Erlendir nemendur: Happafengur Gunnar Karlsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Í þriggja dálka aðalfyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins mánudaginn 9. desember var sagt frá því að erlendir háskólanemar á Íslandi kostuðu 500 milljónir. Í fréttinni sjálfri var sagt að 1.152 útlendir nemendur stunduðu nám við Háskóla Íslands í vetur. Þeir lykju 8% af námseiningum við stofnunina, og 8% af „kennslufjárveitingum“ til Háskólans næmu 500 milljónum. Lög heimiluðu aðeins 75.000 króna innritunargjöld af hverjum nemanda svo að reikna má út að eitthvað rúmlega 400 milljónir vanti upp á að útlendu nemendurnir stæðu undir kostnaði.Góðir og sterkir nemendur Tveir starfsmenn Háskólans tjá sig um þetta í fréttinni og mæla þessum útgjöldum nokkra bót. Forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta við stofnunina segir að við fáum góða og sterka nemendur sem auðgi Háskólann og gott orðspor hans fari víða. Framkvæmdastjóri reksturs og fjármála bendir á að Íslendingar stundi nám víðs vegar um heiminn án þess að greiða kostnað af því. Þetta eru góðar röksemdir, samt er nærtækast að lesa fréttina svo að einhver sé að telja þetta eftir. Því finnst mér ástæða til að fara nánar ofan í málið. Ástæðum þess að útlendir stúdentar sækjast eftir námi í íslenskum háskóla má skipta í tvennt. Annars vegar gera þeir það af því að þeir vilja afla sér þekkingar á sérkennilegum verðmætum sem Ísland og Íslendingar hafa að bjóða. Ekki svo að skilja að Íslendingar búi yfir eitthvað merkari verðmætum en íbúar annarra landa, allir hafa eitthvað sérstætt að bjóða, og hjá okkur eru það einkum íslenskar fornbókmenntir og íslensk náttúra. Það er beinlínis hlutverk okkar í heiminum að miðla þessum verðmætum til annars fólks, og það er okkar gróði.Ekki bara tekjurnar Ég er ekki að tala um tekjur af ferðamönnum, þótt ég þykist vita að sú þekking sem Háskóli Íslands veitir útlendingum á bókmenntum og náttúru landsins skili okkur meira en 500 milljónum á ári. Ég er að tala um lífsnautn okkar sjálfra, heilbrigt stolt og ánægju af að geta lagt eitthvað fram til að gera heiminn auðugri og skemmtilegri en ella. Hins vegar koma hingað á síðustu árum margir háskólanemar til að nema fræði sem eru öllum menntuðum hluta heimsins sameiginleg, í heilbrigðisvísindum, verkfræði, raunvísindum, félagsvísindum. Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum þeir koma. En ég er sannfærður um að það sé ómetanlegt fyrir okkur, eins smá og við erum í heiminum, að eignast út um allan heim fólk með sérfræðiþekkingu á ólíkum sviðum sem hefur raunveruleg kynni af Íslandi og finnst jafnvel að það eigi því þakkarskuld að gjalda. Við erum að stríða við að halda uppi tæknivæddu menningarsamfélagi, ótrúlega fá og með tungumál sem nánast engir aðrir skilja. Við erum óhjákvæmilega í einangrunarhættu og þurfum því umfram flest annað að eiga tengsl við umheiminn. En erum við ekki í fjárþröng, Íslendingar? Alls ekki, hér eru nógir peningar ef við bara leigjum á eðlilegu verði réttinn til að veiða fiskinn í lögsögu okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Í þriggja dálka aðalfyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins mánudaginn 9. desember var sagt frá því að erlendir háskólanemar á Íslandi kostuðu 500 milljónir. Í fréttinni sjálfri var sagt að 1.152 útlendir nemendur stunduðu nám við Háskóla Íslands í vetur. Þeir lykju 8% af námseiningum við stofnunina, og 8% af „kennslufjárveitingum“ til Háskólans næmu 500 milljónum. Lög heimiluðu aðeins 75.000 króna innritunargjöld af hverjum nemanda svo að reikna má út að eitthvað rúmlega 400 milljónir vanti upp á að útlendu nemendurnir stæðu undir kostnaði.Góðir og sterkir nemendur Tveir starfsmenn Háskólans tjá sig um þetta í fréttinni og mæla þessum útgjöldum nokkra bót. Forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta við stofnunina segir að við fáum góða og sterka nemendur sem auðgi Háskólann og gott orðspor hans fari víða. Framkvæmdastjóri reksturs og fjármála bendir á að Íslendingar stundi nám víðs vegar um heiminn án þess að greiða kostnað af því. Þetta eru góðar röksemdir, samt er nærtækast að lesa fréttina svo að einhver sé að telja þetta eftir. Því finnst mér ástæða til að fara nánar ofan í málið. Ástæðum þess að útlendir stúdentar sækjast eftir námi í íslenskum háskóla má skipta í tvennt. Annars vegar gera þeir það af því að þeir vilja afla sér þekkingar á sérkennilegum verðmætum sem Ísland og Íslendingar hafa að bjóða. Ekki svo að skilja að Íslendingar búi yfir eitthvað merkari verðmætum en íbúar annarra landa, allir hafa eitthvað sérstætt að bjóða, og hjá okkur eru það einkum íslenskar fornbókmenntir og íslensk náttúra. Það er beinlínis hlutverk okkar í heiminum að miðla þessum verðmætum til annars fólks, og það er okkar gróði.Ekki bara tekjurnar Ég er ekki að tala um tekjur af ferðamönnum, þótt ég þykist vita að sú þekking sem Háskóli Íslands veitir útlendingum á bókmenntum og náttúru landsins skili okkur meira en 500 milljónum á ári. Ég er að tala um lífsnautn okkar sjálfra, heilbrigt stolt og ánægju af að geta lagt eitthvað fram til að gera heiminn auðugri og skemmtilegri en ella. Hins vegar koma hingað á síðustu árum margir háskólanemar til að nema fræði sem eru öllum menntuðum hluta heimsins sameiginleg, í heilbrigðisvísindum, verkfræði, raunvísindum, félagsvísindum. Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum þeir koma. En ég er sannfærður um að það sé ómetanlegt fyrir okkur, eins smá og við erum í heiminum, að eignast út um allan heim fólk með sérfræðiþekkingu á ólíkum sviðum sem hefur raunveruleg kynni af Íslandi og finnst jafnvel að það eigi því þakkarskuld að gjalda. Við erum að stríða við að halda uppi tæknivæddu menningarsamfélagi, ótrúlega fá og með tungumál sem nánast engir aðrir skilja. Við erum óhjákvæmilega í einangrunarhættu og þurfum því umfram flest annað að eiga tengsl við umheiminn. En erum við ekki í fjárþröng, Íslendingar? Alls ekki, hér eru nógir peningar ef við bara leigjum á eðlilegu verði réttinn til að veiða fiskinn í lögsögu okkar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun