Rás 2 selur gistirými Dr. Gunni skrifar 12. desember 2013 06:00 Þegar spilaborgin hrundi árið 2008 og íslenskir bankakarlar reyndust ekki þau séní sem búið var að innprenta okkur var fátt um fína drætti í hinni séríslensku minnimáttarkennd. Til að hækka risið á landsmönnum var fljótlega farið að benda á að íslenska tónlistarútrásin væri nú alls ekkert feik eins og bankaruglið.Grunnstoðir poppsins Eftir að Mezzoforte og Sykurmolarnir ruddu brautina hafa Björk, Sigur Rós, Of Monsters & Men og fjöldinn allur af öðru listafólki selt ófá gistirými úti um allt land. Túristarnir – hinar nýju síldartorfur – koma nefnilega ekki eingöngu hingað út af náttúrunni og Bláa lóninu, heldur í stórum mæli vegna þessara sendiherra landsins. Það er staðreynd að í nánast öllum viðtölum sem þetta fólk fer í í útlöndum þarf það að svara spurningum um land og þjóð. Og það ásamt tónlistinni sjálfri auglýsir landið og kveikir ímynd af landi og þjóð í hugum væntanlegra gistináttanotenda. Einhvers staðar þarf að byrja og popplistafólk lifir ekki í tómarúmi, frekar en aðrir. Athygli og svörun er hverjum listamanni nauðsynleg. Nú er mikið talað um að horfa þurfi á „stóru myndina“. Hún er þessi: Grunnstoðir poppsins (hér nota ég orðið „popp“ eins vítt og hugsast getur) hafa lengi verið þrjár á Íslandi – Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Rás 2. Þegar fólk byrjar að tala um að Rás 2 megi nú alveg missa sín því einkareknar stöðvar geti sinnt því að spila „poppgarg“, er það ekki alveg að skilja hvernig einkareknar útvarpsstöðvar funkera. Á þeim öllum er „playlisti“ sem stílar inn á markhópinn því talið er að markhópurinn geti ekki höndlað margar tegundir í einu. Einkareknar stöðvar eru reknar með gróða að markmiði og í því ljósi eru áherslur þeirra skiljanlegar. Það er ekkert sem gefur til kynna að hegðun einkarekinna stöðva myndi breytast ef Rás 2 yrði lögð niður.Fjársvelti, skilningsleysi og tuð Á Rás 2 eru jákvæðar tölur í ársskýrslu ekki helsta keppikeflið – eða ætti a.m.k. ekki að vera það – og því ægir þar öllu saman. Á eftir Geirmundi kemur kannski útúrsýrt lag með Dj Flugvél og geimskipi, þaðan er skipt í Skálmöld og svo kannski gamalt lag með Elly Vilhjálms. Rás 2 er víðsýnasta útvarp landsins og hlustendurnir hafa tamið sér umburðarlyndi fyrir mismunandi stílum. Þeir skipta ekki um stöð þótt það komi eitthvað sem þeim finnst leiðinlegt því þeir vita af reynslu að næsta lag verður eitthvað allt annað. Auk fjölbreytninnar hefur Rás 2 sinnt frábæru starfi við að taka upp og varðveita ómetanlegar heimildir um jálka poppsins jafnt sem nýgræðinga, búið til fræðandi og metnaðarfulla þætti og almennt reynt að hlúa að senunni þrátt fyrir endalaust fjársvelti, eilíft skilningsleysi og viðvarandi tuð. Ég hélt satt að segja að það þyrfti ekki að ræða þetta lengur. Ég hélt að hin fúla umræða um lág- og hámenningu frá því á síðustu öld væri fyrir bí, þetta andlausa stagl um hvað sé menning og hvað sé ekki menning. Ég hélt að árangur íslensks tónlistarfólks væri nóg til að þess að hver hugsandi maður skildi af hverju frjálst og víðsýnt útvarp sem sinnir fræðslu, uppbyggingu og varðveislu er nauðsynlegt. En svo er ekki og þess vegna skrifaði ég þessa grein. Þótt ég skrifi bara einn undir hana er ég nánast öruggur um að hver og einn einasta poppari landsins myndi skrifa undir hana líka ef til hans væri leitað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar spilaborgin hrundi árið 2008 og íslenskir bankakarlar reyndust ekki þau séní sem búið var að innprenta okkur var fátt um fína drætti í hinni séríslensku minnimáttarkennd. Til að hækka risið á landsmönnum var fljótlega farið að benda á að íslenska tónlistarútrásin væri nú alls ekkert feik eins og bankaruglið.Grunnstoðir poppsins Eftir að Mezzoforte og Sykurmolarnir ruddu brautina hafa Björk, Sigur Rós, Of Monsters & Men og fjöldinn allur af öðru listafólki selt ófá gistirými úti um allt land. Túristarnir – hinar nýju síldartorfur – koma nefnilega ekki eingöngu hingað út af náttúrunni og Bláa lóninu, heldur í stórum mæli vegna þessara sendiherra landsins. Það er staðreynd að í nánast öllum viðtölum sem þetta fólk fer í í útlöndum þarf það að svara spurningum um land og þjóð. Og það ásamt tónlistinni sjálfri auglýsir landið og kveikir ímynd af landi og þjóð í hugum væntanlegra gistináttanotenda. Einhvers staðar þarf að byrja og popplistafólk lifir ekki í tómarúmi, frekar en aðrir. Athygli og svörun er hverjum listamanni nauðsynleg. Nú er mikið talað um að horfa þurfi á „stóru myndina“. Hún er þessi: Grunnstoðir poppsins (hér nota ég orðið „popp“ eins vítt og hugsast getur) hafa lengi verið þrjár á Íslandi – Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Rás 2. Þegar fólk byrjar að tala um að Rás 2 megi nú alveg missa sín því einkareknar stöðvar geti sinnt því að spila „poppgarg“, er það ekki alveg að skilja hvernig einkareknar útvarpsstöðvar funkera. Á þeim öllum er „playlisti“ sem stílar inn á markhópinn því talið er að markhópurinn geti ekki höndlað margar tegundir í einu. Einkareknar stöðvar eru reknar með gróða að markmiði og í því ljósi eru áherslur þeirra skiljanlegar. Það er ekkert sem gefur til kynna að hegðun einkarekinna stöðva myndi breytast ef Rás 2 yrði lögð niður.Fjársvelti, skilningsleysi og tuð Á Rás 2 eru jákvæðar tölur í ársskýrslu ekki helsta keppikeflið – eða ætti a.m.k. ekki að vera það – og því ægir þar öllu saman. Á eftir Geirmundi kemur kannski útúrsýrt lag með Dj Flugvél og geimskipi, þaðan er skipt í Skálmöld og svo kannski gamalt lag með Elly Vilhjálms. Rás 2 er víðsýnasta útvarp landsins og hlustendurnir hafa tamið sér umburðarlyndi fyrir mismunandi stílum. Þeir skipta ekki um stöð þótt það komi eitthvað sem þeim finnst leiðinlegt því þeir vita af reynslu að næsta lag verður eitthvað allt annað. Auk fjölbreytninnar hefur Rás 2 sinnt frábæru starfi við að taka upp og varðveita ómetanlegar heimildir um jálka poppsins jafnt sem nýgræðinga, búið til fræðandi og metnaðarfulla þætti og almennt reynt að hlúa að senunni þrátt fyrir endalaust fjársvelti, eilíft skilningsleysi og viðvarandi tuð. Ég hélt satt að segja að það þyrfti ekki að ræða þetta lengur. Ég hélt að hin fúla umræða um lág- og hámenningu frá því á síðustu öld væri fyrir bí, þetta andlausa stagl um hvað sé menning og hvað sé ekki menning. Ég hélt að árangur íslensks tónlistarfólks væri nóg til að þess að hver hugsandi maður skildi af hverju frjálst og víðsýnt útvarp sem sinnir fræðslu, uppbyggingu og varðveislu er nauðsynlegt. En svo er ekki og þess vegna skrifaði ég þessa grein. Þótt ég skrifi bara einn undir hana er ég nánast öruggur um að hver og einn einasta poppari landsins myndi skrifa undir hana líka ef til hans væri leitað.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar