milljarða króna á ári í þróunarsamvinnu.Vantar mikið Mikið vantar upp á að Ísland standi við skuldbindingar sínar. Í ár nema íslensk framlög 0,26% af þjóðartekjum, þ.e. minna en þremur krónum af hverjum þúsund, og samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður hlutfallið hið sama árið 2014, en átti samkvæmt Þróunarsamvinnuáætlun að fara upp í 0,28% á næsta ári. En hversu stór hluti af fjárlögum ríkisins fer til þróunarsamvinnu? Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 2014 verða framlög til þróunarmála í gegnum utanríkisráðuneytið 4,1 milljarður (plús grunnframlög til alþjóðastofnana). Skatttekjur ríkisins eru áætlaðar 534 milljarðar. Það fara þannig um það bil 8 krónur af hverjum 1.000 krónum, sem ríkið hefur í skatttekjur, til þróunarmála, minna en 1%. Fyrir hrunið 2008 voru framlög Íslands hærri og voru hæst komin upp í nær 0,4% af þjóðartekjum. Eftir hrun var meira skorið niður í þessum málaflokki en nokkrum öðrum og árið 2012 var hlutfallið komið niður í 0,2%. Oft heyrist að við höfum ekki efni á að veita þróunaraðstoð því hrunið hafi farið svo illa með efnahag landsins. Í því sambandi má nefna að fleiri þjóðir en Íslendingar hafa lent í efnahagslegum hremmingum án þess að bregðast við með sama hætti að því er varðar aðstoð við fátækar þjóðir. Írar fóru líklega verr út úr hruninu en Íslendingar, en brugðust við með mun minni samdrætti. Írar skáru þróunaraðstoð niður úr 0,57% af þjóðartekjum í 0,51%. Íslendingar skáru aðstoðina úr 0,4% í 0,2%. Finnar lentu í enn meiri hremmingum en við í efnahagskreppunni upp úr 1990, með hruni Sovétríkjanna. Atvinnuleysi fór í nær 20% og í 50% í sumum byggðum. Þeir skáru niður þróunaraðstoð, en fóru þó aldrei undir 0,3% og hafa aukið framlög síðan og nálgast 0,7% markið.Viðhorf þjóðarinnar Möguleikar Alþingis og ríkisstjórnar til að standa við skuldbindingar um framlög til þróunarsamvinnu eru háðir stuðningi þjóðarinnar. Í sumar var gerð vönduð skoðanakönnun þar sem einmitt var spurt um viðhorf þjóðarinnar. Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mjög hlynntur þróunarsamvinnu og íslenskum framlögum til hennar. Um það bil 80% telja hana skila árangri, og jafn hátt hlutfall vill að Íslendingar sinni þróunarsamvinnu. Þá var áhugavert að sjá að nær 90% aðspurðra vildu ýmist auka þróunarsamvinnu eða halda henni óbreyttri. Lítill minnihluti vildi draga hana saman.Árangurinn Það er eðlileg krafa að fjármunir til þróunarsamvinnu komi að gagni og skili árangri. Þróunarsamvinnustofnun Íslands telur sig geta sýnt fram á að fjárframlögin hafi skilað sér í menntun barna, ekki síst stúlkna. Þau hafa skilað sér í lestrarkunnáttu fullorðinna. Þau hafa skilað sér í minni mæðra- og barnadauða. Þau hafa skilað sér í betra heilbrigði vegna færri sjúkdóma af völdum lélegs drykkjarvatns. Þá hafa þau skilað sér í meiri tekjum og betri afkomu fiskimannasamfélaga. Og þau munu skila sér í auknum aðgangi að rafmagni í fátækum löndum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar