Hverju hefur jákvæður lífsstíll Íslendinga áorkað? Gunnar Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Með hliðsjón af umræðunni um breyttan lífsstíl, sérstaklega breytt mataræði, er vert að halda á lofti hvað áunnist hefur í baráttunni gegn kransæðasjúkdómum á Íslandi síðastliðinn aldarfjórðung, að mestu leyti vegna jákvæðari lífsstíls. Kransæðasjúkdómur var algengasta dánarorsök miðaldra fólks á Íslandi seinni hluta síðustu aldar og vissulega eru hjarta- og æðasjúkdómar enn ein aðaldánarorsök Íslendinga, en í mun minni mæli en áður og koma nú að jafnaði fram síðar á ævinni. Um þetta höfum við upplýsingar frá dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og kransæðaskráningu fyrir allt Ísland sem Hjartavernd hefur annast síðan árið 1980. Þessar skýrslur sýna að dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóms hefur fækkað um 80% meðal 75 ára og yngri á tímabilinu 1981-2006. Þannig deyja 300 færri Íslendingar árlega í þessum aldurshópi af þessum sökum en fyrir aldarfjórðungi. Kransæðaskráning Hjartaverndar sýnir að um það bil 500 færri einstaklingar fá kransæðastíflu árlega en fyrir aldarfjórðungi ef tíðnin hefði haldist óbreytt. Þetta vekur upp spurninguna; Hve stóran hluta af þessum lækkunum má rekja til þróunar á eftirtöldum sviðum síðastliðinn aldarfjórðung? Áhættuþátta kransæðasjúkdóms meðal þjóðarinnar Betri lyfjameðferðar Meðferðar kransæðastíflu á sjúkrahúsunum. Vísindafólk Hjartaverndar hefur reynt að svara þessari spurningu út frá víðtækum upplýsingum, sem safnað hefur verið með áratuga mælingum á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma í Hóprannsókn Hjartaverndar, en einnig upplýsingum frá hjartadeildum spítalanna- og erlendum lyfjarannsóknum. Um þetta má lesa nánar í netútgáfu Plos One nóvember 2010. Í samantekt sýnir þetta uppgjör að þrír fjórðu hlutar þessarar lækkunar á tíðni kransæðasjúkdóms og dauðsfalla af hans völdum megi rekja til breytinga á áhættuþáttum kransæðasjúkdóms sem orðið hafa meðal Íslendinga á þessu tímabili. Þannig minnkuðu reykingar um helming, sem skýrir um það bil fimmtung fækkunar kransæðatilfella, blóðþrýstingur lækkaði um 5 mmHg sem einnig skýrir um fimmtung lækkunarinnar, líkamshreyfing í frístundum jókst verulega, sem einnig hafði jákvæð áhrif (5%), en vaxandi líkamsþyngd og samfara henni tvöföldun á tíðni tegundar II af sykursýki hafði hins vegar neikvæð áhrif sem nam 10%. Lækkun á kólesteróli Það sem hafði hins vegar mestu áhrifin var lækkun á heildargildi kólesteróls í blóði Íslendinga á þessu tímabili, sem nam tæpu 1 mmol/L eða um það bil 15% hjá báðum kynjum. Þessi lækkun á þéttni kólesteróls skýrði rúmlega 30% af heildarfækkun kransæðastíflutilfella og dauðsfalla af hennar völdum á þessu tímabili eða meira en þau 25% sem skýrðust af inngripi lyfja og meðferðar á sjúkrahúsunum. Þessa lækkun á kólesteróli meðal Íslendinga, í öllum aldurshópum fullorðinna samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar, má skýra með minni neyslu á smjöri og hörðu smjörlíki, feitu kjöti, heilmjólk og feitum mjólkurafurðum en aukinni notkun jurtaolíu við matargerð. Þetta hefur leitt til minni fituneyslu í heild sinni, en það sem skiptir þó meira máli, minni neyslu á mettaðri (dýra)fitu, frá því að vera meira en 20% af heildarorkunni í minna en 15% auk þess sem neysla transfitu minnkaði á þessu tímabili úr 2,0% í 1,4%. Þessi æskilegi árangur hefur náðst meðal annars vegna ráðlegginga heilbrigðisyfirvalda og breyttrar áherslu matvælaiðnaðarins til að mæta kröfum neytenda. Mér þykir vert að minna á þetta í umræðunni um breytingar á lífsstíl þessa dagana. Allir eru vissulega sammála um óæskileg áhrif viðbætts sykurs í matvæli og gosdrykkja í baráttunni gegn vaxandi offitu og sykursýki, sem áður var minnst á. En áður en ávextir og grænmeti eru skorin við trog og í staðinn ráðlagt feitt kjöt og beikon sem lífsstíll er vert að hafa í huga hvað reynslan hefur kennt okkur hér á Íslandi síðastliðinn aldarfjórðung. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Með hliðsjón af umræðunni um breyttan lífsstíl, sérstaklega breytt mataræði, er vert að halda á lofti hvað áunnist hefur í baráttunni gegn kransæðasjúkdómum á Íslandi síðastliðinn aldarfjórðung, að mestu leyti vegna jákvæðari lífsstíls. Kransæðasjúkdómur var algengasta dánarorsök miðaldra fólks á Íslandi seinni hluta síðustu aldar og vissulega eru hjarta- og æðasjúkdómar enn ein aðaldánarorsök Íslendinga, en í mun minni mæli en áður og koma nú að jafnaði fram síðar á ævinni. Um þetta höfum við upplýsingar frá dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og kransæðaskráningu fyrir allt Ísland sem Hjartavernd hefur annast síðan árið 1980. Þessar skýrslur sýna að dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóms hefur fækkað um 80% meðal 75 ára og yngri á tímabilinu 1981-2006. Þannig deyja 300 færri Íslendingar árlega í þessum aldurshópi af þessum sökum en fyrir aldarfjórðungi. Kransæðaskráning Hjartaverndar sýnir að um það bil 500 færri einstaklingar fá kransæðastíflu árlega en fyrir aldarfjórðungi ef tíðnin hefði haldist óbreytt. Þetta vekur upp spurninguna; Hve stóran hluta af þessum lækkunum má rekja til þróunar á eftirtöldum sviðum síðastliðinn aldarfjórðung? Áhættuþátta kransæðasjúkdóms meðal þjóðarinnar Betri lyfjameðferðar Meðferðar kransæðastíflu á sjúkrahúsunum. Vísindafólk Hjartaverndar hefur reynt að svara þessari spurningu út frá víðtækum upplýsingum, sem safnað hefur verið með áratuga mælingum á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma í Hóprannsókn Hjartaverndar, en einnig upplýsingum frá hjartadeildum spítalanna- og erlendum lyfjarannsóknum. Um þetta má lesa nánar í netútgáfu Plos One nóvember 2010. Í samantekt sýnir þetta uppgjör að þrír fjórðu hlutar þessarar lækkunar á tíðni kransæðasjúkdóms og dauðsfalla af hans völdum megi rekja til breytinga á áhættuþáttum kransæðasjúkdóms sem orðið hafa meðal Íslendinga á þessu tímabili. Þannig minnkuðu reykingar um helming, sem skýrir um það bil fimmtung fækkunar kransæðatilfella, blóðþrýstingur lækkaði um 5 mmHg sem einnig skýrir um fimmtung lækkunarinnar, líkamshreyfing í frístundum jókst verulega, sem einnig hafði jákvæð áhrif (5%), en vaxandi líkamsþyngd og samfara henni tvöföldun á tíðni tegundar II af sykursýki hafði hins vegar neikvæð áhrif sem nam 10%. Lækkun á kólesteróli Það sem hafði hins vegar mestu áhrifin var lækkun á heildargildi kólesteróls í blóði Íslendinga á þessu tímabili, sem nam tæpu 1 mmol/L eða um það bil 15% hjá báðum kynjum. Þessi lækkun á þéttni kólesteróls skýrði rúmlega 30% af heildarfækkun kransæðastíflutilfella og dauðsfalla af hennar völdum á þessu tímabili eða meira en þau 25% sem skýrðust af inngripi lyfja og meðferðar á sjúkrahúsunum. Þessa lækkun á kólesteróli meðal Íslendinga, í öllum aldurshópum fullorðinna samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar, má skýra með minni neyslu á smjöri og hörðu smjörlíki, feitu kjöti, heilmjólk og feitum mjólkurafurðum en aukinni notkun jurtaolíu við matargerð. Þetta hefur leitt til minni fituneyslu í heild sinni, en það sem skiptir þó meira máli, minni neyslu á mettaðri (dýra)fitu, frá því að vera meira en 20% af heildarorkunni í minna en 15% auk þess sem neysla transfitu minnkaði á þessu tímabili úr 2,0% í 1,4%. Þessi æskilegi árangur hefur náðst meðal annars vegna ráðlegginga heilbrigðisyfirvalda og breyttrar áherslu matvælaiðnaðarins til að mæta kröfum neytenda. Mér þykir vert að minna á þetta í umræðunni um breytingar á lífsstíl þessa dagana. Allir eru vissulega sammála um óæskileg áhrif viðbætts sykurs í matvæli og gosdrykkja í baráttunni gegn vaxandi offitu og sykursýki, sem áður var minnst á. En áður en ávextir og grænmeti eru skorin við trog og í staðinn ráðlagt feitt kjöt og beikon sem lífsstíll er vert að hafa í huga hvað reynslan hefur kennt okkur hér á Íslandi síðastliðinn aldarfjórðung.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun