Paris Jackson, fimmtán ára dóttir poppstjörnunnar Michaels Jackson, var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í morgun eftir sjálfsvígstilraun. Þetta staðfesti fjölmiðlafulltrúi Jackson-fjölskyldunnar við fréttastofu BBC.
Ekki er vitað um líðan stúlkunnar og fjölmiðlafulltrúinn staðfesti ekki sögusagnir um að hún hefði tekið of stóran skammt lyfja og verið með skurði á úlnliðunum.
Paris er nokkuð virk á Twitter og sagði hún í sínu síðasta tísti: „Í gær virtust vandamálin langt að baki en nú virðist sem þau séu komin til að vera,“ en um fjögur ár eru liðin síðan faðir hennar, Michael, lést úr of stórum skammti lyfja.
Dóttir Jacksons reyndi að svipta sig lífi
