Á kafi í Evrópusamrunanum Andrés Pétursson skrifar 19. desember 2013 07:00 Ríkisstjórnin er komin í nokkra klípu vegna Evrópumála. Stórkarlalegar yfirlýsingar utanríkisráðherra um stöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið urðu þess valdandi að Evrópusambandið gat ekki annað en hætt við að greiða íslenskum stofnunum, sveitarfélögum, skólum og fyrirtækjum hátt í 2 milljarða íslenskra króna af hinum svokölluðu IPA-styrkjum. Þessir peningar hefðu einkum nýst á landsbyggðinni til ýmissa uppbyggingarverkefna á sviði mennta-og byggðamála. Ljóst er að þarna hefði margt vel menntað fólk fengið áhugaverð störf en nú sjá margar þessara stofnana fram á að draga saman seglin og jafnvel að segja upp fólki. Utanríkisráðherrann hefur einnig verið einkar seinheppinn í samskiptum sínum við Alþingi, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni og almenning út af Evrópumálum. Fyrir kosningarnar fóru framsóknar- og sjálfstæðismenn mikinn í yfirlýsingum um að auka ætti lýðræðið og almenningur ætti að sjálfsögðu að fá að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þetta var sett í stjórnarsáttmálann en svo var allt í einu komið allt annað hljóð í strokkinn. Ráðherrann ákvað nánast upp á sitt eindæmi að túlka stjórnarsáttmálann þannig að það ætti alls ekki að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þar að auki fékk hann lagaspekúlanta til að semja fyrir sig greinargerð sem mátti túlka þannig að ráðherrann þyrfti ekki einu sinni að fara að vilja Alþingis í þessu máli! Sem betur fer var ráðherrann gerður afturreka með þá túlkun sína enda forkastanlegt að framkvæmdavaldið geti einhliða hunsað lýðræðislega ákvörðun æðstu löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Enn er ekki ljóst hver verður niðurstaða þessa máls en búast má við miklum deilum um það á næstu misserum.Í sterkari stöðu Það hefur líka verið sorglegt að fylgjast með tilburðum ýmissa stjórnarliða, bæði innan þings og utan, við að blása upp makríldeilu okkar við ESB sem einhvers konar allsherjarsjálfstæðisstríð smáþjóðar við útlenskt vald. Staðreyndin er sú að deilur um makrílveiðar okkar verður að leysa, hvort sem við erum innan eða utan ESB. Reyndar er það skoðun mín að við hefðum verið í mun sterkari stöðu til að ná fram ásættanlegri lausn í þessu máli ef við hefðum verið aðildarríki Evrópusambandsins. Þá hefðum við getað beitt samningatæknilegum aðferðum með því að afla okkur bandamanna í óskyldum málum og þannig náð ásættanlegri lausn í þeim makrílkvóta sem við ættum rétt á. Hvað mikið sem Evrópuandstæðingar reyna að mála samstarf okkar við ESB dökkum litum, þá er það staðreynd að við Íslendingar erum á kafi í Evrópusamrunanum. Yfir 80% af utanríkisviðskiptum okkar eru við lönd Evrópusambandsins, við tökum í hverjum mánuði við fjölda laga og reglugerða frá ESB, rannsóknar- og fræðasamfélag landsins á í mjög öflugu samstarfi við helstu rannsóknar- og háskólastofnanir Evrópu, nánast allir leik-, grunn-, framhalds- og háskólar landsins taka af fullum krafti þátt í sameiginlegri menntaáætlun Evrópusambandsins og EES-samningurinn er viðamesti alþjóðasamningur sem Íslendingar hafa undirgengist. Við skulum ekki láta tímabundnar deilur um makríl blinda okkur. Þjóðir Evrópusambandsins eru þær þjóðir sem við munum halda áfram að eiga mest og best samskipti við í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er komin í nokkra klípu vegna Evrópumála. Stórkarlalegar yfirlýsingar utanríkisráðherra um stöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið urðu þess valdandi að Evrópusambandið gat ekki annað en hætt við að greiða íslenskum stofnunum, sveitarfélögum, skólum og fyrirtækjum hátt í 2 milljarða íslenskra króna af hinum svokölluðu IPA-styrkjum. Þessir peningar hefðu einkum nýst á landsbyggðinni til ýmissa uppbyggingarverkefna á sviði mennta-og byggðamála. Ljóst er að þarna hefði margt vel menntað fólk fengið áhugaverð störf en nú sjá margar þessara stofnana fram á að draga saman seglin og jafnvel að segja upp fólki. Utanríkisráðherrann hefur einnig verið einkar seinheppinn í samskiptum sínum við Alþingi, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni og almenning út af Evrópumálum. Fyrir kosningarnar fóru framsóknar- og sjálfstæðismenn mikinn í yfirlýsingum um að auka ætti lýðræðið og almenningur ætti að sjálfsögðu að fá að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þetta var sett í stjórnarsáttmálann en svo var allt í einu komið allt annað hljóð í strokkinn. Ráðherrann ákvað nánast upp á sitt eindæmi að túlka stjórnarsáttmálann þannig að það ætti alls ekki að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þar að auki fékk hann lagaspekúlanta til að semja fyrir sig greinargerð sem mátti túlka þannig að ráðherrann þyrfti ekki einu sinni að fara að vilja Alþingis í þessu máli! Sem betur fer var ráðherrann gerður afturreka með þá túlkun sína enda forkastanlegt að framkvæmdavaldið geti einhliða hunsað lýðræðislega ákvörðun æðstu löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Enn er ekki ljóst hver verður niðurstaða þessa máls en búast má við miklum deilum um það á næstu misserum.Í sterkari stöðu Það hefur líka verið sorglegt að fylgjast með tilburðum ýmissa stjórnarliða, bæði innan þings og utan, við að blása upp makríldeilu okkar við ESB sem einhvers konar allsherjarsjálfstæðisstríð smáþjóðar við útlenskt vald. Staðreyndin er sú að deilur um makrílveiðar okkar verður að leysa, hvort sem við erum innan eða utan ESB. Reyndar er það skoðun mín að við hefðum verið í mun sterkari stöðu til að ná fram ásættanlegri lausn í þessu máli ef við hefðum verið aðildarríki Evrópusambandsins. Þá hefðum við getað beitt samningatæknilegum aðferðum með því að afla okkur bandamanna í óskyldum málum og þannig náð ásættanlegri lausn í þeim makrílkvóta sem við ættum rétt á. Hvað mikið sem Evrópuandstæðingar reyna að mála samstarf okkar við ESB dökkum litum, þá er það staðreynd að við Íslendingar erum á kafi í Evrópusamrunanum. Yfir 80% af utanríkisviðskiptum okkar eru við lönd Evrópusambandsins, við tökum í hverjum mánuði við fjölda laga og reglugerða frá ESB, rannsóknar- og fræðasamfélag landsins á í mjög öflugu samstarfi við helstu rannsóknar- og háskólastofnanir Evrópu, nánast allir leik-, grunn-, framhalds- og háskólar landsins taka af fullum krafti þátt í sameiginlegri menntaáætlun Evrópusambandsins og EES-samningurinn er viðamesti alþjóðasamningur sem Íslendingar hafa undirgengist. Við skulum ekki láta tímabundnar deilur um makríl blinda okkur. Þjóðir Evrópusambandsins eru þær þjóðir sem við munum halda áfram að eiga mest og best samskipti við í náinni framtíð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar