Hver vill slá heimsmet? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 7. desember 2013 06:00 Í aðdraganda og kjölfar hruns bankanna, hrundi íslenska krónan. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti enda á blessuð krónan sér mjög sveiflukennda sögu. Sveiflur á verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli viðskiptalanda okkar hafa valdið óhóflegri verðbólgu hér á landi. Á 8. áratugnum var árleg verðbólga um 35 prósent sem leiddi til þess að árið 1979 voru sett lög um verðtryggingu af ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Óðaverðbólga át upp sparifé og olli miklum skorti á lánsfé. Með verðtryggingunni breyttust aðstæður, auðveldara varð að fá lán og hægt var að hefja uppbyggingu lífeyrissjóða. Á 9. áratugnum náði verðbólga nýjum hæðum og árlegt meðaltal þann áratuginn var um 48%. Eftir árið 1990 hefur verðbólga að jafnaði verið mun minni hér á landi þó hún hafi verið mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Ef við lítum t.d. til Danmerkur, Finnlands og Írlands þá er vart hægt að bera saman verðlagsþróun þessara þriggja landa við Ísland. Á sl. 30 árum hefur verðlag tvöfaldast í þessum ríkjum en tólffaldast á Íslandi. Já – þið lásuð rétt! Þrálát verðbólgusaga hefur áhrif á lánskjör. Þó verðtryggingin hafi valdið mörgum lántakendum búsifjum á síðustu árum þá er hún ekki rót vandans. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir hafa sýnt viðleitni til að bæta lántakendum verðtryggðra lána upp kostnað síðustu ára en sú viðleitni dugir skammt. Verðbólga næstu ára mun verða fljót að hækka höfuðstól lánanna aftur. Fleiri velja nú þá leið að taka óverðtryggð lán til að verja sig gegn höfuðstólshækkunum sem verðtryggingin veldur í mikilli verðbólgu. Í staðinn verður greiðslubyrðin þyngri og sveiflur í afborgunum meiri við vaxtabreytingar. Forsætisráðherra langar til að slá heimsmet. Honum hefur enn ekki tekist það. En það er ein leið fær í þeim efnum. Hún er sú að taka upp annan gjaldmiðil, evruna sem er gjaldmiðill okkar helstu viðskiptalanda. Með því móti gæti hann lækkað greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um rúm 30 prósent! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda og kjölfar hruns bankanna, hrundi íslenska krónan. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti enda á blessuð krónan sér mjög sveiflukennda sögu. Sveiflur á verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli viðskiptalanda okkar hafa valdið óhóflegri verðbólgu hér á landi. Á 8. áratugnum var árleg verðbólga um 35 prósent sem leiddi til þess að árið 1979 voru sett lög um verðtryggingu af ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Óðaverðbólga át upp sparifé og olli miklum skorti á lánsfé. Með verðtryggingunni breyttust aðstæður, auðveldara varð að fá lán og hægt var að hefja uppbyggingu lífeyrissjóða. Á 9. áratugnum náði verðbólga nýjum hæðum og árlegt meðaltal þann áratuginn var um 48%. Eftir árið 1990 hefur verðbólga að jafnaði verið mun minni hér á landi þó hún hafi verið mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Ef við lítum t.d. til Danmerkur, Finnlands og Írlands þá er vart hægt að bera saman verðlagsþróun þessara þriggja landa við Ísland. Á sl. 30 árum hefur verðlag tvöfaldast í þessum ríkjum en tólffaldast á Íslandi. Já – þið lásuð rétt! Þrálát verðbólgusaga hefur áhrif á lánskjör. Þó verðtryggingin hafi valdið mörgum lántakendum búsifjum á síðustu árum þá er hún ekki rót vandans. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir hafa sýnt viðleitni til að bæta lántakendum verðtryggðra lána upp kostnað síðustu ára en sú viðleitni dugir skammt. Verðbólga næstu ára mun verða fljót að hækka höfuðstól lánanna aftur. Fleiri velja nú þá leið að taka óverðtryggð lán til að verja sig gegn höfuðstólshækkunum sem verðtryggingin veldur í mikilli verðbólgu. Í staðinn verður greiðslubyrðin þyngri og sveiflur í afborgunum meiri við vaxtabreytingar. Forsætisráðherra langar til að slá heimsmet. Honum hefur enn ekki tekist það. En það er ein leið fær í þeim efnum. Hún er sú að taka upp annan gjaldmiðil, evruna sem er gjaldmiðill okkar helstu viðskiptalanda. Með því móti gæti hann lækkað greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um rúm 30 prósent!
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar