Brottfall, þunganir og kynferðislegt ofbeldi Guðrún H. Sederholm skrifar 7. maí 2013 07:00 Á síðustu tveimur mánuðum, mars og apríl, hefur Fréttablaðið fjallað um ofangreinda málaflokka út frá skýrslum UNICEF, upplýsingum frá OECD og fyrirlestri Ceciliu Beckenridge, prófessors við Brunel-háskóla, sem hún hélt hér á landi í apríl. Sjálf skrifaði ég grein sem birtist í sama blaði, 22.mars sl., um barnavernd og mikilvægi þess að við skóla landsins störfuðu félagsráðgjafar til þess að greina vanda nemenda á réttan hátt. Sigríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi í Háteigsskóla, skrifaði grein sem birtist á kosningadaginn um svipaðar áherslur. Ég er mjög ánægð með hlut Fréttablaðsins hvað varðar birtingu þessara mikilvægu upplýsinga sem varða þjóðina alla. Fram að þessu hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir slíkar upplýsingar en nú vona ég að nemendur fái að njóta með því að félagsráðgjafar verði ráðnir að grunn-og framhaldsskólum í landinu til þess að stuðla að aukinni heilsuvernd og barnavernd sem felur í sér fyrirbyggjandi þætti og eykur líkur á að málum nemenda sé beint í réttari farveg en fram að þessu hefur verið gert og upplýsingar gefa til kynna, með fullri virðingu fyrir öðrum fagstéttum sem starfa í skólum.Brottfallsdyrnar Við getum ekki leyft okkur sem þjóð að varpa stórum hópum nemenda út um brottfallsdyrnar, skellt skollaeyrum við andlegri vanlíða þeirra eða látið eins og allt sé þetta vegna þess að þeir virði ekki mikilvægi bóknáms. Samkvæmt skýrslu UNICEF verða fleiri unglingsstúlkur þungaðar hér á landi en í flestum öðrum V-Evrópuríkjum og sama skýrsla bendir einnig á mikið brottfall úr framhaldsskólum hér á landi. Upplýsingar frá OECD benda til þess að brottfall úr framhaldsskólum hafi aukist hér á síðustu árum. Margir skólastjórnendur eru áhyggjufullir yfir þessar þróun meðan aðrir leyfa sér að halda upplýsingum um ástæður brottfalls frá almenningi. Brottfallið er hér hærra en á öðrum Norðurlöndum. Cecilia Beckenridge prófessor flutti fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi í íþróttum í HÍ í apríl sl. og að hennar mati stendur Ísland langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis. Hún er sérfróð um forvarnir sem lúta að málaflokknum. Að hennar sögn er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. Hættan sé sú að horft sé fram hjá vandanum.Horft fram hjá vanda Þá erum við komin að kjarnanum; íslenska þjóðin hefur kosið að horfa fram hjá vanda sem tengist persónulegum erfiðleikum nemenda og kosið að beina sjónum frekar að námstengdum vanda þeirra og þar með að skella skuldinni á þá sjálfa. Rétt greining á vanda nemenda í upphafi skiptir sköpum fyrir velgengni þeirra. Brottfall á sér margar ástæður sem þarf að bregðast við og upplýsingar eru til um. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla eru fyrirliggjandi en þeim þarf að breyta til að mæta þjónustuþörf nemenda eins og ég hef bent á, síðastliðinn aldarfjórðung. Ég er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW-félagsráðgjafi með sérfræðileyfi frá heilbrigðisráðuneytinu til að stafa sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi. Þegar kemur að persónulegum vanda nemenda, er það reynsla mín, að aðferðir félagsráðgjafar dugi best og séu líklegastar til að mæta nemandanum þar sem hann er staddur, hvort sem það er vegna andlega veikinda, þungana eða kynferðislegs ofbeldis sem vitað er að stuðlar að brottfalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Á síðustu tveimur mánuðum, mars og apríl, hefur Fréttablaðið fjallað um ofangreinda málaflokka út frá skýrslum UNICEF, upplýsingum frá OECD og fyrirlestri Ceciliu Beckenridge, prófessors við Brunel-háskóla, sem hún hélt hér á landi í apríl. Sjálf skrifaði ég grein sem birtist í sama blaði, 22.mars sl., um barnavernd og mikilvægi þess að við skóla landsins störfuðu félagsráðgjafar til þess að greina vanda nemenda á réttan hátt. Sigríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi í Háteigsskóla, skrifaði grein sem birtist á kosningadaginn um svipaðar áherslur. Ég er mjög ánægð með hlut Fréttablaðsins hvað varðar birtingu þessara mikilvægu upplýsinga sem varða þjóðina alla. Fram að þessu hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir slíkar upplýsingar en nú vona ég að nemendur fái að njóta með því að félagsráðgjafar verði ráðnir að grunn-og framhaldsskólum í landinu til þess að stuðla að aukinni heilsuvernd og barnavernd sem felur í sér fyrirbyggjandi þætti og eykur líkur á að málum nemenda sé beint í réttari farveg en fram að þessu hefur verið gert og upplýsingar gefa til kynna, með fullri virðingu fyrir öðrum fagstéttum sem starfa í skólum.Brottfallsdyrnar Við getum ekki leyft okkur sem þjóð að varpa stórum hópum nemenda út um brottfallsdyrnar, skellt skollaeyrum við andlegri vanlíða þeirra eða látið eins og allt sé þetta vegna þess að þeir virði ekki mikilvægi bóknáms. Samkvæmt skýrslu UNICEF verða fleiri unglingsstúlkur þungaðar hér á landi en í flestum öðrum V-Evrópuríkjum og sama skýrsla bendir einnig á mikið brottfall úr framhaldsskólum hér á landi. Upplýsingar frá OECD benda til þess að brottfall úr framhaldsskólum hafi aukist hér á síðustu árum. Margir skólastjórnendur eru áhyggjufullir yfir þessar þróun meðan aðrir leyfa sér að halda upplýsingum um ástæður brottfalls frá almenningi. Brottfallið er hér hærra en á öðrum Norðurlöndum. Cecilia Beckenridge prófessor flutti fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi í íþróttum í HÍ í apríl sl. og að hennar mati stendur Ísland langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis. Hún er sérfróð um forvarnir sem lúta að málaflokknum. Að hennar sögn er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. Hættan sé sú að horft sé fram hjá vandanum.Horft fram hjá vanda Þá erum við komin að kjarnanum; íslenska þjóðin hefur kosið að horfa fram hjá vanda sem tengist persónulegum erfiðleikum nemenda og kosið að beina sjónum frekar að námstengdum vanda þeirra og þar með að skella skuldinni á þá sjálfa. Rétt greining á vanda nemenda í upphafi skiptir sköpum fyrir velgengni þeirra. Brottfall á sér margar ástæður sem þarf að bregðast við og upplýsingar eru til um. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla eru fyrirliggjandi en þeim þarf að breyta til að mæta þjónustuþörf nemenda eins og ég hef bent á, síðastliðinn aldarfjórðung. Ég er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW-félagsráðgjafi með sérfræðileyfi frá heilbrigðisráðuneytinu til að stafa sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi. Þegar kemur að persónulegum vanda nemenda, er það reynsla mín, að aðferðir félagsráðgjafar dugi best og séu líklegastar til að mæta nemandanum þar sem hann er staddur, hvort sem það er vegna andlega veikinda, þungana eða kynferðislegs ofbeldis sem vitað er að stuðlar að brottfalli.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun