Um forsetann og veiðigjaldið Valgerður Bjarnadóttir skrifar 11. júlí 2013 06:00 Ekki kom ákvörðun forsetans um veiðigjöldin á óvart. Forsetinn er ekkert ólíkindatól, hann er sjálfum sér samkvæmur um að gera það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Blaðamannafundur forsetans kom hins vegar nokkuð á óvart. Hingað til hefur mér fundist forsetinn gæta þess að tala ekki niður til fólksins í landinu, þó hann hafi á stundum talað niður til stjórnvalda og löggjafans. Nú lýsti hann undrun sinni á því að einhverjum hefði dottið í hug að hann mundi ekki staðfesta lögin. Það var ekki nokkur ástæða til að ætla það, samt tók hann á móti þeim sem stóðu að undirskriftasöfnunni á Bessastöðum, þó hann hefði alveg getað látið þá skila undirskriftunum á skrifstofuna. Svona er nú forsetinn alþýðlegur, mátti á honum skilja. Forsetinn er fyrrverandi fjármálaráðherra, sagð´ann og fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði svo hann veit hvað hann er að gera. Ég er nú ekki alveg viss um að það sé vottorð upp á óskeikulleik að hafa gegnt hvoru tveggja virðulegum embættum, en látum það liggja á milli hluta. Ummæli forsetans við forsvarsmenn undirskriftasöfnunnar um að ekki hafi verið hávær mótmæli við lækkun veiðigjaldsins eru mér umhugsunarefni. Í sama anda voru ummælin á blaðamannafundinum um stuttan ræðutíma um málið í þinginu. Er forsetinn að mæla bót þeirri stjórnmálamenningu sem ríkti hér á síðasta kjörtímabili? Stjórnarandstaðan beitti málþófi í flestum málum, ekki bara í Icesave og stjórnarskrármálinu. Það jók ekki virðingu Alþingis. Í einu orðinu tala forsetinn og ríkjandi stjórnvöld um víðtæka sátt og hinu orðinu er ekki nógu mikill hamagangur í andmælum. Vissulega breytir veiðigjaldið ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu, til þess þarf róttækari aðgerðir. Með veiðileyfagjaldinu fær eigandi auðlindarinnar, þjóðin, þó brot af arðinum af hagnýtingu hennar. Um og yfir 70 % þjóðarinnar er á móti lækkun veiðigjaldsins og kvótakerfinu eins og það er útfært. Í orðaforða forsetans og hinna nýju valdhafa er „víðtæk sátt“ að 70 % þjóðarinnar láti í minni pokann fyrir skoðunum forsetans og sérhagsmunaafla innan Sjálfstæðis- og Framskóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Ekki kom ákvörðun forsetans um veiðigjöldin á óvart. Forsetinn er ekkert ólíkindatól, hann er sjálfum sér samkvæmur um að gera það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Blaðamannafundur forsetans kom hins vegar nokkuð á óvart. Hingað til hefur mér fundist forsetinn gæta þess að tala ekki niður til fólksins í landinu, þó hann hafi á stundum talað niður til stjórnvalda og löggjafans. Nú lýsti hann undrun sinni á því að einhverjum hefði dottið í hug að hann mundi ekki staðfesta lögin. Það var ekki nokkur ástæða til að ætla það, samt tók hann á móti þeim sem stóðu að undirskriftasöfnunni á Bessastöðum, þó hann hefði alveg getað látið þá skila undirskriftunum á skrifstofuna. Svona er nú forsetinn alþýðlegur, mátti á honum skilja. Forsetinn er fyrrverandi fjármálaráðherra, sagð´ann og fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði svo hann veit hvað hann er að gera. Ég er nú ekki alveg viss um að það sé vottorð upp á óskeikulleik að hafa gegnt hvoru tveggja virðulegum embættum, en látum það liggja á milli hluta. Ummæli forsetans við forsvarsmenn undirskriftasöfnunnar um að ekki hafi verið hávær mótmæli við lækkun veiðigjaldsins eru mér umhugsunarefni. Í sama anda voru ummælin á blaðamannafundinum um stuttan ræðutíma um málið í þinginu. Er forsetinn að mæla bót þeirri stjórnmálamenningu sem ríkti hér á síðasta kjörtímabili? Stjórnarandstaðan beitti málþófi í flestum málum, ekki bara í Icesave og stjórnarskrármálinu. Það jók ekki virðingu Alþingis. Í einu orðinu tala forsetinn og ríkjandi stjórnvöld um víðtæka sátt og hinu orðinu er ekki nógu mikill hamagangur í andmælum. Vissulega breytir veiðigjaldið ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu, til þess þarf róttækari aðgerðir. Með veiðileyfagjaldinu fær eigandi auðlindarinnar, þjóðin, þó brot af arðinum af hagnýtingu hennar. Um og yfir 70 % þjóðarinnar er á móti lækkun veiðigjaldsins og kvótakerfinu eins og það er útfært. Í orðaforða forsetans og hinna nýju valdhafa er „víðtæk sátt“ að 70 % þjóðarinnar láti í minni pokann fyrir skoðunum forsetans og sérhagsmunaafla innan Sjálfstæðis- og Framskóknarflokks.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun