Nýtt kennaranám Anna Kristín Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2013 12:00 Í Fréttablaðinu þann 24. maí sl. birtist pistill eftir Pawel Bartoszek um lengingu kennaranáms þar sem hann leggur til að það verði stytt aftur, m.a. til að auka aðsókn í námið. Tillögur um lengingu kennaranáms hafa verið lengi í umræðu hér á landi, m.a. vegna þess að námið hefur verið styttra hér en víðast hvar í Evrópu. Sterk rök renna stoðum undir þá ákvörðun stjórnvalda að lengja grunnmenntun kennara sem lið í því að bæta íslenskt menntakerfi, einungis fáein eru dregin fram hér. Í fyrsta lagi hafa fjölmargar rannsóknarniðurstöður leitt í ljós að þekking og hæfni kennara er sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á gæði skólastarfs. Í öðru lagi er lenging kennaranámsins nauðsynleg í ljósi þess hve flókið kennarastarfið er og samfélagslega mikilvægt. Krafa um aukinn árangur og betri menntun fyrir alla er eðlileg og verður áleitnari eftir því sem þekking vex á því hvað hefur áhrif á nám og hvað má gera til að stuðla að betri menntun. Auk þess að takast á við flókin og ögrandi viðfangsefni á hverjum degi eru kennarar leiðtogar; þeim er ætlað að þróa skólastarfið áfram, hver á sínu sviði. Í þriðja lagi má nefna samanburð við önnur lönd sem við lítum til sem fyrirmynda. Þar er kennaranám fjögur til fimm ár. Í Finnlandi er til að mynda krafist meistaragráðu og hefur verið svo í áratugi. Alkunna er hversu framarlega finnska menntakerfið stendur í alþjóðlegum samanburði. Áhrif á aðsóknina Aðsókn í kennaranám við Menntavísindasvið hefur hægt og sígandi dregist saman síðasta áratug og því langsótt að tengja það beint við lagabreytingar 2008. Minnkandi aðsókn hefur verið áhyggjuefni annars staðar á Norðurlöndunum ekki síður en hér, nema í Finnlandi þar sem kennaranám er ein af eftirsóttustu námsleiðunum. Laun kennara eru lág hér á landi, á því leikur enginn vafi. Hins vegar er óljóst hversu mikil áhrif væntingar um laun að loknu námi hafa á starfsval. Þau eru án efa eitt af mörgum atriðum sem hafa áhrif ásamt viðfangsefnum, starfsumhverfinu og virðingu fyrir starfinu. Hér á landi velja sér fjölmargir nám, bæði grunn- og meistaranám, sem ekki gefur endilega fyrirheit um há laun og jafnvel alls ekki tryggingu fyrir starfi. Fyrsti hópurinn útskrifast úr nýju kennaranámi vorið 2014 og því er of snemmt að segja til um áhrif á laun. Áður fyrr var algengt að fólk færi í kennaranám án þess að hafa ætlað sér að verða kennarar. Kennaranámið hafði, og hefur enn, faglega breidd og fólk með þetta nám að baki hefur átt auðvelt með að fá vinnu við önnur störf en kennslu. Margir af brautskráðum kennurum hverfa til annarra starfa strax að loknu námi og auk þess leitar stór hópur kennara annars starfsvettvangs eftir eitt til tvö ár í kennslustarfi. Niðurstöður (TALIS) könnunar 2009 gáfu til kynna að þetta gæti verið allt að helmingur kennara. Nú eru margar námsleiðir í boði sem bjóða upp á sömu breidd. Þeir sem nú velja kennaranám eru ákveðnari en fyrri nemendahópar í að starfa við kennslu og munu því að öllum líkindum skila sér betur til starfa í skólum landsins. Það væri fráleitt að víkja frá þeirri stefnu að lengja kennaranámið. Hún mun til lengri tíma litið efla og bæta íslenskt menntakerfi. Reynslan gefur ástæðu til að ætla að dvínandi aðsókn sé tímabundin, auk þess sem sterkari nemendur innritast í námið eftir lengingu þess, gagnstætt því sem haldið hefur verið fram. Kennarar eru sérfræðingar sem sinna einni af mikilvægustu grunnstoðum samfélagsins. Þar þarf að vera valinn maður í hverju rúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 24. maí sl. birtist pistill eftir Pawel Bartoszek um lengingu kennaranáms þar sem hann leggur til að það verði stytt aftur, m.a. til að auka aðsókn í námið. Tillögur um lengingu kennaranáms hafa verið lengi í umræðu hér á landi, m.a. vegna þess að námið hefur verið styttra hér en víðast hvar í Evrópu. Sterk rök renna stoðum undir þá ákvörðun stjórnvalda að lengja grunnmenntun kennara sem lið í því að bæta íslenskt menntakerfi, einungis fáein eru dregin fram hér. Í fyrsta lagi hafa fjölmargar rannsóknarniðurstöður leitt í ljós að þekking og hæfni kennara er sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á gæði skólastarfs. Í öðru lagi er lenging kennaranámsins nauðsynleg í ljósi þess hve flókið kennarastarfið er og samfélagslega mikilvægt. Krafa um aukinn árangur og betri menntun fyrir alla er eðlileg og verður áleitnari eftir því sem þekking vex á því hvað hefur áhrif á nám og hvað má gera til að stuðla að betri menntun. Auk þess að takast á við flókin og ögrandi viðfangsefni á hverjum degi eru kennarar leiðtogar; þeim er ætlað að þróa skólastarfið áfram, hver á sínu sviði. Í þriðja lagi má nefna samanburð við önnur lönd sem við lítum til sem fyrirmynda. Þar er kennaranám fjögur til fimm ár. Í Finnlandi er til að mynda krafist meistaragráðu og hefur verið svo í áratugi. Alkunna er hversu framarlega finnska menntakerfið stendur í alþjóðlegum samanburði. Áhrif á aðsóknina Aðsókn í kennaranám við Menntavísindasvið hefur hægt og sígandi dregist saman síðasta áratug og því langsótt að tengja það beint við lagabreytingar 2008. Minnkandi aðsókn hefur verið áhyggjuefni annars staðar á Norðurlöndunum ekki síður en hér, nema í Finnlandi þar sem kennaranám er ein af eftirsóttustu námsleiðunum. Laun kennara eru lág hér á landi, á því leikur enginn vafi. Hins vegar er óljóst hversu mikil áhrif væntingar um laun að loknu námi hafa á starfsval. Þau eru án efa eitt af mörgum atriðum sem hafa áhrif ásamt viðfangsefnum, starfsumhverfinu og virðingu fyrir starfinu. Hér á landi velja sér fjölmargir nám, bæði grunn- og meistaranám, sem ekki gefur endilega fyrirheit um há laun og jafnvel alls ekki tryggingu fyrir starfi. Fyrsti hópurinn útskrifast úr nýju kennaranámi vorið 2014 og því er of snemmt að segja til um áhrif á laun. Áður fyrr var algengt að fólk færi í kennaranám án þess að hafa ætlað sér að verða kennarar. Kennaranámið hafði, og hefur enn, faglega breidd og fólk með þetta nám að baki hefur átt auðvelt með að fá vinnu við önnur störf en kennslu. Margir af brautskráðum kennurum hverfa til annarra starfa strax að loknu námi og auk þess leitar stór hópur kennara annars starfsvettvangs eftir eitt til tvö ár í kennslustarfi. Niðurstöður (TALIS) könnunar 2009 gáfu til kynna að þetta gæti verið allt að helmingur kennara. Nú eru margar námsleiðir í boði sem bjóða upp á sömu breidd. Þeir sem nú velja kennaranám eru ákveðnari en fyrri nemendahópar í að starfa við kennslu og munu því að öllum líkindum skila sér betur til starfa í skólum landsins. Það væri fráleitt að víkja frá þeirri stefnu að lengja kennaranámið. Hún mun til lengri tíma litið efla og bæta íslenskt menntakerfi. Reynslan gefur ástæðu til að ætla að dvínandi aðsókn sé tímabundin, auk þess sem sterkari nemendur innritast í námið eftir lengingu þess, gagnstætt því sem haldið hefur verið fram. Kennarar eru sérfræðingar sem sinna einni af mikilvægustu grunnstoðum samfélagsins. Þar þarf að vera valinn maður í hverju rúmi.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun