Leikkonan Keira Knightley hefur ekki áhuga á stóru brúðkaupi.
Hún er sögð hafa keypt rándýrt hús í hverfinu East End í London með unnusta sínum James Righton, hljómborðsleikara Klaxons.
Í viðtali við tímaritið Marie Claire segist hún ekki eiga neina dýra hluti því hún vill ekki láta mæla sig út frá dauðum hlutum. Spurð út í brúðkaupið sagði hún:
„Við erum ekki týpurnar sem halda stórt brúðkaup. Ég hef enga þörf fyrir það. Ég ætla bara að reyna að njóta trúlofunarinnar í smá stund.“
Keira vill ekki stórt brúðkaup

Mest lesið



Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun

Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni





