Auðvelt er að jafna hlutfall kynjanna í fjölmiðlum Gunnar Hersveinn skrifar 12. desember 2013 06:00 Ritstjórar, fréttastjórar og fréttamenn geta auðveldlega lagað kynjaskekkjuna í fréttum fjölmiðla. Þetta er aðeins spurning um áhuga og nennu. Rannsóknir eru fyrir hendi og aðferðir liggja fyrir. Þetta er fremur einfalt og auðvelt verkefni en ef til vill gæti verið ágætt að skilgreina ábyrgðina og ráða verkefnisstjóra svo það dagi ekki uppi. Hér er ekki um að ræða að snúa olíuskipi heldur líkjast fjölmiðlar fremur hraðbátum sem auðvelt er að snúa. Fréttamiðlar virðast oft óbærilega fastir í viðjum efnisflokkanna. En áhrifaríkasta leiðin til að breyta hlutfalli viðmælenda í fréttum úr 70% karlar, 30% konur í 50% á hvort kyn er að breyta einfaldlega vægi þeirra efnisflokka sem fréttir eru skrifaðar upp úr og að bæta við efnisflokkum. Algengir efnisflokkar sem fréttir eru skrifaðar upp úr eru stríð, stjórnmál, glæpir, viðskipti, valdabarátta, gjaldþrot, hryðjuverk, réttarkerfi, stórslys, samgöngur, orkumál, eignarréttur, skattkerfi, ársfundir, persónulegir harmleikir og náttúruhamfarir. Almenna reglan er einnig að segja frá því versta sem gerist í hverjum þessara efnisflokka fyrir sig. Fréttirnar eru því oftast slæmar og um leið karllægar. Stundum gerist það marga daga í röð að eingöngu eru fluttar slæmar fréttir úr fáum flokkum og snúast þær þá helst um ófarir í stjórnmálum, peninga-, saka- og gjaldþrotamálum, ásamt úlfúð hér og þar og dauðsföllum. Auðvelt er að finna heila fréttatíma í sjónvarpi og fréttaþætti í blöðum þar sem eingöngu eru sagðar og skrifaðar fréttir af stjórnmálum, efnahag, samgöngum, sakamálum, viðskiptum og eignarrétti. Karllægir efnisflokkar Karlar verða óhjákvæmilega ráðandi í fréttum þar sem þessir efnisflokkar ráða ríkjum. Karlar fremja fleiri glæpi en konur, ofbeldi karla er meira áberandi en ofbeldi kvenna. Karlar standa á bak við fleiri stríð en konur, fleiri gjaldþrot, hryðjuverk, skattsvik. Þeir valda margfalt meiri usla en konur og af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar margfalt meiri áhuga á óskunda og ólátum og einræðisherrum heldur en viðleitni heiðarlegra borgara til að bæta samfélagið. Fjölmiðlar elta byssukúlurnar og það eru oftast karlar sem taka í gikkinn. Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir fylla hina karllægu efnisflokka og falla vel að mælikvörðum fjölmiðla um fréttir. Hörðu fréttirnar í hefðbundnum huga fréttamanna eru peningar og völd og einmitt þar getur allt farið úrskeiðis. Fjölmiðlar eiga og verða að veita hér aðhald en það er fleira fréttnæmt en vont þykir. Fréttir átakamenningar Fjölmiðlar virðast fastir í átakamenningu, núningi, tvískiptingu og að skipa hlutum og fólki í kvíarnar með eða á móti. Venjan í fréttamiðlum hvílir á því að etja saman andstæðingum, segja frá grimmdarverkum og ofbeldisfullum svörum við þeim. Þetta er kölluð hlutlaus fréttamennska og hún er kennd við átök. Hlutlaus fréttamennska er sögð byggð á staðreyndum. En í raun eru staðreyndirnar svo margar að einungis er hægt að velja úr tilteknar staðreyndir og það er gert út frá viðmiðum átakanna. Sá sem segir að staðreyndirnar tali í fréttum á í raun aðeins við að útvaldar og sérvaldar staðreyndir tali. Konur þurfa alls ekki að breyta sér til að komast í fréttir og lausnin felst ekki heldur í því að fréttamenn muni eftir konum þegar viðmælendur eru valdir. Lausnin felst í fleiri efnisflokkum frétta og nýrri virðingarröð þeirra. Lausnin felst einnig í því að þoka sér frá átakamenningu yfir í fjölbreytt sjónarhorn. Hlutföllin 70/30 breytast umsvifalaust ef þetta yrði gert. Ekkert gerist nema fjölmiðlafólk hlusti og breyti vinnubrögðum sínum. Frumkvæðið og valdið til að breyta er hjá fjölmiðlum. Þau ykkar sem skrifið og flytjið daglega fréttir, þið getið breytt málunum því til eru aðrir efnisflokkar frétta mótaðir af báðum kynjum og þar eru margar ósagðar fréttir, bæði góðar og slæmar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Ritstjórar, fréttastjórar og fréttamenn geta auðveldlega lagað kynjaskekkjuna í fréttum fjölmiðla. Þetta er aðeins spurning um áhuga og nennu. Rannsóknir eru fyrir hendi og aðferðir liggja fyrir. Þetta er fremur einfalt og auðvelt verkefni en ef til vill gæti verið ágætt að skilgreina ábyrgðina og ráða verkefnisstjóra svo það dagi ekki uppi. Hér er ekki um að ræða að snúa olíuskipi heldur líkjast fjölmiðlar fremur hraðbátum sem auðvelt er að snúa. Fréttamiðlar virðast oft óbærilega fastir í viðjum efnisflokkanna. En áhrifaríkasta leiðin til að breyta hlutfalli viðmælenda í fréttum úr 70% karlar, 30% konur í 50% á hvort kyn er að breyta einfaldlega vægi þeirra efnisflokka sem fréttir eru skrifaðar upp úr og að bæta við efnisflokkum. Algengir efnisflokkar sem fréttir eru skrifaðar upp úr eru stríð, stjórnmál, glæpir, viðskipti, valdabarátta, gjaldþrot, hryðjuverk, réttarkerfi, stórslys, samgöngur, orkumál, eignarréttur, skattkerfi, ársfundir, persónulegir harmleikir og náttúruhamfarir. Almenna reglan er einnig að segja frá því versta sem gerist í hverjum þessara efnisflokka fyrir sig. Fréttirnar eru því oftast slæmar og um leið karllægar. Stundum gerist það marga daga í röð að eingöngu eru fluttar slæmar fréttir úr fáum flokkum og snúast þær þá helst um ófarir í stjórnmálum, peninga-, saka- og gjaldþrotamálum, ásamt úlfúð hér og þar og dauðsföllum. Auðvelt er að finna heila fréttatíma í sjónvarpi og fréttaþætti í blöðum þar sem eingöngu eru sagðar og skrifaðar fréttir af stjórnmálum, efnahag, samgöngum, sakamálum, viðskiptum og eignarrétti. Karllægir efnisflokkar Karlar verða óhjákvæmilega ráðandi í fréttum þar sem þessir efnisflokkar ráða ríkjum. Karlar fremja fleiri glæpi en konur, ofbeldi karla er meira áberandi en ofbeldi kvenna. Karlar standa á bak við fleiri stríð en konur, fleiri gjaldþrot, hryðjuverk, skattsvik. Þeir valda margfalt meiri usla en konur og af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar margfalt meiri áhuga á óskunda og ólátum og einræðisherrum heldur en viðleitni heiðarlegra borgara til að bæta samfélagið. Fjölmiðlar elta byssukúlurnar og það eru oftast karlar sem taka í gikkinn. Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir fylla hina karllægu efnisflokka og falla vel að mælikvörðum fjölmiðla um fréttir. Hörðu fréttirnar í hefðbundnum huga fréttamanna eru peningar og völd og einmitt þar getur allt farið úrskeiðis. Fjölmiðlar eiga og verða að veita hér aðhald en það er fleira fréttnæmt en vont þykir. Fréttir átakamenningar Fjölmiðlar virðast fastir í átakamenningu, núningi, tvískiptingu og að skipa hlutum og fólki í kvíarnar með eða á móti. Venjan í fréttamiðlum hvílir á því að etja saman andstæðingum, segja frá grimmdarverkum og ofbeldisfullum svörum við þeim. Þetta er kölluð hlutlaus fréttamennska og hún er kennd við átök. Hlutlaus fréttamennska er sögð byggð á staðreyndum. En í raun eru staðreyndirnar svo margar að einungis er hægt að velja úr tilteknar staðreyndir og það er gert út frá viðmiðum átakanna. Sá sem segir að staðreyndirnar tali í fréttum á í raun aðeins við að útvaldar og sérvaldar staðreyndir tali. Konur þurfa alls ekki að breyta sér til að komast í fréttir og lausnin felst ekki heldur í því að fréttamenn muni eftir konum þegar viðmælendur eru valdir. Lausnin felst í fleiri efnisflokkum frétta og nýrri virðingarröð þeirra. Lausnin felst einnig í því að þoka sér frá átakamenningu yfir í fjölbreytt sjónarhorn. Hlutföllin 70/30 breytast umsvifalaust ef þetta yrði gert. Ekkert gerist nema fjölmiðlafólk hlusti og breyti vinnubrögðum sínum. Frumkvæðið og valdið til að breyta er hjá fjölmiðlum. Þau ykkar sem skrifið og flytjið daglega fréttir, þið getið breytt málunum því til eru aðrir efnisflokkar frétta mótaðir af báðum kynjum og þar eru margar ósagðar fréttir, bæði góðar og slæmar.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun