Makríll - úthlutun og uppboð veiðiheimilda Darri Gunnarsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Úthlutun heimilda til veiða á makríl hefur verið til umræðu. Útgerðamenn leggja til og telja eðlilegt að veiðiheimildum makríls verði úthlutað varanlega líkt og gert er með aðrar veiðiheimildir. Aðrir benda á að selja ætti veiðirétt á uppboði sem myndað gæti öflugan tekjustofn fyrir ríkissjóð. Framkvæmdastjóri LÍÚ, Kolbeinn Árnason og fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson ræddu þetta í Klinkinu á visir.is fyrir stuttu. Þorbjörn sótti fast að framkvæmdastjóranum með hugmyndir um uppboð makrílkvóta. Hann benti á að makrílævintýrið væri til komið vegna breytinga á göngumynstri makríls en ekki áralangrar veiðireynslu útgerða. Útflutningsverðmæti makrílafurða væri um 25 milljarðar á ári og afkoma í greininni góð. Kolbeinn Árnason tiltók rök fyrir varanlegri úthlutun. Tilkostnaður við veiðarnar væri mikill, ekki væri réttlátt að skattleggja sjávarútveg umfram aðrar greinar og að afkoma makrílveiða væri ofmetin. Fyrirtækin þurfi að skipuleggja starfsemi sína á grundvelli veiðiheimilda. Útgerðarmenn telja eðlilegt að makríllin verði felldur inn útfærslu á samningaleiðinni eins og aðrar veiðiheimildir. Heimildum verði þá úthlutað til langs tíma og afgjald ákveðið í samræmi við hagnað.Hvalrekinn Makrílgengd á Íslandsmiðum er hvalreki. Afkoma veiða og vinnslu er sú besta sem þekkist í greininni, ævintýralega góð. Þó tilkostnaður við veiðar sé mikill hefur makríllinn aukið verulega nýtingu á skipum og búnaði sem notuð eru við veiðar og vinnslu á síld og loðnu. Veiðitími skarast lítið við aðrar veiðar. Veiðar á makríl hafa því aukið nýtingu fjárfestinga í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki fjárfest í aflaheimildum á makríl. Slíkar fjárfestingar hafa verið sterkustu rökin fyrir langtímasamningum um afnot. Þau eiga ekki við hér. Makríllinn er sérstakur, og verðskuldar sérstaka aðferð við úthlutun. Það er rangt að fella veiðiheimildir í makríl að kerfi sem sett var á til hagræðingar og sniðið að öðrum forsendum en hér um ræðir. Þetta á ekki síst við nú í ljósi þröngrar stöðu ríkissjóðs. Varað er við því að stjórnvöld útdeili heimildum til lengri tíma. Uppboð veiðiheimilda eru sanngjörn og skynsamleg leið þar sem sjávarútvegsfyrirtækin ákvarða verðið í samkeppni hvert við annað. Ólíklegt er að sátt náist um að bjóða út allar veiðiheimildir í makríl. Hér er því lagt til að fara bil beggja. Hluta veiðiheimilda í makríl verði úthlutað til útgerða gegn föstu gjaldi. Hinn hluti þeirra verði seldur á uppboðum.Varfærið en árangursríkt Kostir við þetta fyrirkomulag eru margir. Samningsbundin úthlutun gæti skapað útgerðar- og vinnslufyrirtækjum grunn til að skipuleggja starfsemi sína. Ríkið hefði tekjur af uppboðum sem gætu verið fleiri en eitt. Að líkindum yrði verð á uppboðum mun hærra en gjald fyrir úthlutaðar heimildir vegna jaðaráhrifa. T.d. mætti úthluta helmingi veiðiheimilda og selja hinn helminginn á nokkrum skipulögðum uppboðum. Hér er því ekki lagt til að gjörbreyta úthlutun í einu vetfangi heldur að fara varfærna en áhrifaríka leið til þess að nota uppboðsmarkað til úthlutunar heimilda. Staða ríkissjóðs er slík að ekki leyfist að horfa fram hjá möguleikum til aukinnar tekjuöflunar. Það tímabært að innleiða samkeppni og virkan markað við úthlutun veiðiheimilda. Makríllinn er kjörinn til þessa. Tekjur og verð af uppboðssölu heimilda mundu ákvarðast af getu þeirra sem best standa sig. Þeir fengju mest í sinn hlut. Reynslan af uppboðum væri þjóðinni og útgerðunum dýrmæt reynsla. Úthlutum og bjóðum upp veiðiheimildir. Náum við sátt um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Úthlutun heimilda til veiða á makríl hefur verið til umræðu. Útgerðamenn leggja til og telja eðlilegt að veiðiheimildum makríls verði úthlutað varanlega líkt og gert er með aðrar veiðiheimildir. Aðrir benda á að selja ætti veiðirétt á uppboði sem myndað gæti öflugan tekjustofn fyrir ríkissjóð. Framkvæmdastjóri LÍÚ, Kolbeinn Árnason og fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson ræddu þetta í Klinkinu á visir.is fyrir stuttu. Þorbjörn sótti fast að framkvæmdastjóranum með hugmyndir um uppboð makrílkvóta. Hann benti á að makrílævintýrið væri til komið vegna breytinga á göngumynstri makríls en ekki áralangrar veiðireynslu útgerða. Útflutningsverðmæti makrílafurða væri um 25 milljarðar á ári og afkoma í greininni góð. Kolbeinn Árnason tiltók rök fyrir varanlegri úthlutun. Tilkostnaður við veiðarnar væri mikill, ekki væri réttlátt að skattleggja sjávarútveg umfram aðrar greinar og að afkoma makrílveiða væri ofmetin. Fyrirtækin þurfi að skipuleggja starfsemi sína á grundvelli veiðiheimilda. Útgerðarmenn telja eðlilegt að makríllin verði felldur inn útfærslu á samningaleiðinni eins og aðrar veiðiheimildir. Heimildum verði þá úthlutað til langs tíma og afgjald ákveðið í samræmi við hagnað.Hvalrekinn Makrílgengd á Íslandsmiðum er hvalreki. Afkoma veiða og vinnslu er sú besta sem þekkist í greininni, ævintýralega góð. Þó tilkostnaður við veiðar sé mikill hefur makríllinn aukið verulega nýtingu á skipum og búnaði sem notuð eru við veiðar og vinnslu á síld og loðnu. Veiðitími skarast lítið við aðrar veiðar. Veiðar á makríl hafa því aukið nýtingu fjárfestinga í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki fjárfest í aflaheimildum á makríl. Slíkar fjárfestingar hafa verið sterkustu rökin fyrir langtímasamningum um afnot. Þau eiga ekki við hér. Makríllinn er sérstakur, og verðskuldar sérstaka aðferð við úthlutun. Það er rangt að fella veiðiheimildir í makríl að kerfi sem sett var á til hagræðingar og sniðið að öðrum forsendum en hér um ræðir. Þetta á ekki síst við nú í ljósi þröngrar stöðu ríkissjóðs. Varað er við því að stjórnvöld útdeili heimildum til lengri tíma. Uppboð veiðiheimilda eru sanngjörn og skynsamleg leið þar sem sjávarútvegsfyrirtækin ákvarða verðið í samkeppni hvert við annað. Ólíklegt er að sátt náist um að bjóða út allar veiðiheimildir í makríl. Hér er því lagt til að fara bil beggja. Hluta veiðiheimilda í makríl verði úthlutað til útgerða gegn föstu gjaldi. Hinn hluti þeirra verði seldur á uppboðum.Varfærið en árangursríkt Kostir við þetta fyrirkomulag eru margir. Samningsbundin úthlutun gæti skapað útgerðar- og vinnslufyrirtækjum grunn til að skipuleggja starfsemi sína. Ríkið hefði tekjur af uppboðum sem gætu verið fleiri en eitt. Að líkindum yrði verð á uppboðum mun hærra en gjald fyrir úthlutaðar heimildir vegna jaðaráhrifa. T.d. mætti úthluta helmingi veiðiheimilda og selja hinn helminginn á nokkrum skipulögðum uppboðum. Hér er því ekki lagt til að gjörbreyta úthlutun í einu vetfangi heldur að fara varfærna en áhrifaríka leið til þess að nota uppboðsmarkað til úthlutunar heimilda. Staða ríkissjóðs er slík að ekki leyfist að horfa fram hjá möguleikum til aukinnar tekjuöflunar. Það tímabært að innleiða samkeppni og virkan markað við úthlutun veiðiheimilda. Makríllinn er kjörinn til þessa. Tekjur og verð af uppboðssölu heimilda mundu ákvarðast af getu þeirra sem best standa sig. Þeir fengju mest í sinn hlut. Reynslan af uppboðum væri þjóðinni og útgerðunum dýrmæt reynsla. Úthlutum og bjóðum upp veiðiheimildir. Náum við sátt um það?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar