Kvennalið KR hefur fengið liðsstyrk úr vesturátt. Ebone Henry, 22 ára gamall bandarískur leikmaður, mun leika með þeim röndóttu í vetur.
Henry hefur undanfarin fjögur ár spilað með Albany háskólanum í New York fylki. Þar setti hún stigamet og stal næst flestum boltum í sögu kvennaliðs skólans. Þá var hún í fjórða sæti yfir flest fráköst. Þrjú seinustu árin var hún valin í úrvalslið deildarinnar.
KR fær Valskonur í heimsókn annað kvöld og mætir svo Hamar í Hveragerði annan miðvikudag.
KR-ingar komnir með nýjan Kana
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
