Volkswagen fækkar starfsfólki Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2013 12:45 Það eru ekki bara franskir bílaframleiðendur sem þurfa að segja upp starfsfólki Skáru niður um 500 störf í Bandaríkjunum og fækkun í Evrópu blasir við. Þrátt fyrir ágætt gengi Volkswagen þarf fyrirtækið, eins og svo mörg önnur bílafyrirtæki, að skera niður í hópi starfskrafta sinna. Fyrir skömmu fækkaði Volkswagen starfsfólki í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum um 500 manns. Var það gert vegna minnkandi eftirspurnar eftir Volkswagen Passat vestanhafs. Fækkun starfa gæti einnig orðið í Evrópu á næstunni og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen hefur ljáð máls á niðurskurði starfskrafta sökum dræmrar sölu bíla í álfunni. Hann hefur þó að engu leiti beygt af leið með áform fyrirtækisins um að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018. Volkswagen ætlar til að mynda að tvöfalda framleiðslu sína í Kína á næstu fimm árum. Mun sú aukning gera betur en bæta upp þá sölutregðu sem er í Evrópu. Ennfremur ætlar Volkswagen að bæta við 1.500 sölustöðum á þeim mörkuðum sem vaxa hvað hraðast í heiminum og bætast þeir við þá 20.000 sölustaði sem fyrir eru. Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent
Skáru niður um 500 störf í Bandaríkjunum og fækkun í Evrópu blasir við. Þrátt fyrir ágætt gengi Volkswagen þarf fyrirtækið, eins og svo mörg önnur bílafyrirtæki, að skera niður í hópi starfskrafta sinna. Fyrir skömmu fækkaði Volkswagen starfsfólki í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum um 500 manns. Var það gert vegna minnkandi eftirspurnar eftir Volkswagen Passat vestanhafs. Fækkun starfa gæti einnig orðið í Evrópu á næstunni og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen hefur ljáð máls á niðurskurði starfskrafta sökum dræmrar sölu bíla í álfunni. Hann hefur þó að engu leiti beygt af leið með áform fyrirtækisins um að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018. Volkswagen ætlar til að mynda að tvöfalda framleiðslu sína í Kína á næstu fimm árum. Mun sú aukning gera betur en bæta upp þá sölutregðu sem er í Evrópu. Ennfremur ætlar Volkswagen að bæta við 1.500 sölustöðum á þeim mörkuðum sem vaxa hvað hraðast í heiminum og bætast þeir við þá 20.000 sölustaði sem fyrir eru.
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent