

Heimilin eru grundvöllur samfélagsins
Ríkisstjórnin hefur svikið loforðið um skjaldborg um heimilin en varið lögbrjótana með öllum tiltækum ráðum. Stjórnvöld hafa meira að segja gengið svo langt að setja lög til að hjálpa lögbrjótunum að halda þýfinu með því að brjóta ákvæði stjórnarskrár. Sem betur fer stöðvaði Hæstiréttur þá feigðarför. Fjármálastofnanirnar halda samt enn þýfinu, fjórum árum síðar og framkvæmdarvaldið grípur ekki í taumana.
Það gera sér allir grein fyrir því að ástandið er alvarlegt. Fjöldi fólks hefur verið gerður gjaldþrota og eigurnar seldar nauðungarsölu á grundvelli ólöglegra gjörninga. Enn fleiri berjast vonlítilli baráttu við óréttlátt kerfi sem er ekki sniðið að þörfum íslensku þjóðarinnar, heldur að hagsmunum einhverra allt annarra.
Það getur enginn Íslendingur verið án þaks yfir höfuðið. Matur, klæði og húsaskjól eru grundvallaratriði sem hver Íslendingur á að eiga rétt á að geta orðið sér úti um. Hvort sem er að leigja húsnæði og láta annan sjá um rekstur og viðhald eða eignast sitt eigið húsnæði og sjá sjálfur um viðhald og rekstur. Í báðum tilfellum þarf tilkostnaður að vera hæfilegur og viðráðanlegur. Þannig er það alls ekki í dag. Húsnæðislánin eru óborganleg og leiga svo há að fáir ráða við hana. Það er í gangi kerfi sem gengur út á það eitt að græða sem mest fé á íslenskum fjölskyldum á sem skemmstum tíma.
Skiptir þá engu máli hvort fjölskyldurnar verða gjaldþrota í þessu ferli og aðalatriðið er að ná af þeim sem mestu. Þetta þarf að stöðva.
Því er haldið fram að það muni kosta stórfé að leiðrétta áfallið sem íslenskar fjölskyldur urðu fyrir við hrunið. Ekkert gæti verið fjarri lagi.
Það er einfaldlega verið að fara fram á að þýfinu verði skilað og að hér verði byggt upp réttlátt samfélag. Það er ekki verið að fara fram á beinar peningagreiðslur. Það er verið að tala um að afskrifa froðufé sem er ekkert annað en vextir, margir þeirra ólöglegir.
Íslendingar þurfa að ákveða á næstu vikum hvers konar þjóðfélagi þeir vilja búa í. Hver og einn kjósandi þarf svo að kjósa það sem er honum fyrir bestu.
Skoðun

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar