Ábyrgðina til fólksins Stefán Jón Hafstein skrifar 10. maí 2013 07:00 Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig. Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.Úrlausnarefni sem bíða Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins. Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig. Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.Úrlausnarefni sem bíða Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins. Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar