Ekkert lát virðast vera á vinsældum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, en þau eru nú á tónleikaferðalagi um gjörvöll Bandaríkin. Á dögunum komu þau fram á CBC tónlistarátíðinni í Toronto.
Amy Davis, ljósmyndari hjá tónlistartímaritinu Rolling Stone, fylgdi þeim eftir á hátíðinni og tók þessar stórskemmtilegu myndir baksviðs. Á myndunum sést meðal annars íslenskur hönnunarfatnaður frá Kron by Kronkron og Jör by Guðmundur Jörundsson sem krakkarnir klæðast á sviðinu. Þá sést glitta í lagalistann sem er á íslensku.
Fleiri myndir er að finna á heimasíðu Rolling Stone.






