Innlent

Engir flugeldar við brennurnar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Flugeldar eru óheimilir um nætur nema á nýársnótt.
Flugeldar eru óheimilir um nætur nema á nýársnótt. Mynd/Anton
Lögreglan minnir á reglur um notkun skotelda í tilkynningu en þar kemur fram að þeir eru aðeins leyfðir á tímabilinu frá 28. desember til 6. janúar.

Meðferð þeirra er þó alltaf bönnuð frá miðnætti til klukkan níu um morgun, að undanskilinni nýársnótt.

Við brennu og í næsta nágrenni hennar er öll meðferð flugelda og annarra skotelda bönnuð. Þar er aðeins leyfilegt að nota stjörnuljós og blys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×