Leyfið mér að borga skatta Einar Ólafsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Móðir mín er 92 ára gömul. Undanfarin ár hefur hún búið í þjónustuíbúð í Reykjavík en sl. vor þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús og þegar leið á sumarið var ljóst að hún þyrfti komast á hjúkrunarheimili. Þangað er hún nú flutt og fer vel um hana þar. Þetta ferli getur tekið nokkurn tíma og þess vegna var hún meira og minna á sjúkrahúsi í allt sumar. Því miður þurfti hún að þvælast milli deilda þar sem ekki var pláss á öldrunardeild, en alls staðar fékk hún góða umönnun. Hún þurfti ekki að greiða fyrir þessar gistinætur á sjúkrahúsinu. Hún var svo heppin að þegar hún var að komast á fullorðinsár var farið að mótast hér velferðarsamfélag. Til þess borguðu þau skatta af tekjum sínum hún og faðir minn, og þess nutu þau reyndar þegar hann missti heilsuna á besta aldri. Þau höfðu aldrei efnast verulega, komust bærilega af, en heilsuleysi föður míns hefði eflaust orðið þeim fjárhagslegur baggi ef hér hefði ekki verið búið að byggja upp þó það velferðarsamfélag sem þá var komið. Ég minnist þess hversu föður mínum var það mikið í mun að við börnin hans gætum sótt okkur framhaldsmenntun eftir grunnskóla, sjálfur hafði hann ekki á kost á því nema að litlu leyti. Eftir menntaskóla nutum við bræðurnir hagstæðra námslána til að fjármagna háskólanám.Engin byrði Ég er því ákaflega þakklátur að hér var á sínum tíma byggt upp velferðarkerfi og skattkerfi til að standa undir því. Að tala um skattbyrði er sem guðlast í mínum eyrum. Það er mér engin byrði að greiða hluta af tekjum mínum til að tryggja að ungt fólk geti menntast eins og ég fékk tækifæri til, að fólk sé fjárhagslega tryggt þrátt fyrir heilsubrest á besta aldri eins og faðir minn, eða geti dvalist á sjúkrahúsi og notið umönnunar þar þegar heilsan bregst á gamals aldri eins og móðir mín. En velferðarkerfi okkar er engan veginn fullkomið, það þarf að bæta í frekar en hitt. Þess eru dæmi að fólk greinist með alvarlega sjúkdóma og þarf að gangast undir kostnaðarsama meðferð sem það þarf sjálft að greiða að hluta. Og fjárhagsáhyggjur bætast við áhyggjur vegna sjúkdómsins. Það er góðra gjalda vert að sjúkrasjóðir stéttarfélaganna taki þátt í kostnaði við meðferð eða dvöl á sjúkrahúsi. En hvað með þá sem eru hættir að vinna og eiga ekki lengur aðgang að sjúkrasjóðum? Sumir hafa slíkar tekjur eða eignir að þá munar ekkert um að greiða fullu verði fyrir skólagöngu barna sinna eða læknisþjónustu og umönnun þegar heilsan bregst. Ef einhverjir þeirra, sem nú hafa mest pólitísk völd, eru í þeirri stöðu, þá bið ég þá að líta til hinna sem ekki hafa slíka tryggingu á eigin bankareikningum. Ég hef hvorki slíkar tekjur né eignir, en ég vil gjarnan fá tækifæri til að borga skatta jafnt og þétt til að tryggja velferð mína og samborgara minna. Lífskjör mín batna ekki með lægri sköttum ef sú trygging veikist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Móðir mín er 92 ára gömul. Undanfarin ár hefur hún búið í þjónustuíbúð í Reykjavík en sl. vor þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús og þegar leið á sumarið var ljóst að hún þyrfti komast á hjúkrunarheimili. Þangað er hún nú flutt og fer vel um hana þar. Þetta ferli getur tekið nokkurn tíma og þess vegna var hún meira og minna á sjúkrahúsi í allt sumar. Því miður þurfti hún að þvælast milli deilda þar sem ekki var pláss á öldrunardeild, en alls staðar fékk hún góða umönnun. Hún þurfti ekki að greiða fyrir þessar gistinætur á sjúkrahúsinu. Hún var svo heppin að þegar hún var að komast á fullorðinsár var farið að mótast hér velferðarsamfélag. Til þess borguðu þau skatta af tekjum sínum hún og faðir minn, og þess nutu þau reyndar þegar hann missti heilsuna á besta aldri. Þau höfðu aldrei efnast verulega, komust bærilega af, en heilsuleysi föður míns hefði eflaust orðið þeim fjárhagslegur baggi ef hér hefði ekki verið búið að byggja upp þó það velferðarsamfélag sem þá var komið. Ég minnist þess hversu föður mínum var það mikið í mun að við börnin hans gætum sótt okkur framhaldsmenntun eftir grunnskóla, sjálfur hafði hann ekki á kost á því nema að litlu leyti. Eftir menntaskóla nutum við bræðurnir hagstæðra námslána til að fjármagna háskólanám.Engin byrði Ég er því ákaflega þakklátur að hér var á sínum tíma byggt upp velferðarkerfi og skattkerfi til að standa undir því. Að tala um skattbyrði er sem guðlast í mínum eyrum. Það er mér engin byrði að greiða hluta af tekjum mínum til að tryggja að ungt fólk geti menntast eins og ég fékk tækifæri til, að fólk sé fjárhagslega tryggt þrátt fyrir heilsubrest á besta aldri eins og faðir minn, eða geti dvalist á sjúkrahúsi og notið umönnunar þar þegar heilsan bregst á gamals aldri eins og móðir mín. En velferðarkerfi okkar er engan veginn fullkomið, það þarf að bæta í frekar en hitt. Þess eru dæmi að fólk greinist með alvarlega sjúkdóma og þarf að gangast undir kostnaðarsama meðferð sem það þarf sjálft að greiða að hluta. Og fjárhagsáhyggjur bætast við áhyggjur vegna sjúkdómsins. Það er góðra gjalda vert að sjúkrasjóðir stéttarfélaganna taki þátt í kostnaði við meðferð eða dvöl á sjúkrahúsi. En hvað með þá sem eru hættir að vinna og eiga ekki lengur aðgang að sjúkrasjóðum? Sumir hafa slíkar tekjur eða eignir að þá munar ekkert um að greiða fullu verði fyrir skólagöngu barna sinna eða læknisþjónustu og umönnun þegar heilsan bregst. Ef einhverjir þeirra, sem nú hafa mest pólitísk völd, eru í þeirri stöðu, þá bið ég þá að líta til hinna sem ekki hafa slíka tryggingu á eigin bankareikningum. Ég hef hvorki slíkar tekjur né eignir, en ég vil gjarnan fá tækifæri til að borga skatta jafnt og þétt til að tryggja velferð mína og samborgara minna. Lífskjör mín batna ekki með lægri sköttum ef sú trygging veikist.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun