Hamilton með frábæran sigur og þann fyrsta á tímabilinu Stefán Hirst Friðriksson skrifar 28. júlí 2013 13:59 Lewis Hamilton sem ekur fyrir Mercedes vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum sem fór fram í Búdapest. Hamilton var kampakátur í viðtali eftir sigurinn og sagðist hann hafi komið sér á óvart. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Við höfðum ekki mikla trú á þessu fyrir kappaksturinn en ég verð að hrósa liðinu mínu fyrir frábæra vinnu. Ég var mjög hungraður í þennan sigur og mér fannst það sjást á akstrinum hjá mér í dag. Nú ætla ég bara að halda áfram og vinna fleiri mót," sagði Lewis Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Hamilton var á ráspól fyrir kappaksturinn í dag og hélt hann forystunni allan tímann og sigraði með nokkrum yfirburðum. Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Lotus kom annar í mark eftir mikla baráttu við heimsmeistarann Sebastian Vettel sem endaði í þriðja sæti. Heimsmeistarinn Vettel er ennþá efstur í heildar stigakeppninni en Raikkonen er annar. Fernando Alonso er í þriðja sæti og Lewis Hamilton í því fjórða. Red Bull, sem Vettel ekur fyrir er með góða forystu í liðakeppninni. Formúla Video kassi sport íþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton sem ekur fyrir Mercedes vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum sem fór fram í Búdapest. Hamilton var kampakátur í viðtali eftir sigurinn og sagðist hann hafi komið sér á óvart. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Við höfðum ekki mikla trú á þessu fyrir kappaksturinn en ég verð að hrósa liðinu mínu fyrir frábæra vinnu. Ég var mjög hungraður í þennan sigur og mér fannst það sjást á akstrinum hjá mér í dag. Nú ætla ég bara að halda áfram og vinna fleiri mót," sagði Lewis Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Hamilton var á ráspól fyrir kappaksturinn í dag og hélt hann forystunni allan tímann og sigraði með nokkrum yfirburðum. Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Lotus kom annar í mark eftir mikla baráttu við heimsmeistarann Sebastian Vettel sem endaði í þriðja sæti. Heimsmeistarinn Vettel er ennþá efstur í heildar stigakeppninni en Raikkonen er annar. Fernando Alonso er í þriðja sæti og Lewis Hamilton í því fjórða. Red Bull, sem Vettel ekur fyrir er með góða forystu í liðakeppninni.
Formúla Video kassi sport íþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira