Klemmdar rasskinnar 20. nóvember 2013 00:00 Í boði um daginn steig kona fram og ræddi af dauðans alvöru um klemmdar rasskinnar. Hún dró upp mynd af manneskju með stífan afturenda, afleiðingar dómhörku og ósveigjanleika viðkomandi. Skilaboðin voru þau að með minni áreynslu næðum við betri árangri. Frásögnin vakti kátínu en einnig til umhugsunar og skildi eftir sig bæði mynd í huganum og tilfinningu í kroppnum sem fylgdi manni út í kvöldið. Indra NooyiSömu áreynslulausu skilaboð sendi Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, frá sér í erindi sínu á hátíðarfundi Ölgerðarinnar í byrjun mánaðarins. Þar ræddi hún um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins en fór síðan á kostum þegar hún lýsti stjórnunaraðferðum sínum og sagði frá verkefnum sem hún hefur staðið frammi fyrir ásamt því hvernig hún lagði til atlögu við þau. Indra er ein af valdamestu konum heims og var það hvalreki fyrir íslenskt viðskiptalíf að heyra í henni. Hún lagði áherslu á að til að ná árangri þyrftu hugur, hjarta og hönd að vinna saman. AuðmjúkHjartað verður að vera með í því sem þú gerir annars er það ekki satt, sagði hún. Aðspurð hvort hún teldi að aðferðir hennar væru til komnar af því að hún væri kona svaraði hún því til að hún spáði ekkert í það því hún gerði þetta af sannfæringu. Hún tók dæmi af bréfi sem hún sendir foreldrum starfsmanna sinna þegar tilefni er til, þar sem hún þakkar þeim fyrir þann góða einstakling sem þau hafa alið af sér og lýsir hvernig eiginleikar hans/hennar nýtast í starfi. Hún er auðmjúk gagnvart starfsfólkinu og leggur sitt af mörkum til að hjálpa því að ná árangri og þróa persónulega hæfni sína sem aftur hjálpar fyrirtækinu að vaxa. Áhugavert ekki satt? FjölbreytniÍ septemberblaði Harvard Business Review birtist rannsókn á 24 forstjórum og árangri þeirra mældum út frá fjölbreytileika. Forstjórarnir voru sammála um að fjölbreytileiki væri nauðsynlegur bæði út frá viðskiptalegum og menningarlegum sjónarmiðum. Mörg þeirra mæla fjölbreytileikann í sérstakri fjölbreytileikavísitölu í þeirri vissu að það sem er árangursmælt sé framkvæmt. Þau segja lykilatriði í að vekja áhuga kvenna á fyrirtækjum sé að hafa konur meðal stjórnenda og leiðtoga fyrirtækjanna því það tryggi fjölbreytileika og betri árangur. Einfalt? Lærum af valdamesta fólki heims. Gætum að fjölbreytileika með sannfæringu og auðmýkt að leiðarljósi, látum hug, hjarta og hönd leiða okkur og byggjum þannig upp öflugt viðkiptalíf, það einfaldlega virkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í boði um daginn steig kona fram og ræddi af dauðans alvöru um klemmdar rasskinnar. Hún dró upp mynd af manneskju með stífan afturenda, afleiðingar dómhörku og ósveigjanleika viðkomandi. Skilaboðin voru þau að með minni áreynslu næðum við betri árangri. Frásögnin vakti kátínu en einnig til umhugsunar og skildi eftir sig bæði mynd í huganum og tilfinningu í kroppnum sem fylgdi manni út í kvöldið. Indra NooyiSömu áreynslulausu skilaboð sendi Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, frá sér í erindi sínu á hátíðarfundi Ölgerðarinnar í byrjun mánaðarins. Þar ræddi hún um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins en fór síðan á kostum þegar hún lýsti stjórnunaraðferðum sínum og sagði frá verkefnum sem hún hefur staðið frammi fyrir ásamt því hvernig hún lagði til atlögu við þau. Indra er ein af valdamestu konum heims og var það hvalreki fyrir íslenskt viðskiptalíf að heyra í henni. Hún lagði áherslu á að til að ná árangri þyrftu hugur, hjarta og hönd að vinna saman. AuðmjúkHjartað verður að vera með í því sem þú gerir annars er það ekki satt, sagði hún. Aðspurð hvort hún teldi að aðferðir hennar væru til komnar af því að hún væri kona svaraði hún því til að hún spáði ekkert í það því hún gerði þetta af sannfæringu. Hún tók dæmi af bréfi sem hún sendir foreldrum starfsmanna sinna þegar tilefni er til, þar sem hún þakkar þeim fyrir þann góða einstakling sem þau hafa alið af sér og lýsir hvernig eiginleikar hans/hennar nýtast í starfi. Hún er auðmjúk gagnvart starfsfólkinu og leggur sitt af mörkum til að hjálpa því að ná árangri og þróa persónulega hæfni sína sem aftur hjálpar fyrirtækinu að vaxa. Áhugavert ekki satt? FjölbreytniÍ septemberblaði Harvard Business Review birtist rannsókn á 24 forstjórum og árangri þeirra mældum út frá fjölbreytileika. Forstjórarnir voru sammála um að fjölbreytileiki væri nauðsynlegur bæði út frá viðskiptalegum og menningarlegum sjónarmiðum. Mörg þeirra mæla fjölbreytileikann í sérstakri fjölbreytileikavísitölu í þeirri vissu að það sem er árangursmælt sé framkvæmt. Þau segja lykilatriði í að vekja áhuga kvenna á fyrirtækjum sé að hafa konur meðal stjórnenda og leiðtoga fyrirtækjanna því það tryggi fjölbreytileika og betri árangur. Einfalt? Lærum af valdamesta fólki heims. Gætum að fjölbreytileika með sannfæringu og auðmýkt að leiðarljósi, látum hug, hjarta og hönd leiða okkur og byggjum þannig upp öflugt viðkiptalíf, það einfaldlega virkar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun