Félagsleg fjárfesting gegn fátækt Björk Vilhelmsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Undanfarið hafa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið verið með umfjöllun og slegið upp fyrirsögnum á forsíðum þar sem það er tíundað hversu mikið fé fer í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Það er rétt. Það fer meira og meira af skattfé borgaranna í fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki geta framfleytt sér og sínum vegna atvinnuleysis og sjúkdóma sem ekki leiða til örorku. En í allri umræðunni er aldrei talað um það hvaða upphæð hver og einn þarf að lifa á.Hámarksbætur Í Reykjavík, þar sem fjárhagsaðstoðin er hæst, eru hámarksbætur á mánuði fyrir þá sem reka eigið heimili og eru með þinglýstan húsaleigusamning 163.635 kr. Fólk fær útborgað 151.051 kr. þar sem það greiðir í skatt 12.584 kr. þrátt fyrir fullan persónuafslátt. Hjón sem reka heimili fá að hámarki 245.453 kr. og fá sama útborgað þar sem þau nýta tvö skattkort. Einstaklingur sem býr með öðrum og/eða er ekki með þinglýstan húsaleigusamning fær 137.871 kr. þar af útborgað 134.903 kr. Þeir sem búa hjá foreldrum fá til framfærslu á mánuði 81.818 kr. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð má fólk ekki eiga innistæður í banka eða aðrar eignir fyrir utan íbúð og bíl til eigin umráða. Upphæðir þessar munu hækka um 3,4% um áramótin. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ætlað samkvæmt lögum að vera neyðaraðstoð í skamman tíma, en hefur eftir efnahagshrunið orðið langtímaframfærsla hjá sífellt fleirum. Þetta eru lágar fjárhæðir, um það getum við flest verið sammála. Bið ég aðra (en fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa talað um vinnuletjandi bætur í Reykjavík) sem finnst þessar upphæðir of háar að henda fyrsta steininum.Virkni og stuðningur Til að sporna gegn fátækt þarf að fjárfesta í félagslegum lausnum sem koma fólki úr fátækragildrum samfélagsins. Í ríkjum Evrópu er viðurkennt að félagsleg fjárfesting borgi sig – því samfélag ójöfnuðar þar sem hópar fólks eru skildir eftir – er samfélag upplausnar og sundurleysis sem felur í sér meiri kostnað þegar upp er staðið. Áherslur velferðarráðs Reykjavíkurborgar verða á næsta ári, líkt og undanfarin ár, að bjóða upp á atvinnu, nám og/eða meðferð í stað bóta. Í öllum tilfellum viljum við að fólk sé virkt og festist ekki í aðgerðaleysi sem leiðir til andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Við viljum fækka fólki á fjárhagsaðstoð, til að fjölga þeim borgarbúum sem hafa betri tekjur en lágmarksframfærslu og hafa betra líf vegna aukinna tekna og virkni.Beinn hagur Samfélagið hefur einnig beinan fjárhagslegan hag af þessum aðgerðum, eins og sýnt hefur verið fram á með Atvinnutorgi, Liðstyrk, Nám er vinnandi vegur og Vinnandi vegur sem hafa verið samstarfsverkefni okkar og Vinnumálastofnunar. Sem samfélag megum ekki láta það gerast að að fjárlög ríkisins skeri verulega niður í þessum úrræðum sem skilað hafa stórkostlegum árangri fyrir fólk og samfélag. Það er raunin nú og hvet ég þingmenn til að gera breytingar þegar kemur að alvörufjárfestingu í vinnu og námi. Þar sem jöfnuður og velferð ríkir líður fólki betur á öllum stigum samfélagsins. Það borgar sig því að beita félagslegum fjárfestingum í fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið verið með umfjöllun og slegið upp fyrirsögnum á forsíðum þar sem það er tíundað hversu mikið fé fer í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Það er rétt. Það fer meira og meira af skattfé borgaranna í fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki geta framfleytt sér og sínum vegna atvinnuleysis og sjúkdóma sem ekki leiða til örorku. En í allri umræðunni er aldrei talað um það hvaða upphæð hver og einn þarf að lifa á.Hámarksbætur Í Reykjavík, þar sem fjárhagsaðstoðin er hæst, eru hámarksbætur á mánuði fyrir þá sem reka eigið heimili og eru með þinglýstan húsaleigusamning 163.635 kr. Fólk fær útborgað 151.051 kr. þar sem það greiðir í skatt 12.584 kr. þrátt fyrir fullan persónuafslátt. Hjón sem reka heimili fá að hámarki 245.453 kr. og fá sama útborgað þar sem þau nýta tvö skattkort. Einstaklingur sem býr með öðrum og/eða er ekki með þinglýstan húsaleigusamning fær 137.871 kr. þar af útborgað 134.903 kr. Þeir sem búa hjá foreldrum fá til framfærslu á mánuði 81.818 kr. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð má fólk ekki eiga innistæður í banka eða aðrar eignir fyrir utan íbúð og bíl til eigin umráða. Upphæðir þessar munu hækka um 3,4% um áramótin. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ætlað samkvæmt lögum að vera neyðaraðstoð í skamman tíma, en hefur eftir efnahagshrunið orðið langtímaframfærsla hjá sífellt fleirum. Þetta eru lágar fjárhæðir, um það getum við flest verið sammála. Bið ég aðra (en fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa talað um vinnuletjandi bætur í Reykjavík) sem finnst þessar upphæðir of háar að henda fyrsta steininum.Virkni og stuðningur Til að sporna gegn fátækt þarf að fjárfesta í félagslegum lausnum sem koma fólki úr fátækragildrum samfélagsins. Í ríkjum Evrópu er viðurkennt að félagsleg fjárfesting borgi sig – því samfélag ójöfnuðar þar sem hópar fólks eru skildir eftir – er samfélag upplausnar og sundurleysis sem felur í sér meiri kostnað þegar upp er staðið. Áherslur velferðarráðs Reykjavíkurborgar verða á næsta ári, líkt og undanfarin ár, að bjóða upp á atvinnu, nám og/eða meðferð í stað bóta. Í öllum tilfellum viljum við að fólk sé virkt og festist ekki í aðgerðaleysi sem leiðir til andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Við viljum fækka fólki á fjárhagsaðstoð, til að fjölga þeim borgarbúum sem hafa betri tekjur en lágmarksframfærslu og hafa betra líf vegna aukinna tekna og virkni.Beinn hagur Samfélagið hefur einnig beinan fjárhagslegan hag af þessum aðgerðum, eins og sýnt hefur verið fram á með Atvinnutorgi, Liðstyrk, Nám er vinnandi vegur og Vinnandi vegur sem hafa verið samstarfsverkefni okkar og Vinnumálastofnunar. Sem samfélag megum ekki láta það gerast að að fjárlög ríkisins skeri verulega niður í þessum úrræðum sem skilað hafa stórkostlegum árangri fyrir fólk og samfélag. Það er raunin nú og hvet ég þingmenn til að gera breytingar þegar kemur að alvörufjárfestingu í vinnu og námi. Þar sem jöfnuður og velferð ríkir líður fólki betur á öllum stigum samfélagsins. Það borgar sig því að beita félagslegum fjárfestingum í fólki.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar