
Tölum saman
Við Íslendingar erum rík af því að eiga fullt af frábærum, flottum og metnaðarfullum unglingum sem við getum verið afar stolt af. En því miður hvílir skuggi yfir of stórum hópi þessarar ungu kynslóðar. Dæmin hafa sýnt og sannað að undanförnu að mikil viðhorfsbreyting í siðferði hefur orðið hjá hluta ungu kynslóðarinnar.
Það er erfitt að nefna eina einstaka ástæðu fyrir þessari viðhorfsbreytingu en í þjóðfélagsumræðunni hafa ýmsir áhrifavaldar verið nefndir, svo sem mikið sjónvarpsáhorf, tölvuleikir og notkun samfélagsmiðla. Í þessum miðlum virðist stundum sem allt sé leyfilegt og fáir kippa sér upp við að í kvikmyndum og tónlistarmyndböndum sé ofbeldi, klám og önnur neikvæð hegðun normalíseruð. Við sem foreldrar getum ekki breytt sjónvarpsdagskránni eða þróun tækninnar en við getum ekki staðið hjá án þess að gera neitt. Ungmennin í dag eru stöðugt nettengd, hvort sem það er við heimilistölvuna, í skólanum eða símanum sínum. Á netinu eru hættur sem ber að varast og þá reynir á hlutverk okkar og ábyrgð sem foreldra. Við getum sest niður hjá þeim og fylgst með hvaða síður þau eru að skoða, við hverja þau eiga samskipti í gegnum netið og rætt um ábyrga netnotkun. Við þurfum að setja þeim reglur og fylgja þeim eftir.
Byggjum brú
Það er staðreynd að unga fólkið okkar er að skoða klám í auknum mæli. Niðurstöður rannsókna sem Háskólinn á Akureyri birti í júlí 2012 sýna að íslenskir unglingar sækja mest í klám af þeim átta löndum sem rannsóknin náði til. Er þetta ásættanleg þróun? Við þurfum að velta því fyrir okkur hver skilaboðin eru með því að aðhafast ekkert. Viljum við að börnin okkar alist upp við kvenfyrirlitningu, niðurlægingu og þekkingarleysi á muninum á kynlífi og klámi? Hvernig eiga unglingarnir okkar að vita hvar línan liggur, ef við, foreldrarnir, stöndum ekki upp núna og segja hingað og ekki lengra og krefjumst betra samfélags fyrir börnin okkar?
Við hjá SAMFOK, samtökum foreldra grunnskólabarna, höfum miklar áhyggjur af þessari þróun mála hjá ungu kynslóðinni og ákváðum sl. haust að leggja megináhersluna í vetur á að fara í samstarf við foreldrafélög í grunnskólum og styrkja þau til að bjóða upp á Tölum Saman verkefnið í sínum skólum. Þetta eru fyrirlestrar fagfólks sem ætlað er að byggja brú milli foreldra og unglinga í umræðunni um kynlíf, kynhegðun og kynheilbrigði. Það er einlæg ósk okkar að sem flestir foreldrar noti tækifærið og sæki þessa fyrirlestra þegar boðið verður upp á þá í þeirra grunnskóla. Það er sömuleiðis mikið fagnaðarefni að stuttmyndin Fáðu Já hefur verið sýnd í flestum grunnskólum landsins á undanförnum vikum. Sú mynd mun vafalaust gefa unglingunum skýrari skilaboð. Notum tækifærið og ræðum þessi mál við börnin okkar þegar þau segja okkur frá því að myndin hafi verið sýnd í þeirra skóla, og gefa okkur þar með tækifæri til að ræða þetta viðkvæma en vandmeðfarna mál.
Frelsi fylgir ábyrgð. Ef við viljum að börnin okkar upplifi allt þetta ofboðslega frelsi sem fylgir netinu og sjónvarpinu, þá er það okkar sem foreldra að setja mörk og hjálpa þeim að þekkja muninn á réttu og röngu. Við þurfum að hjálpa þeim að þekkja almenn siðferðismörk, horfa á hluti og athafnir með gagnrýnum augum og kenna þeim að taka skynsamlegar ákvarðanir. Við getum ekki ásakað einhvern einn aðila um hvernig staðan er í samfélaginu í dag. Ástæðurnar eru svo margþættar. En við verðum að líta í eigin barm sem uppalendur og virkir samfélagsþegnar og taka höndum saman um að snúa þessari óheillaþróun við. Þetta er samvinnuátak okkar allra.
Skoðun

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar