
Er sumarið gleðitími fyrir alla?
Hjá þeim fjölskyldum sem standa höllum fæti getur þessi tími valdið kvíða. Er hægt að verða við óskum barna sem svo gjarnan vilja upplifa skemmtilega hluti með vinum og fjölskyldu? Ósk um sumarbúðir, hjól, hestanámskeið eða annað sem vinirnir eru að gera, getur verið ókleifur múr fyrir margar fjölskyldur. Hvað þá að geta gert eitthvað saman sem fjölskylda, hvort sem það er að fara í útilegu eða í sumarbústað. Sumarið getur því verið erfiður tími hjá þeim sem búa við fátækt. Oft er eina lausnin að börnin fái að fara eða gera eitthvað en staðan leyfir ekki að fjölskyldan í heild upplifi nýja hluti. Augljóst er að börn og foreldar sem búa við slíkar aðstæður búa ekki við sömu lífsgæði og aðrar fjölskyldur landsins.
Hvað gerum við þá?
Hjálparstarf kirkjunnar hefur undanfarin ár í samstarfi við Velferðarsjóð barna aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að verða við óskum barna sinna. Væntingarnar eru margvíslegar, oft í takt við hvað vinir barnanna eru að gera; fara í sumarbúðir, fara á línuskauta eða á siglinganámskeið. Við höfum valið að hlusta á óskir hvers barns og fjölskyldu þess í stað þess að kaupa t.d. sumarbúðir fyrir alla. Það er mikilvægt fyrir börn og unglinga að geta verið með vinum og deilt upplifunum með þeim, jákvæð sameiginleg upplifun lifir lengi og styrkir félagsauð hvers barns. Við vildum gjarnan geta gert meira í að styðja fjölskylduna í að gera hluti saman, t.d. með því að fara í útilegu eða sumarbústaðaferð, en til þess þarf aukið fjármagn. Fjármagn sem er vel varið og skilar góðum arði OG gleðilegu sumri fyrir fleiri. Ert þú aflögufær? Þá getur þú greitt valgreiðslu í heimabankanum þínum eða haft samband við Hjálparstarfið.
Skoðun

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar