Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri réðst á konu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lögreglan hafði afskipti af tveimur skemmtistöðum.
Lögreglan hafði afskipti af tveimur skemmtistöðum. Mynd/Haraldur Jónasson
Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar. Árásin átti sér stað í heimahúsi í gærmorgun þar sem karlmaður á fimmtugsaldri réðst á konu á fertugsaldri með þeim afleiðingum að konan fékk áverka á hálsi. Bæði voru þau gestkomandi í húsinu.

Maðurinn var handtekinn og gisti fangageymslur en skýrslur voru teknar af honum þegar víman rann af honum sem og af konunni sem varð fyrir árásinni og vitnum. Málið telst upplýst að mestu.

Þá hafði lögreglan afskipti af tveimur skemmtistöðum þar sem gestir annars staðarins voru að reykja inni á staðnum en í hinu tilvikinu var dyravörður að störfum sem ekki hafði tilskilin réttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×