Alþjóðlegi dansdagurinn 2013 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar 29. apríl 2013 12:00 Í dag er Alþjóðlegi Dansdagurinn og því við hæfi að dansari skrifi nokkur orð. Meðallengd dansnáms þegar dansari útskrifast er sautján ár og á þeim tíma hefur dansari lært að stjórna smæstu hreyfingum, ýkja og nota þær stærstu, skilja á milli fínhreyfinga og kækja, telja óteljandi sinnum upp að átta, fengið blöðrur, marbletti, og svöðusár, dottið, staðið upp, endurtekið og byrjað aftur. Í sautján ár. Á þeim tíma lærir dansarinn að beita sjálfsaga, bera virðingu fyrir eigin líkama, verkfærinu sem honum er gefið og virkja um leið sköpunarkraftinn innra með sér. Þrátt fyrir mikla framþróun í faginu síðustu ár getum við ennþá kallað listdansinn unga starfsgrein og að mörgu er að hyggja. Danssamfélagið Íslandi þarf að standa saman að því að leysa stærstu hugsjónamálin og mynda þannig sterka heild sem eftir er tekið. Í byggingaflóru Reykjavíkur er meðal annars að finna leikhús, kvikmyndahús, bókasöfn, listasöfn og tónlistarhús. Það er réttmæt krafa að bæta við danshúsi, og gefa þar með grasrótinni, sjálfstæða geiranum og Íslenska Dansflokknum tækifæri til að vinna saman að því að verða sýnilegri í íslensku og erlendu samfélagi og tryggja um leið betra aðgengi að listdansinum. Að sama skapi er það réttlætismál að listgreinarnar njóti jafnræðis þegar kemur að fjárhagslegum stuðningi við listaskóla. Í um hundrað ár hafa konur nær undantekningarlaust stofnað og rekið alla listdansskóla hér á landi, lengst af án fjárhagslegs stuðning. Það er eðlileg og réttmæt krafa að lausn náist á kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaganna hvað varðar fjármögnun til Listdansnáms á grunn og framhaldsskólastigi. Dansinn er alþjóðlegt tungumál sem við deilum öll. Markmið alþjóðlega dansdagsins er að yfirstíga pólitískar, menningarlegar og siðfræðilegar hindranir. Það er því lag að reima á sig dansskónna og dansa inn í vorið því eins og Hemmi Gunn segir: „Dansa, hvað er betra en að dansa?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegi Dansdagurinn og því við hæfi að dansari skrifi nokkur orð. Meðallengd dansnáms þegar dansari útskrifast er sautján ár og á þeim tíma hefur dansari lært að stjórna smæstu hreyfingum, ýkja og nota þær stærstu, skilja á milli fínhreyfinga og kækja, telja óteljandi sinnum upp að átta, fengið blöðrur, marbletti, og svöðusár, dottið, staðið upp, endurtekið og byrjað aftur. Í sautján ár. Á þeim tíma lærir dansarinn að beita sjálfsaga, bera virðingu fyrir eigin líkama, verkfærinu sem honum er gefið og virkja um leið sköpunarkraftinn innra með sér. Þrátt fyrir mikla framþróun í faginu síðustu ár getum við ennþá kallað listdansinn unga starfsgrein og að mörgu er að hyggja. Danssamfélagið Íslandi þarf að standa saman að því að leysa stærstu hugsjónamálin og mynda þannig sterka heild sem eftir er tekið. Í byggingaflóru Reykjavíkur er meðal annars að finna leikhús, kvikmyndahús, bókasöfn, listasöfn og tónlistarhús. Það er réttmæt krafa að bæta við danshúsi, og gefa þar með grasrótinni, sjálfstæða geiranum og Íslenska Dansflokknum tækifæri til að vinna saman að því að verða sýnilegri í íslensku og erlendu samfélagi og tryggja um leið betra aðgengi að listdansinum. Að sama skapi er það réttlætismál að listgreinarnar njóti jafnræðis þegar kemur að fjárhagslegum stuðningi við listaskóla. Í um hundrað ár hafa konur nær undantekningarlaust stofnað og rekið alla listdansskóla hér á landi, lengst af án fjárhagslegs stuðning. Það er eðlileg og réttmæt krafa að lausn náist á kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaganna hvað varðar fjármögnun til Listdansnáms á grunn og framhaldsskólastigi. Dansinn er alþjóðlegt tungumál sem við deilum öll. Markmið alþjóðlega dansdagsins er að yfirstíga pólitískar, menningarlegar og siðfræðilegar hindranir. Það er því lag að reima á sig dansskónna og dansa inn í vorið því eins og Hemmi Gunn segir: „Dansa, hvað er betra en að dansa?“
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun