Opið bréf til þingmanna: Nýtum kvótakerfi til að auka hagvöxt Bergur Þórisson skrifar 19. desember 2013 07:00 Það virðist ríkja nokkuð gott samkomulag um að kvótakerfi sé góð leið til að nýta takmarkaða auðlind á sjálfbæran hátt. Rökin fyrir gagnsemi kerfisinns komu vel fram í ræðu formanns LÍÚ á aðalfundi sambandsins 2013: „Sjávarútvegurinn hefur í gegnum tíðina lagt mikið til þjóðarbúsins og við erum í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að greinin skilar umtalsverðum tekjum til samfélagsins. Það sama á alls ekki við í öllum löndum þar sem sjávarútvegurinn er ríkisstyrktur til að hann fái þrifist. Ein af meginástæðum þess að sjávarútvegurinn hér á landi er í þessari stöðu er það kerfi sem hér hefur verið við lýði í 30 ár. Þetta kerfi hefur búið þeim fyrirtækjum sem í greininni starfa fyrirsjáanleika í rekstri sínum og þar með möguleika til að skipuleggja sig og hagræða. Með kerfinu hefur einnig komið hvatinn til að auka verðmæti og fjárfesta.“ Fyrst kvótakerfi hefur reynst okkur slíkt öndvegisáhald er þá ekki rétt að huga að því að taka upp slíkt fyrirkomulag í öðrum greinum? Ég hef starfað í um þrjátíu ár á sviði sem kallað hefur verið þekkingariðnaður og fæ ekki betur séð en að allar röksemdir sem styðja notkun kvótakerfis í þorskveiðum eigi líka við í þekkingariðnaði. Skoðum það nánar. Flestir eru sammála um að þekking sé auðlind. Ef dæma má af ræðum á tyllidögum þá er það meira að segja okkar verðmætasta auðlind. Menn þurfa svo að vera talsvert hrokafullir til að samþykkja ekki að þekking sé takmörkuð auðlind. Þekking er sem sagt takmörkuð auðlind og því ættu lögmál kvótakerfis að virka í þekkingariðnaði. En hvernig skipuleggjum við kvótakerfi í þessari grein? Fyrst þarf að koma kerfinu á. Ef við förum eins að og við upphaflega úthlutun fiskveiðikvótans, þá látum við þá sem eiga atvinnutækin á einhverjum tíma öðlast rétt til kvóta. Þannig myndu hugbúnaðarhús og verkfræðistofur öðlast rétt til að ráða til sín úthlutað hlutfall af því fólki sem útskrifast úr tengdum greinum. Nýliðun í greininni ætti sér síðan stað með því að þeir sem áhuga hefðu leigðu eða keyptu kvóta af þeim sem fyrir eru í greininni. Með möguleika á framsali og veðsetningu væri fjármögnun fyrirtækja í greininni verulega auðvelduð. Það blasir við að ef menn gætu veðsett óorðna uppfyndni, yrði staða þeirra talsvert sterkari. Þessar hugmyndir finnst trúlega mörgum nýstárlegar, en hvað mátti ekki segja um upphaflega kvótakerfið á sínum tíma. Hvaða önnur þjóð hefði haft þann drífanda og dirfsku sem þurfti til að framkvæma þá hugdettu að flytja helstu auðlind þjóðar með einni lagasetningu úr eigu allra yfir í eigu fárra til hagsbóta fyrir alla. Það þótti og þykir enn nýstárlegt. Það gefur vissulega von að nú situr eins samsett stjórn og árið 1993 þegar kerfinu var upphaflega komið á, stjórn Framsóknar og Sjáfstæðisflokks undir forsæti Framsóknar. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, lagði nýverið fram hugmyndir sem líta má á sem fyrsta skref á þessari vegferð. Hún vill að þeir sem flytja þekkingu sína af landi brott, svo hún gagnast ekki landi og þjóð, greiði til baka þann kostnað sem þekkingaröfluninni fylgdi. Auðlindir ættu jú að vera sameign og því ekki eðlilegt að menn séu frjálsir af því að flytja þær úr landi án þess að eithvað komi fyrir. Nú gæti einhver lesandi hugsað sem svo að þessi tillaga sé fullkomlega galin og vísast í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þeim vil ég benda á að:Menn gjarnan að geðþótta samtalið beygjaÍ samtímans samhengi er rökrétt að segja:Viska vor öll virðist auðlind án hirðis.Með velreyndum ráðum vex hún okkur til virðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það virðist ríkja nokkuð gott samkomulag um að kvótakerfi sé góð leið til að nýta takmarkaða auðlind á sjálfbæran hátt. Rökin fyrir gagnsemi kerfisinns komu vel fram í ræðu formanns LÍÚ á aðalfundi sambandsins 2013: „Sjávarútvegurinn hefur í gegnum tíðina lagt mikið til þjóðarbúsins og við erum í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að greinin skilar umtalsverðum tekjum til samfélagsins. Það sama á alls ekki við í öllum löndum þar sem sjávarútvegurinn er ríkisstyrktur til að hann fái þrifist. Ein af meginástæðum þess að sjávarútvegurinn hér á landi er í þessari stöðu er það kerfi sem hér hefur verið við lýði í 30 ár. Þetta kerfi hefur búið þeim fyrirtækjum sem í greininni starfa fyrirsjáanleika í rekstri sínum og þar með möguleika til að skipuleggja sig og hagræða. Með kerfinu hefur einnig komið hvatinn til að auka verðmæti og fjárfesta.“ Fyrst kvótakerfi hefur reynst okkur slíkt öndvegisáhald er þá ekki rétt að huga að því að taka upp slíkt fyrirkomulag í öðrum greinum? Ég hef starfað í um þrjátíu ár á sviði sem kallað hefur verið þekkingariðnaður og fæ ekki betur séð en að allar röksemdir sem styðja notkun kvótakerfis í þorskveiðum eigi líka við í þekkingariðnaði. Skoðum það nánar. Flestir eru sammála um að þekking sé auðlind. Ef dæma má af ræðum á tyllidögum þá er það meira að segja okkar verðmætasta auðlind. Menn þurfa svo að vera talsvert hrokafullir til að samþykkja ekki að þekking sé takmörkuð auðlind. Þekking er sem sagt takmörkuð auðlind og því ættu lögmál kvótakerfis að virka í þekkingariðnaði. En hvernig skipuleggjum við kvótakerfi í þessari grein? Fyrst þarf að koma kerfinu á. Ef við förum eins að og við upphaflega úthlutun fiskveiðikvótans, þá látum við þá sem eiga atvinnutækin á einhverjum tíma öðlast rétt til kvóta. Þannig myndu hugbúnaðarhús og verkfræðistofur öðlast rétt til að ráða til sín úthlutað hlutfall af því fólki sem útskrifast úr tengdum greinum. Nýliðun í greininni ætti sér síðan stað með því að þeir sem áhuga hefðu leigðu eða keyptu kvóta af þeim sem fyrir eru í greininni. Með möguleika á framsali og veðsetningu væri fjármögnun fyrirtækja í greininni verulega auðvelduð. Það blasir við að ef menn gætu veðsett óorðna uppfyndni, yrði staða þeirra talsvert sterkari. Þessar hugmyndir finnst trúlega mörgum nýstárlegar, en hvað mátti ekki segja um upphaflega kvótakerfið á sínum tíma. Hvaða önnur þjóð hefði haft þann drífanda og dirfsku sem þurfti til að framkvæma þá hugdettu að flytja helstu auðlind þjóðar með einni lagasetningu úr eigu allra yfir í eigu fárra til hagsbóta fyrir alla. Það þótti og þykir enn nýstárlegt. Það gefur vissulega von að nú situr eins samsett stjórn og árið 1993 þegar kerfinu var upphaflega komið á, stjórn Framsóknar og Sjáfstæðisflokks undir forsæti Framsóknar. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, lagði nýverið fram hugmyndir sem líta má á sem fyrsta skref á þessari vegferð. Hún vill að þeir sem flytja þekkingu sína af landi brott, svo hún gagnast ekki landi og þjóð, greiði til baka þann kostnað sem þekkingaröfluninni fylgdi. Auðlindir ættu jú að vera sameign og því ekki eðlilegt að menn séu frjálsir af því að flytja þær úr landi án þess að eithvað komi fyrir. Nú gæti einhver lesandi hugsað sem svo að þessi tillaga sé fullkomlega galin og vísast í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þeim vil ég benda á að:Menn gjarnan að geðþótta samtalið beygjaÍ samtímans samhengi er rökrétt að segja:Viska vor öll virðist auðlind án hirðis.Með velreyndum ráðum vex hún okkur til virðis
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar