Langaði að komast aftur í fötin mín og líða vel með sjálfa mig Ellý Ármanns skrifar 23. mars 2013 00:15 Sigurbjörg Magnúsdóttir 27 ára nemi á öðru ári í sálfræði tók sjálfa sig í gegn eftir að hún eignaðist sitt annað barn þegar þreyta og slen byrjaði að yfirtaka líf hennar. Sigurbjörg féllst á að segja okkur hvernig hún ákvað að snúa við blaðinu með því að breyta um áherslur í hreyfingu og mataræði.Hvað varð til þess að þú ákvaðst að breyta um lífsstíl? "Ég var búin að vera í fæðingarorlofi sumarið 2011 síðan í desember 2010 en þá eignaðist ég dóttur mína. Ég hafði verið dugleg að fara út að ganga í fæðingarorlofinu en ekkert hugsað neitt mikið út í mataræðið svo sem. Þannig það voru engir gríðarlegir hlutir að gerast," segir Sigurbjörg og heldur áfram:MYND/ Skarphéðinn Þráinsson / Skarpi.isÞreyta, slen og kílóin bættust við"Eftir sumarið, eða í ágúst, fór ég virkilega að hugsa um að ég yrði að koma mér aftur á rétta braut því ég fann fyrir mikilli þreytu og sleni og ég sótti dálítið í að borða súkkulaði og annað sem gaf mér orku sem entist þó stutt. Á þessum tíma var ég um 85 kg og með lítið þrek og vöðvarnir frekar slappir eftir öll kósýheitin. Mér leið ekkert of vel í eigin skinni því mig langaði að komast aftur í fötin mín og líða vel með sjálfa mig. Geta klætt mig upp og fundið fyrir auknu sjálfstrausti sem mér fannst dvína þegar kílóin bættust á mig."Nýgræðingur í líkamsræktinni "Ég var algjör nýgræðingur innan líkamsræktarstöðva. Ég hafði alveg farið í hóptíma en kunni mjög takmarkað á tæki og að lyfta lóðum var bara eitthvað sem ég vissi varla hvernig ætti að gera. Þess vegna ákvað ég að tala við einkaþjálfara en ég ætlaði mér að fara í einkaþjálfun í fjórar vikur til að koma mér af stað í ferlinu."Ákvað að fara til einkaþjálfara "Ég hafði heyrt góða hluti frá aðilum sem höfðu verið í þjálfun hjá Jóhönnu Þórarinsdóttur og ákvað því að hafa samband við hana. Í fyrsta tímanum tók hún stöðuna á mér. Ég fyllti út heilsufarsskýrslu og skrifaði niður markmið. Eitt af markmiðunum sem ég setti á blaðið var að keppa einhvertíman í fitness. Ég hef alltaf haft gaman að því að horfa á og fylgjast með slíkum mótum. Ég bjóst kannski ekki endilega við að komast að þessu markmiði enda fannst mér langt í land á þeim tíma. Það er nauðsynlegt að setja sér markmið því þá hefur maður alltaf eitthvað til að stefna að."Tók mataræðið í gegn "Ég fékk matarprógram sem mér fannst mjög spennandi að fara eftir og því var ég mjög samviskusöm með mataræðið og fylgdi því eftir. Ég byrjaði á að versla stærstu matarkörfuna fyrst en síðan fyllti ég bara á eftir því sem vantaði. Fjölskyldan borðaði sama mat og ég eldaði þannig ég var ekki með neitt sérfæði fyrir mig. Mataræðið byggðist á hreinum, óunnum mat, grænmeti, trefjaríku fæði og allskonar skemmtilegar uppskriftir og samsetningar sem ég hafði aldrei haft hugmyndarflug í að nota. Smám saman þurfti ég minna að styðjast við matarprógrömin og var dugleg í að prófa mig áfram sjálf, þar sem þessi breyting á mataræðinu var orðið partur minni daglegu rútínu hætti ég smám saman að þurfa að hugsa endalaust um hvað ég ætti að borða heldur gerðist þetta automatískt að ég valdi frekar hollari kostinn."Náði tökunum með skipulagi og rétta hugarfarinu "Jóhanna gerði svo æfingaprógram sem ég fylgdi eftir en ásamt því hitti ég hana þrisvar í viku þar sem hún lét mig púla. Þegar fjórar vikur voru liðnar og árangurinn var ótrúlegur á þessum fjóru vikum þá langaði mig alls ekki að hætta og skráði mig því í lítinn hóp hjá henni og hélt áfram að æfa. Ég byrjaði í þjálfuninni í september 2011. Þá var ég einnig að hefja námið mitt í sálfræði og með tvö börn, 8 mánaða og 4 ára." "Dagurinn einkenndist af því að ég skutlaði börnunum í leikskóla og til dagmömmu, mætti í klukkustund á æfingu og fór í skólann og sinnti náminu. Með skipulagi small allt saman og gekk rosalega vel. Þar sem ég náði svo gríðarlega góðum árangri á skömmum tíma þá tók ég ákvörðun í desember 2011 að keppa á Íslandsmótinu í módelfitness páskana 2012 þá voru liðnir um sjö mánuðir síðan ég steig fyrsta daginn í líkamsræktarstöðina og mikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma. Apríl 2012 stóð ég svo uppi á sviði innan um marga ofurkroppa og ég var ein af þeim, sem var ólýsanlega góð tilfinning og skemmtilegt að geta státað slíkum árangri. Jóhanna stóð svo við bakið á mér allan tímann - enda toppþjálfari í alla staði."Mælir ekki með kolvetnislausu mataræði Nú eru margir byrjaðir á kolvetnislausa kúrnum – hefur þú reynslu af því? "Ég keppti í módelfitness á Íslandsmótinu 2012 og bikarmótinu í nóvember sama ár svo ég hef prófað að skera niður og minnkað kolvetni um leið. Í fyrri niðurskurðinum æfði ég 5-6 sinnum í viku og brenndi tvisvar í viku. Ég tók aldrei öll kolvetni út og mér gekk mjög vel og leið vel allan tímann." "Í seinni niðurskurðinum prófaði ég aðeins harðari niðurskurð en þá voru þrír dagar vikunnar kolvetnissvelti og ég tók brennslu í 60 mínútur alla morgna klukkan 6. Ég var þreyttari og orkuminni í seinni niðurskurðinum undir það síðasta miðað við þann fyrri."Sigurbjörg setti sér markmið - og náði þeim.Þakklát fyrir heilsunaHvernig líður þér í dag? "Í dag er ég 65 kg og mér líður rosalega vel. Ég er þakklát fyrir að eiga góða heilsu því það er svo mikilvægt. Ég held að maður taki því stundum sem sjálfsögðum hlut að geta hreyft sig eða að hafa það sem val að geta yfirhöfuð hreyft sig. Ég er núna að klára annað árið í sálfræði, hef miklu meiri orku, hreyfi mig flesta daga vikunnar hvort sem það er innan líkamsræktarstöðvar eða bara úti í gönguferð, uppi í hesthúsi eða hvar sem er. Ég hef lært svo ótrúlega margt á þessum stutta tíma hvað hreyfing og mataræði getur gert stóra hluti hvort sem um er að ræða andlega- eða líkamlega heilsu."Vellíðan leiðir alltaf eitthvað gott af sér. Sigurbjörg stofnaði fyrirtæki með einkaþjálfaranum sínum.Þjálfunin leiddi af vináttu og fyrirtækjarekstur "Á þeim tímapunkti sem ég byrjaði í þjálfun hjá Jóhönnu var hún með hugmynd í kollinum um að stofna lítið fyrirtæki, eftir fyrsta mótið sem ég keppti á bauð hún mér að vera með og í dag rekum við það saman. Núna höldum við úti heimasíðu www.fitnessform.is og bjóðum upp á fjarþjálfun fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki en Jóhanna er einnig með einkaþjálfun. Okkur er líka að finna á Facebook og þar má finna ótal uppskriftir, fróðleik, æfingar og margt fleira. Af hverju Fitnessform? Nafnið varð fyrir valinu þar sem hugtakið "fitness" þýðir hreysti - að komast í þitt besta form - ekki endilega að komast í keppnisform og keppa í fitness, heldur hvað það er sem einkennir þitt besta form hvort sem það er hraði, aukið þol, snerpa, úthald, lyfta þyngra, byggja upp vöðva og léttast."Hvetur fólk til að æfa"Fólk ætti ekki að forðast að skrá sig í fjarþjálfun, það lærir mjög fljótt á æfingarnar og prógrömin og þetta verður bara betra og skemmtilegra með tímanum auk þess sem til eru myndbönd og útskýringar á flestum æfingum sem hægt er að styðjast við svo það er bara að taka fyrsta skrefið í rétta átt." Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Sigurbjörg Magnúsdóttir 27 ára nemi á öðru ári í sálfræði tók sjálfa sig í gegn eftir að hún eignaðist sitt annað barn þegar þreyta og slen byrjaði að yfirtaka líf hennar. Sigurbjörg féllst á að segja okkur hvernig hún ákvað að snúa við blaðinu með því að breyta um áherslur í hreyfingu og mataræði.Hvað varð til þess að þú ákvaðst að breyta um lífsstíl? "Ég var búin að vera í fæðingarorlofi sumarið 2011 síðan í desember 2010 en þá eignaðist ég dóttur mína. Ég hafði verið dugleg að fara út að ganga í fæðingarorlofinu en ekkert hugsað neitt mikið út í mataræðið svo sem. Þannig það voru engir gríðarlegir hlutir að gerast," segir Sigurbjörg og heldur áfram:MYND/ Skarphéðinn Þráinsson / Skarpi.isÞreyta, slen og kílóin bættust við"Eftir sumarið, eða í ágúst, fór ég virkilega að hugsa um að ég yrði að koma mér aftur á rétta braut því ég fann fyrir mikilli þreytu og sleni og ég sótti dálítið í að borða súkkulaði og annað sem gaf mér orku sem entist þó stutt. Á þessum tíma var ég um 85 kg og með lítið þrek og vöðvarnir frekar slappir eftir öll kósýheitin. Mér leið ekkert of vel í eigin skinni því mig langaði að komast aftur í fötin mín og líða vel með sjálfa mig. Geta klætt mig upp og fundið fyrir auknu sjálfstrausti sem mér fannst dvína þegar kílóin bættust á mig."Nýgræðingur í líkamsræktinni "Ég var algjör nýgræðingur innan líkamsræktarstöðva. Ég hafði alveg farið í hóptíma en kunni mjög takmarkað á tæki og að lyfta lóðum var bara eitthvað sem ég vissi varla hvernig ætti að gera. Þess vegna ákvað ég að tala við einkaþjálfara en ég ætlaði mér að fara í einkaþjálfun í fjórar vikur til að koma mér af stað í ferlinu."Ákvað að fara til einkaþjálfara "Ég hafði heyrt góða hluti frá aðilum sem höfðu verið í þjálfun hjá Jóhönnu Þórarinsdóttur og ákvað því að hafa samband við hana. Í fyrsta tímanum tók hún stöðuna á mér. Ég fyllti út heilsufarsskýrslu og skrifaði niður markmið. Eitt af markmiðunum sem ég setti á blaðið var að keppa einhvertíman í fitness. Ég hef alltaf haft gaman að því að horfa á og fylgjast með slíkum mótum. Ég bjóst kannski ekki endilega við að komast að þessu markmiði enda fannst mér langt í land á þeim tíma. Það er nauðsynlegt að setja sér markmið því þá hefur maður alltaf eitthvað til að stefna að."Tók mataræðið í gegn "Ég fékk matarprógram sem mér fannst mjög spennandi að fara eftir og því var ég mjög samviskusöm með mataræðið og fylgdi því eftir. Ég byrjaði á að versla stærstu matarkörfuna fyrst en síðan fyllti ég bara á eftir því sem vantaði. Fjölskyldan borðaði sama mat og ég eldaði þannig ég var ekki með neitt sérfæði fyrir mig. Mataræðið byggðist á hreinum, óunnum mat, grænmeti, trefjaríku fæði og allskonar skemmtilegar uppskriftir og samsetningar sem ég hafði aldrei haft hugmyndarflug í að nota. Smám saman þurfti ég minna að styðjast við matarprógrömin og var dugleg í að prófa mig áfram sjálf, þar sem þessi breyting á mataræðinu var orðið partur minni daglegu rútínu hætti ég smám saman að þurfa að hugsa endalaust um hvað ég ætti að borða heldur gerðist þetta automatískt að ég valdi frekar hollari kostinn."Náði tökunum með skipulagi og rétta hugarfarinu "Jóhanna gerði svo æfingaprógram sem ég fylgdi eftir en ásamt því hitti ég hana þrisvar í viku þar sem hún lét mig púla. Þegar fjórar vikur voru liðnar og árangurinn var ótrúlegur á þessum fjóru vikum þá langaði mig alls ekki að hætta og skráði mig því í lítinn hóp hjá henni og hélt áfram að æfa. Ég byrjaði í þjálfuninni í september 2011. Þá var ég einnig að hefja námið mitt í sálfræði og með tvö börn, 8 mánaða og 4 ára." "Dagurinn einkenndist af því að ég skutlaði börnunum í leikskóla og til dagmömmu, mætti í klukkustund á æfingu og fór í skólann og sinnti náminu. Með skipulagi small allt saman og gekk rosalega vel. Þar sem ég náði svo gríðarlega góðum árangri á skömmum tíma þá tók ég ákvörðun í desember 2011 að keppa á Íslandsmótinu í módelfitness páskana 2012 þá voru liðnir um sjö mánuðir síðan ég steig fyrsta daginn í líkamsræktarstöðina og mikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma. Apríl 2012 stóð ég svo uppi á sviði innan um marga ofurkroppa og ég var ein af þeim, sem var ólýsanlega góð tilfinning og skemmtilegt að geta státað slíkum árangri. Jóhanna stóð svo við bakið á mér allan tímann - enda toppþjálfari í alla staði."Mælir ekki með kolvetnislausu mataræði Nú eru margir byrjaðir á kolvetnislausa kúrnum – hefur þú reynslu af því? "Ég keppti í módelfitness á Íslandsmótinu 2012 og bikarmótinu í nóvember sama ár svo ég hef prófað að skera niður og minnkað kolvetni um leið. Í fyrri niðurskurðinum æfði ég 5-6 sinnum í viku og brenndi tvisvar í viku. Ég tók aldrei öll kolvetni út og mér gekk mjög vel og leið vel allan tímann." "Í seinni niðurskurðinum prófaði ég aðeins harðari niðurskurð en þá voru þrír dagar vikunnar kolvetnissvelti og ég tók brennslu í 60 mínútur alla morgna klukkan 6. Ég var þreyttari og orkuminni í seinni niðurskurðinum undir það síðasta miðað við þann fyrri."Sigurbjörg setti sér markmið - og náði þeim.Þakklát fyrir heilsunaHvernig líður þér í dag? "Í dag er ég 65 kg og mér líður rosalega vel. Ég er þakklát fyrir að eiga góða heilsu því það er svo mikilvægt. Ég held að maður taki því stundum sem sjálfsögðum hlut að geta hreyft sig eða að hafa það sem val að geta yfirhöfuð hreyft sig. Ég er núna að klára annað árið í sálfræði, hef miklu meiri orku, hreyfi mig flesta daga vikunnar hvort sem það er innan líkamsræktarstöðvar eða bara úti í gönguferð, uppi í hesthúsi eða hvar sem er. Ég hef lært svo ótrúlega margt á þessum stutta tíma hvað hreyfing og mataræði getur gert stóra hluti hvort sem um er að ræða andlega- eða líkamlega heilsu."Vellíðan leiðir alltaf eitthvað gott af sér. Sigurbjörg stofnaði fyrirtæki með einkaþjálfaranum sínum.Þjálfunin leiddi af vináttu og fyrirtækjarekstur "Á þeim tímapunkti sem ég byrjaði í þjálfun hjá Jóhönnu var hún með hugmynd í kollinum um að stofna lítið fyrirtæki, eftir fyrsta mótið sem ég keppti á bauð hún mér að vera með og í dag rekum við það saman. Núna höldum við úti heimasíðu www.fitnessform.is og bjóðum upp á fjarþjálfun fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki en Jóhanna er einnig með einkaþjálfun. Okkur er líka að finna á Facebook og þar má finna ótal uppskriftir, fróðleik, æfingar og margt fleira. Af hverju Fitnessform? Nafnið varð fyrir valinu þar sem hugtakið "fitness" þýðir hreysti - að komast í þitt besta form - ekki endilega að komast í keppnisform og keppa í fitness, heldur hvað það er sem einkennir þitt besta form hvort sem það er hraði, aukið þol, snerpa, úthald, lyfta þyngra, byggja upp vöðva og léttast."Hvetur fólk til að æfa"Fólk ætti ekki að forðast að skrá sig í fjarþjálfun, það lærir mjög fljótt á æfingarnar og prógrömin og þetta verður bara betra og skemmtilegra með tímanum auk þess sem til eru myndbönd og útskýringar á flestum æfingum sem hægt er að styðjast við svo það er bara að taka fyrsta skrefið í rétta átt."
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira