Óskalisti fyrir fjölmiðil í almannaþágu Gauti Sigþórsson skrifar 30. desember 2013 07:00 Nú er vendipunktur í sögu Ríkisútvarpsins. Stofnunin stendur frammi fyrir skertum fjárhag og trúnaðarbresti gagnvart yfirstjórninni í kjölfar stórfelldra uppsagna. Samt nýtur RÚV trausts almennings, og ef marka má viðbrögðin við niðurskurðinum er mikill vilji til þess að viðhalda fjölmiðli í almannaþágu. Við borgararnir sem eigum stofnunina þurfum að gera upp við okkur hvaða hlutverkum Ríkisútvarpið getur gegnt og á að gegna í framtíðinni. RÚV er á vissan hátt stærsta fræðslustofnun landsins. Hún þarf að tengjast skólum landsins á markvissari hátt, bæði með því að bjóða upp á efni sem nýtist skólunum, sem og að efla aðgengi að upptökusafninu. Þar að auki væri bein þátttaka í kennslu og þjálfun augljós hagsbót fyrir menntun í landinu. Íslenskir háskólanemar læra tónlist, skapandi skrif, ritstjórn, þýðingar og framleiðslu mynd- og hljóðefnis. Hví ekki að tengja það við Efstaleitið? Þjóðmenningarhlutverkið er þessu nátengt. Það er okkar val hvort við höldum íslensku fram sem lifandi tungumáli, gjaldgengu í daglegu tali í samtímanum. Lítil tungumál þurfa sterkar fyrirmyndir sem knýja fram nýjungar og breytingar, gegnum sjónrænt efni, bókmenntir, tónlist eða leiklist. Þjóðmenningin er víða – hún er á Bylgjunni, Stöð 2 og líka á Facebook. RÚV er ekki eitt um að rækta hana, en hlutverk þess er að sinna því sem aðrir miðlar hafa ekki svigrúm til.Meiri burðarstólpi Upplýsinga- og öryggishlutverk RÚV er óumdeilanlegt. Þar með er ekki gefið að sjálfur fréttaflutningurinn þurfi ekki að breytast í takt við tímann. Sú tíð er liðin að áhorfendur kveiktu á sjónvarpsfréttum án þess að vita fyrirfram hvað væri í fréttum. Hlutfall fréttaflutnings á móti fréttaskýringum er til dæmis að breytast í sjónvarpi og útvarpi, þar sem kvöldfréttatímar eru síður líklegir til þess að flytja nýjar fréttir, en eru þeim mun hæfari til þess að skýra þær og gera grein fyrir samhengi atburðanna. Vefur RÚV er notaður til dreifingar, en tækifærin sem skapast við breiðbandsvæðinguna og almenna notkun félagsmiðla í samfélaginu hafa verið vannýtt. Einstakar undantekningar má nefna, en það skortir dæmi um að RÚV hafi ræktað tengsl við almenning með þessum hætti. Félagsmiðlar eru ekki bara til þess að dreifa efni, heldur eru þeir gagnvirkur vettvangur þar sem fleiri gætu tekið þátt í dagskrá og umræðum. Að lokum óska ég þess að RÚV verði meiri burðarstólpi meðal skapandi greina á Íslandi. Almannafjölmiðill á að vera gróðrarstöð fyrir hæfileikafólk og hugmyndir sem einkaaðilar hafa ekki bolmagn til að rækta. Þessu hlutverki verður að sinna betur. Árið 2011-12 keypti RÚV efni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir einungis 332 milljónir, rúm 8% af þeim tæplega 4 milljörðum sem fóru í dagskrár- og framleiðslukostnað. Aukin aðföng RÚV frá sjálfstæðum framleiðendum um allt land gætu reynst vítamínsprauta fyrir lítil fyrirtæki. Þannig getur RÚV þjónað landsmönnum öllum, líka samkeppnisaðilum á fjölmiðlamarkaði. Það er merki um gott samspil við einkarekna fjölmiðla þegar þeir njóta góðs af því að hafa sterkan fjölmiðil í almannaþjónustu sér við hlið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú er vendipunktur í sögu Ríkisútvarpsins. Stofnunin stendur frammi fyrir skertum fjárhag og trúnaðarbresti gagnvart yfirstjórninni í kjölfar stórfelldra uppsagna. Samt nýtur RÚV trausts almennings, og ef marka má viðbrögðin við niðurskurðinum er mikill vilji til þess að viðhalda fjölmiðli í almannaþágu. Við borgararnir sem eigum stofnunina þurfum að gera upp við okkur hvaða hlutverkum Ríkisútvarpið getur gegnt og á að gegna í framtíðinni. RÚV er á vissan hátt stærsta fræðslustofnun landsins. Hún þarf að tengjast skólum landsins á markvissari hátt, bæði með því að bjóða upp á efni sem nýtist skólunum, sem og að efla aðgengi að upptökusafninu. Þar að auki væri bein þátttaka í kennslu og þjálfun augljós hagsbót fyrir menntun í landinu. Íslenskir háskólanemar læra tónlist, skapandi skrif, ritstjórn, þýðingar og framleiðslu mynd- og hljóðefnis. Hví ekki að tengja það við Efstaleitið? Þjóðmenningarhlutverkið er þessu nátengt. Það er okkar val hvort við höldum íslensku fram sem lifandi tungumáli, gjaldgengu í daglegu tali í samtímanum. Lítil tungumál þurfa sterkar fyrirmyndir sem knýja fram nýjungar og breytingar, gegnum sjónrænt efni, bókmenntir, tónlist eða leiklist. Þjóðmenningin er víða – hún er á Bylgjunni, Stöð 2 og líka á Facebook. RÚV er ekki eitt um að rækta hana, en hlutverk þess er að sinna því sem aðrir miðlar hafa ekki svigrúm til.Meiri burðarstólpi Upplýsinga- og öryggishlutverk RÚV er óumdeilanlegt. Þar með er ekki gefið að sjálfur fréttaflutningurinn þurfi ekki að breytast í takt við tímann. Sú tíð er liðin að áhorfendur kveiktu á sjónvarpsfréttum án þess að vita fyrirfram hvað væri í fréttum. Hlutfall fréttaflutnings á móti fréttaskýringum er til dæmis að breytast í sjónvarpi og útvarpi, þar sem kvöldfréttatímar eru síður líklegir til þess að flytja nýjar fréttir, en eru þeim mun hæfari til þess að skýra þær og gera grein fyrir samhengi atburðanna. Vefur RÚV er notaður til dreifingar, en tækifærin sem skapast við breiðbandsvæðinguna og almenna notkun félagsmiðla í samfélaginu hafa verið vannýtt. Einstakar undantekningar má nefna, en það skortir dæmi um að RÚV hafi ræktað tengsl við almenning með þessum hætti. Félagsmiðlar eru ekki bara til þess að dreifa efni, heldur eru þeir gagnvirkur vettvangur þar sem fleiri gætu tekið þátt í dagskrá og umræðum. Að lokum óska ég þess að RÚV verði meiri burðarstólpi meðal skapandi greina á Íslandi. Almannafjölmiðill á að vera gróðrarstöð fyrir hæfileikafólk og hugmyndir sem einkaaðilar hafa ekki bolmagn til að rækta. Þessu hlutverki verður að sinna betur. Árið 2011-12 keypti RÚV efni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir einungis 332 milljónir, rúm 8% af þeim tæplega 4 milljörðum sem fóru í dagskrár- og framleiðslukostnað. Aukin aðföng RÚV frá sjálfstæðum framleiðendum um allt land gætu reynst vítamínsprauta fyrir lítil fyrirtæki. Þannig getur RÚV þjónað landsmönnum öllum, líka samkeppnisaðilum á fjölmiðlamarkaði. Það er merki um gott samspil við einkarekna fjölmiðla þegar þeir njóta góðs af því að hafa sterkan fjölmiðil í almannaþjónustu sér við hlið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar