…virðingu fyrir manngildi… Sturla Kristjánsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Í umræðum um skólamál bregður oft fyrir hugtakinu skólastefna. Hvað er eiginlega skólastefna? Er stefna í skólamálum viðhorf eða skoðun á því hver séu innstu rök uppeldis- og fræðslumála? Er skólastefna spurningin um fjármögnun og forgangsröðun verkefna þegar kemur að byggingum og búnaði? Eða er skólastefna spurningin um menntun og kjaramál kennara? Þá má einnig spyrja hvort samkomulag geti ríkt um framkvæmdir og leiðir skólastefnu, sem ekki tekur skýrt á forsendum og markmiðum? Hvað segja stjórnarskráin og grunnskólalögin um skyldur framkvæmdavaldsins við börn og unglinga, skólastefnu lýðveldisins? Í 76. grein stjórnarskrárinnar segir m.a.: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi,“ og ennfremur: „Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Í markmiðsgrein grunnskólalaga segir m.a.: „Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskólinn leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.“ Mér sýnist skólastefna stjórnarskrárinnar og grunnskólalaganna ágætlega skýr, en framkvæmd grunnskólalaganna aðeins í hóflegu samræmi við þá ágætu stefnu. Draumsýn þessara lagatexta virðist enn töluvert undan veruleika daglegs skólastarfs. Fyrirheitin, sem birtust í vísindahyggju grunnskólalaga nr. 63/1974, urðu að engu með lagabreytingunum um og eftir 1990. Ætla má að ákveðið stefnuleysi í skipulagi sérfræðiþjónustu grunnskólanna valdi miklu um það hve fyrirheit og framkvæmd virðast hafa fjarlægst hvort annað.Grundvallað á misskilningi? Skólinn, sem við flytjum inn frá öðrum þjóðum, er hannaður til þess að gæta barna, eyða ólæsi og sameina þjóðarbrot. Sú samfélagsmynd sem skóp verkfærið var órafjarri íslenskum veruleika og því vandséð að þess væri hér þörf. Við stofnum til skólahalds að erlendri fyrirmynd, með verkfæri til þess ætluðu að leysa vanda sem ekki var til á Íslandi. Má þá segja að íslenskt skyldunám sé grundvallað á misskilningi? Skyldunámi er ætlað að annast grunnmenntun þegnanna Grunnmenntun opnar aðgengi að uppruna og menningu, fortíð og sögu. Grunnmenntun er uppeldisleg menntun og mótun fyrir lífið. Þetta hlutverk rækti íslenskt samfélag um aldir – án barnaskóla. Hvert varð þá hlutverk íslenska skyldunámsins? Annaðist íslenski skólinn þá í raun einhvers konar framhaldsmenntun? Mótaðist viðfangsefni skólans af tíðarandanum; atvinnuþróun, verkmenningu og auknum tengslum og samskiptum við aðrar þjóðir? Opnaði skólamenntunin aðgengi að áður óþekktum störfum? Er hér að finna meginskýringuna á því að íslenska skólakerfið hefur aldrei viðurkennt eðlismun á grunnmenntun og framhaldsmenntun? Nú virðist gengið út frá því að aðeins sé stigsmunur á störfum grunnskóla og framhaldsskóla en það er eðlismunur á grunnmenntun og framhaldsmenntun, menntun fyrir lífið og menntun fyrir tiltekin störf. Nauðsynlegt er að viðurkenna og virða þennan eðlismun við skipan og þróun beggja skólastiga til þess að ná sem bestum árangri í uppeldis– og menntamálum þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um skólamál bregður oft fyrir hugtakinu skólastefna. Hvað er eiginlega skólastefna? Er stefna í skólamálum viðhorf eða skoðun á því hver séu innstu rök uppeldis- og fræðslumála? Er skólastefna spurningin um fjármögnun og forgangsröðun verkefna þegar kemur að byggingum og búnaði? Eða er skólastefna spurningin um menntun og kjaramál kennara? Þá má einnig spyrja hvort samkomulag geti ríkt um framkvæmdir og leiðir skólastefnu, sem ekki tekur skýrt á forsendum og markmiðum? Hvað segja stjórnarskráin og grunnskólalögin um skyldur framkvæmdavaldsins við börn og unglinga, skólastefnu lýðveldisins? Í 76. grein stjórnarskrárinnar segir m.a.: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi,“ og ennfremur: „Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Í markmiðsgrein grunnskólalaga segir m.a.: „Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskólinn leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.“ Mér sýnist skólastefna stjórnarskrárinnar og grunnskólalaganna ágætlega skýr, en framkvæmd grunnskólalaganna aðeins í hóflegu samræmi við þá ágætu stefnu. Draumsýn þessara lagatexta virðist enn töluvert undan veruleika daglegs skólastarfs. Fyrirheitin, sem birtust í vísindahyggju grunnskólalaga nr. 63/1974, urðu að engu með lagabreytingunum um og eftir 1990. Ætla má að ákveðið stefnuleysi í skipulagi sérfræðiþjónustu grunnskólanna valdi miklu um það hve fyrirheit og framkvæmd virðast hafa fjarlægst hvort annað.Grundvallað á misskilningi? Skólinn, sem við flytjum inn frá öðrum þjóðum, er hannaður til þess að gæta barna, eyða ólæsi og sameina þjóðarbrot. Sú samfélagsmynd sem skóp verkfærið var órafjarri íslenskum veruleika og því vandséð að þess væri hér þörf. Við stofnum til skólahalds að erlendri fyrirmynd, með verkfæri til þess ætluðu að leysa vanda sem ekki var til á Íslandi. Má þá segja að íslenskt skyldunám sé grundvallað á misskilningi? Skyldunámi er ætlað að annast grunnmenntun þegnanna Grunnmenntun opnar aðgengi að uppruna og menningu, fortíð og sögu. Grunnmenntun er uppeldisleg menntun og mótun fyrir lífið. Þetta hlutverk rækti íslenskt samfélag um aldir – án barnaskóla. Hvert varð þá hlutverk íslenska skyldunámsins? Annaðist íslenski skólinn þá í raun einhvers konar framhaldsmenntun? Mótaðist viðfangsefni skólans af tíðarandanum; atvinnuþróun, verkmenningu og auknum tengslum og samskiptum við aðrar þjóðir? Opnaði skólamenntunin aðgengi að áður óþekktum störfum? Er hér að finna meginskýringuna á því að íslenska skólakerfið hefur aldrei viðurkennt eðlismun á grunnmenntun og framhaldsmenntun? Nú virðist gengið út frá því að aðeins sé stigsmunur á störfum grunnskóla og framhaldsskóla en það er eðlismunur á grunnmenntun og framhaldsmenntun, menntun fyrir lífið og menntun fyrir tiltekin störf. Nauðsynlegt er að viðurkenna og virða þennan eðlismun við skipan og þróun beggja skólastiga til þess að ná sem bestum árangri í uppeldis– og menntamálum þjóðarinnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar