Vettel langfljótastur í tímatökum í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 23. mars 2013 09:15 Vettel á fullri ferð. Sebastian Vettel ók hraðast allra umhverfis Sepang-brautina í Malasíu í morgun þegar tímatökur fóru fram fyrir kappaksturinn þar í landi. Red Bull-lið Vettels var í vandræðum í fystu tveimur lotum tímatökunnar áður en það fór að rigna og síðasta lotan var ekin í bleytu. Vettel var næst síðastur upp úr fyrstu lotu tímatökunnar og rétt slapp við að fá ekki að fara áfram. Mark Webber var í svipuðum vandræðum þó hann hafi verið örlítið fljótari. Felipe Massa á Ferrari ræsir annar í kappakstrinum og Fernando Alonso þriðji. Þá setti Lewis Hamilton á Mercedes-bíl fjórða besta tíma og Webber fimmta besta. Rigningin kom liðunum örlítið á óvart undir lok annarar lotu tímatökunnar. Paul di Resta þurfti til dæmis að berjast fyrir lífi sínu á brautinni á meðan hún var að verða blautari og blautari. Hann komst ekki upp úr annari lotu. Það gerði liðsfélagi hans hjá Force India, Adrian Sutil, en hann réð ekki við stóru strákana í síðustu lotu og ræsir níundi Kimi Raikkönen verður sjöundi á ráslínunni á undan McLaren bílunum og Sutil. Jenson Button verður áttundi og Sergio Perez tíundi. Búist er við rigningu í Malasíu á morgun þegar kappaksturinn fer fram svo búast má við fjörugum kappakstri og óvæntum úrslitum. Formúla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel ók hraðast allra umhverfis Sepang-brautina í Malasíu í morgun þegar tímatökur fóru fram fyrir kappaksturinn þar í landi. Red Bull-lið Vettels var í vandræðum í fystu tveimur lotum tímatökunnar áður en það fór að rigna og síðasta lotan var ekin í bleytu. Vettel var næst síðastur upp úr fyrstu lotu tímatökunnar og rétt slapp við að fá ekki að fara áfram. Mark Webber var í svipuðum vandræðum þó hann hafi verið örlítið fljótari. Felipe Massa á Ferrari ræsir annar í kappakstrinum og Fernando Alonso þriðji. Þá setti Lewis Hamilton á Mercedes-bíl fjórða besta tíma og Webber fimmta besta. Rigningin kom liðunum örlítið á óvart undir lok annarar lotu tímatökunnar. Paul di Resta þurfti til dæmis að berjast fyrir lífi sínu á brautinni á meðan hún var að verða blautari og blautari. Hann komst ekki upp úr annari lotu. Það gerði liðsfélagi hans hjá Force India, Adrian Sutil, en hann réð ekki við stóru strákana í síðustu lotu og ræsir níundi Kimi Raikkönen verður sjöundi á ráslínunni á undan McLaren bílunum og Sutil. Jenson Button verður áttundi og Sergio Perez tíundi. Búist er við rigningu í Malasíu á morgun þegar kappaksturinn fer fram svo búast má við fjörugum kappakstri og óvæntum úrslitum.
Formúla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira