Tölum saman Bryndís Jónsdóttir skrifar 11. mars 2013 06:00 Á undanförnum vikum og mánuðum hafa málefni íslenskra ungmenna verið í brennidepli. Við höfum heyrt og séð dæmi um áberandi kvenfyrirlitningu, kynjamisrétti og klámvæðingu og séð þau neikvæðu áhrif sem þessi samfélagsmenning hefur á viðhorf, athafnir og orðræðu unga fólksins okkar. Sem betur fer hafa viðvörunarbjöllur kviknað og fjöldi fólks lýst yfir áhyggjum af þessu ástandi, eða brugðist við með einhverjum hætti. Við Íslendingar erum rík af því að eiga fullt af frábærum, flottum og metnaðarfullum unglingum sem við getum verið afar stolt af. En því miður hvílir skuggi yfir of stórum hópi þessarar ungu kynslóðar. Dæmin hafa sýnt og sannað að undanförnu að mikil viðhorfsbreyting í siðferði hefur orðið hjá hluta ungu kynslóðarinnar. Það er erfitt að nefna eina einstaka ástæðu fyrir þessari viðhorfsbreytingu en í þjóðfélagsumræðunni hafa ýmsir áhrifavaldar verið nefndir, svo sem mikið sjónvarpsáhorf, tölvuleikir og notkun samfélagsmiðla. Í þessum miðlum virðist stundum sem allt sé leyfilegt og fáir kippa sér upp við að í kvikmyndum og tónlistarmyndböndum sé ofbeldi, klám og önnur neikvæð hegðun normalíseruð. Við sem foreldrar getum ekki breytt sjónvarpsdagskránni eða þróun tækninnar en við getum ekki staðið hjá án þess að gera neitt. Ungmennin í dag eru stöðugt nettengd, hvort sem það er við heimilistölvuna, í skólanum eða símanum sínum. Á netinu eru hættur sem ber að varast og þá reynir á hlutverk okkar og ábyrgð sem foreldra. Við getum sest niður hjá þeim og fylgst með hvaða síður þau eru að skoða, við hverja þau eiga samskipti í gegnum netið og rætt um ábyrga netnotkun. Við þurfum að setja þeim reglur og fylgja þeim eftir. Byggjum brú Það er staðreynd að unga fólkið okkar er að skoða klám í auknum mæli. Niðurstöður rannsókna sem Háskólinn á Akureyri birti í júlí 2012 sýna að íslenskir unglingar sækja mest í klám af þeim átta löndum sem rannsóknin náði til. Er þetta ásættanleg þróun? Við þurfum að velta því fyrir okkur hver skilaboðin eru með því að aðhafast ekkert. Viljum við að börnin okkar alist upp við kvenfyrirlitningu, niðurlægingu og þekkingarleysi á muninum á kynlífi og klámi? Hvernig eiga unglingarnir okkar að vita hvar línan liggur, ef við, foreldrarnir, stöndum ekki upp núna og segja hingað og ekki lengra og krefjumst betra samfélags fyrir börnin okkar? Við hjá SAMFOK, samtökum foreldra grunnskólabarna, höfum miklar áhyggjur af þessari þróun mála hjá ungu kynslóðinni og ákváðum sl. haust að leggja megináhersluna í vetur á að fara í samstarf við foreldrafélög í grunnskólum og styrkja þau til að bjóða upp á Tölum Saman verkefnið í sínum skólum. Þetta eru fyrirlestrar fagfólks sem ætlað er að byggja brú milli foreldra og unglinga í umræðunni um kynlíf, kynhegðun og kynheilbrigði. Það er einlæg ósk okkar að sem flestir foreldrar noti tækifærið og sæki þessa fyrirlestra þegar boðið verður upp á þá í þeirra grunnskóla. Það er sömuleiðis mikið fagnaðarefni að stuttmyndin Fáðu Já hefur verið sýnd í flestum grunnskólum landsins á undanförnum vikum. Sú mynd mun vafalaust gefa unglingunum skýrari skilaboð. Notum tækifærið og ræðum þessi mál við börnin okkar þegar þau segja okkur frá því að myndin hafi verið sýnd í þeirra skóla, og gefa okkur þar með tækifæri til að ræða þetta viðkvæma en vandmeðfarna mál. Frelsi fylgir ábyrgð. Ef við viljum að börnin okkar upplifi allt þetta ofboðslega frelsi sem fylgir netinu og sjónvarpinu, þá er það okkar sem foreldra að setja mörk og hjálpa þeim að þekkja muninn á réttu og röngu. Við þurfum að hjálpa þeim að þekkja almenn siðferðismörk, horfa á hluti og athafnir með gagnrýnum augum og kenna þeim að taka skynsamlegar ákvarðanir. Við getum ekki ásakað einhvern einn aðila um hvernig staðan er í samfélaginu í dag. Ástæðurnar eru svo margþættar. En við verðum að líta í eigin barm sem uppalendur og virkir samfélagsþegnar og taka höndum saman um að snúa þessari óheillaþróun við. Þetta er samvinnuátak okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum og mánuðum hafa málefni íslenskra ungmenna verið í brennidepli. Við höfum heyrt og séð dæmi um áberandi kvenfyrirlitningu, kynjamisrétti og klámvæðingu og séð þau neikvæðu áhrif sem þessi samfélagsmenning hefur á viðhorf, athafnir og orðræðu unga fólksins okkar. Sem betur fer hafa viðvörunarbjöllur kviknað og fjöldi fólks lýst yfir áhyggjum af þessu ástandi, eða brugðist við með einhverjum hætti. Við Íslendingar erum rík af því að eiga fullt af frábærum, flottum og metnaðarfullum unglingum sem við getum verið afar stolt af. En því miður hvílir skuggi yfir of stórum hópi þessarar ungu kynslóðar. Dæmin hafa sýnt og sannað að undanförnu að mikil viðhorfsbreyting í siðferði hefur orðið hjá hluta ungu kynslóðarinnar. Það er erfitt að nefna eina einstaka ástæðu fyrir þessari viðhorfsbreytingu en í þjóðfélagsumræðunni hafa ýmsir áhrifavaldar verið nefndir, svo sem mikið sjónvarpsáhorf, tölvuleikir og notkun samfélagsmiðla. Í þessum miðlum virðist stundum sem allt sé leyfilegt og fáir kippa sér upp við að í kvikmyndum og tónlistarmyndböndum sé ofbeldi, klám og önnur neikvæð hegðun normalíseruð. Við sem foreldrar getum ekki breytt sjónvarpsdagskránni eða þróun tækninnar en við getum ekki staðið hjá án þess að gera neitt. Ungmennin í dag eru stöðugt nettengd, hvort sem það er við heimilistölvuna, í skólanum eða símanum sínum. Á netinu eru hættur sem ber að varast og þá reynir á hlutverk okkar og ábyrgð sem foreldra. Við getum sest niður hjá þeim og fylgst með hvaða síður þau eru að skoða, við hverja þau eiga samskipti í gegnum netið og rætt um ábyrga netnotkun. Við þurfum að setja þeim reglur og fylgja þeim eftir. Byggjum brú Það er staðreynd að unga fólkið okkar er að skoða klám í auknum mæli. Niðurstöður rannsókna sem Háskólinn á Akureyri birti í júlí 2012 sýna að íslenskir unglingar sækja mest í klám af þeim átta löndum sem rannsóknin náði til. Er þetta ásættanleg þróun? Við þurfum að velta því fyrir okkur hver skilaboðin eru með því að aðhafast ekkert. Viljum við að börnin okkar alist upp við kvenfyrirlitningu, niðurlægingu og þekkingarleysi á muninum á kynlífi og klámi? Hvernig eiga unglingarnir okkar að vita hvar línan liggur, ef við, foreldrarnir, stöndum ekki upp núna og segja hingað og ekki lengra og krefjumst betra samfélags fyrir börnin okkar? Við hjá SAMFOK, samtökum foreldra grunnskólabarna, höfum miklar áhyggjur af þessari þróun mála hjá ungu kynslóðinni og ákváðum sl. haust að leggja megináhersluna í vetur á að fara í samstarf við foreldrafélög í grunnskólum og styrkja þau til að bjóða upp á Tölum Saman verkefnið í sínum skólum. Þetta eru fyrirlestrar fagfólks sem ætlað er að byggja brú milli foreldra og unglinga í umræðunni um kynlíf, kynhegðun og kynheilbrigði. Það er einlæg ósk okkar að sem flestir foreldrar noti tækifærið og sæki þessa fyrirlestra þegar boðið verður upp á þá í þeirra grunnskóla. Það er sömuleiðis mikið fagnaðarefni að stuttmyndin Fáðu Já hefur verið sýnd í flestum grunnskólum landsins á undanförnum vikum. Sú mynd mun vafalaust gefa unglingunum skýrari skilaboð. Notum tækifærið og ræðum þessi mál við börnin okkar þegar þau segja okkur frá því að myndin hafi verið sýnd í þeirra skóla, og gefa okkur þar með tækifæri til að ræða þetta viðkvæma en vandmeðfarna mál. Frelsi fylgir ábyrgð. Ef við viljum að börnin okkar upplifi allt þetta ofboðslega frelsi sem fylgir netinu og sjónvarpinu, þá er það okkar sem foreldra að setja mörk og hjálpa þeim að þekkja muninn á réttu og röngu. Við þurfum að hjálpa þeim að þekkja almenn siðferðismörk, horfa á hluti og athafnir með gagnrýnum augum og kenna þeim að taka skynsamlegar ákvarðanir. Við getum ekki ásakað einhvern einn aðila um hvernig staðan er í samfélaginu í dag. Ástæðurnar eru svo margþættar. En við verðum að líta í eigin barm sem uppalendur og virkir samfélagsþegnar og taka höndum saman um að snúa þessari óheillaþróun við. Þetta er samvinnuátak okkar allra.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar