Hver vill slá heimsmet? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 7. desember 2013 06:00 Í aðdraganda og kjölfar hruns bankanna, hrundi íslenska krónan. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti enda á blessuð krónan sér mjög sveiflukennda sögu. Sveiflur á verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli viðskiptalanda okkar hafa valdið óhóflegri verðbólgu hér á landi. Á 8. áratugnum var árleg verðbólga um 35 prósent sem leiddi til þess að árið 1979 voru sett lög um verðtryggingu af ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Óðaverðbólga át upp sparifé og olli miklum skorti á lánsfé. Með verðtryggingunni breyttust aðstæður, auðveldara varð að fá lán og hægt var að hefja uppbyggingu lífeyrissjóða. Á 9. áratugnum náði verðbólga nýjum hæðum og árlegt meðaltal þann áratuginn var um 48%. Eftir árið 1990 hefur verðbólga að jafnaði verið mun minni hér á landi þó hún hafi verið mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Ef við lítum t.d. til Danmerkur, Finnlands og Írlands þá er vart hægt að bera saman verðlagsþróun þessara þriggja landa við Ísland. Á sl. 30 árum hefur verðlag tvöfaldast í þessum ríkjum en tólffaldast á Íslandi. Já – þið lásuð rétt! Þrálát verðbólgusaga hefur áhrif á lánskjör. Þó verðtryggingin hafi valdið mörgum lántakendum búsifjum á síðustu árum þá er hún ekki rót vandans. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir hafa sýnt viðleitni til að bæta lántakendum verðtryggðra lána upp kostnað síðustu ára en sú viðleitni dugir skammt. Verðbólga næstu ára mun verða fljót að hækka höfuðstól lánanna aftur. Fleiri velja nú þá leið að taka óverðtryggð lán til að verja sig gegn höfuðstólshækkunum sem verðtryggingin veldur í mikilli verðbólgu. Í staðinn verður greiðslubyrðin þyngri og sveiflur í afborgunum meiri við vaxtabreytingar. Forsætisráðherra langar til að slá heimsmet. Honum hefur enn ekki tekist það. En það er ein leið fær í þeim efnum. Hún er sú að taka upp annan gjaldmiðil, evruna sem er gjaldmiðill okkar helstu viðskiptalanda. Með því móti gæti hann lækkað greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um rúm 30 prósent! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda og kjölfar hruns bankanna, hrundi íslenska krónan. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti enda á blessuð krónan sér mjög sveiflukennda sögu. Sveiflur á verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli viðskiptalanda okkar hafa valdið óhóflegri verðbólgu hér á landi. Á 8. áratugnum var árleg verðbólga um 35 prósent sem leiddi til þess að árið 1979 voru sett lög um verðtryggingu af ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Óðaverðbólga át upp sparifé og olli miklum skorti á lánsfé. Með verðtryggingunni breyttust aðstæður, auðveldara varð að fá lán og hægt var að hefja uppbyggingu lífeyrissjóða. Á 9. áratugnum náði verðbólga nýjum hæðum og árlegt meðaltal þann áratuginn var um 48%. Eftir árið 1990 hefur verðbólga að jafnaði verið mun minni hér á landi þó hún hafi verið mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Ef við lítum t.d. til Danmerkur, Finnlands og Írlands þá er vart hægt að bera saman verðlagsþróun þessara þriggja landa við Ísland. Á sl. 30 árum hefur verðlag tvöfaldast í þessum ríkjum en tólffaldast á Íslandi. Já – þið lásuð rétt! Þrálát verðbólgusaga hefur áhrif á lánskjör. Þó verðtryggingin hafi valdið mörgum lántakendum búsifjum á síðustu árum þá er hún ekki rót vandans. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir hafa sýnt viðleitni til að bæta lántakendum verðtryggðra lána upp kostnað síðustu ára en sú viðleitni dugir skammt. Verðbólga næstu ára mun verða fljót að hækka höfuðstól lánanna aftur. Fleiri velja nú þá leið að taka óverðtryggð lán til að verja sig gegn höfuðstólshækkunum sem verðtryggingin veldur í mikilli verðbólgu. Í staðinn verður greiðslubyrðin þyngri og sveiflur í afborgunum meiri við vaxtabreytingar. Forsætisráðherra langar til að slá heimsmet. Honum hefur enn ekki tekist það. En það er ein leið fær í þeim efnum. Hún er sú að taka upp annan gjaldmiðil, evruna sem er gjaldmiðill okkar helstu viðskiptalanda. Með því móti gæti hann lækkað greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um rúm 30 prósent!
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar