Vísindafélag Íslendinga í 95 ár Þórarinn Guðjónsson skrifar 13. desember 2013 07:00 Hinn 1. des. 1918 komu tíu kennarar við Háskóla Íslands á fund að boði prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og samþykktu að stofna félag til eflingar vísindastarfsemi í landinu. Það var stofndagur Vísindafélags Íslendinga. Tilgangurinn var að stofna félagsskap íslenskra vísindamanna, á öllum sviðum, til að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum síðan. Vísindafélag Íslendinga hefur gengið gegnum hæðir og lægðir á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess. Samfara breyttum tíðaranda hefur félagið tekið nauðsynlegum breytingum sem miða að því að gera félagið áberandi í samfélagslegri umræðu um vísindaleg málefni. Vísindafélag Íslendinga starfar óháð stofnunum og fræðasviðum og er því kjörinn vettvangur fyrir almenna umræðu um vísindi og hlutverk vísinda og fræða í samfélaginu. Félagið hefur breyst töluvert á síðustu árum og er nú opinn félagsskapur vísinda- og fræðimanna sem öðlast hafa akademíska þjálfun og stundað sjálfstæðar vísindarannsóknir. Meginhlutverk félagsins er að hvetja til umræðu um vísindaleg málefni hvort sem er í gegnum fræðsluerindi eða málþing, samskipti við stjórnmálamenn eða almenning. Félagið hefur staðið fyrir fjölda sérhæfðra sem og þverfaglegra málþinga um stöðu ungra vísindamanna, gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag, mikilvægi samkeppnissjóða, málþinga um ritstuld, loftslagsbreytingar, áhrif efnahagshruns á íslenskt samfélag og svo mætti lengi telja. Hér á landi er fjöldi háskóla og rannsóknastofnana og hefur oft skort vettvang fyrir akademíska umræðu utan þeirra. Það er von stjórnar Vísindafélags Íslendinga að geta skapað grunn fyrir slíka umræðu og að stjórnvöld muni nýta sér þekkingu og reynslu félagsmanna við stefnumótandi ákvarðanir í málefnum vísinda í náinni framtíð.Árin 95 og framtíðin Vísindafélag Íslendinga hefur leikið mikilvægt hlutverk innan vísindasamfélagsins í áratugi, sérstaklega í tengslum við útgáfu og miðlun vísinda. Félagið er í sókn, og þörf er á að efla það enn frekar til að því sé kleift að vinna betur að því að styrkja stöðu vísinda. Þar er bæði litið til þess að efla starf og áhrif félagsins innanlands, á vísindasamfélagið og stjórnkerfið, sem og samfélagið í heild, og að auka þátttöku þess í samstarfi við erlend vísindafélög og akademíur, m.a. til þess að bera saman bækur og læra af þeim, og hafa áhrif á stefnumótun á alþjóðlegum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Hinn 1. des. 1918 komu tíu kennarar við Háskóla Íslands á fund að boði prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og samþykktu að stofna félag til eflingar vísindastarfsemi í landinu. Það var stofndagur Vísindafélags Íslendinga. Tilgangurinn var að stofna félagsskap íslenskra vísindamanna, á öllum sviðum, til að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum síðan. Vísindafélag Íslendinga hefur gengið gegnum hæðir og lægðir á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess. Samfara breyttum tíðaranda hefur félagið tekið nauðsynlegum breytingum sem miða að því að gera félagið áberandi í samfélagslegri umræðu um vísindaleg málefni. Vísindafélag Íslendinga starfar óháð stofnunum og fræðasviðum og er því kjörinn vettvangur fyrir almenna umræðu um vísindi og hlutverk vísinda og fræða í samfélaginu. Félagið hefur breyst töluvert á síðustu árum og er nú opinn félagsskapur vísinda- og fræðimanna sem öðlast hafa akademíska þjálfun og stundað sjálfstæðar vísindarannsóknir. Meginhlutverk félagsins er að hvetja til umræðu um vísindaleg málefni hvort sem er í gegnum fræðsluerindi eða málþing, samskipti við stjórnmálamenn eða almenning. Félagið hefur staðið fyrir fjölda sérhæfðra sem og þverfaglegra málþinga um stöðu ungra vísindamanna, gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag, mikilvægi samkeppnissjóða, málþinga um ritstuld, loftslagsbreytingar, áhrif efnahagshruns á íslenskt samfélag og svo mætti lengi telja. Hér á landi er fjöldi háskóla og rannsóknastofnana og hefur oft skort vettvang fyrir akademíska umræðu utan þeirra. Það er von stjórnar Vísindafélags Íslendinga að geta skapað grunn fyrir slíka umræðu og að stjórnvöld muni nýta sér þekkingu og reynslu félagsmanna við stefnumótandi ákvarðanir í málefnum vísinda í náinni framtíð.Árin 95 og framtíðin Vísindafélag Íslendinga hefur leikið mikilvægt hlutverk innan vísindasamfélagsins í áratugi, sérstaklega í tengslum við útgáfu og miðlun vísinda. Félagið er í sókn, og þörf er á að efla það enn frekar til að því sé kleift að vinna betur að því að styrkja stöðu vísinda. Þar er bæði litið til þess að efla starf og áhrif félagsins innanlands, á vísindasamfélagið og stjórnkerfið, sem og samfélagið í heild, og að auka þátttöku þess í samstarfi við erlend vísindafélög og akademíur, m.a. til þess að bera saman bækur og læra af þeim, og hafa áhrif á stefnumótun á alþjóðlegum vettvangi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun