Makríll - úthlutun og uppboð veiðiheimilda Darri Gunnarsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Úthlutun heimilda til veiða á makríl hefur verið til umræðu. Útgerðamenn leggja til og telja eðlilegt að veiðiheimildum makríls verði úthlutað varanlega líkt og gert er með aðrar veiðiheimildir. Aðrir benda á að selja ætti veiðirétt á uppboði sem myndað gæti öflugan tekjustofn fyrir ríkissjóð. Framkvæmdastjóri LÍÚ, Kolbeinn Árnason og fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson ræddu þetta í Klinkinu á visir.is fyrir stuttu. Þorbjörn sótti fast að framkvæmdastjóranum með hugmyndir um uppboð makrílkvóta. Hann benti á að makrílævintýrið væri til komið vegna breytinga á göngumynstri makríls en ekki áralangrar veiðireynslu útgerða. Útflutningsverðmæti makrílafurða væri um 25 milljarðar á ári og afkoma í greininni góð. Kolbeinn Árnason tiltók rök fyrir varanlegri úthlutun. Tilkostnaður við veiðarnar væri mikill, ekki væri réttlátt að skattleggja sjávarútveg umfram aðrar greinar og að afkoma makrílveiða væri ofmetin. Fyrirtækin þurfi að skipuleggja starfsemi sína á grundvelli veiðiheimilda. Útgerðarmenn telja eðlilegt að makríllin verði felldur inn útfærslu á samningaleiðinni eins og aðrar veiðiheimildir. Heimildum verði þá úthlutað til langs tíma og afgjald ákveðið í samræmi við hagnað.Hvalrekinn Makrílgengd á Íslandsmiðum er hvalreki. Afkoma veiða og vinnslu er sú besta sem þekkist í greininni, ævintýralega góð. Þó tilkostnaður við veiðar sé mikill hefur makríllinn aukið verulega nýtingu á skipum og búnaði sem notuð eru við veiðar og vinnslu á síld og loðnu. Veiðitími skarast lítið við aðrar veiðar. Veiðar á makríl hafa því aukið nýtingu fjárfestinga í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki fjárfest í aflaheimildum á makríl. Slíkar fjárfestingar hafa verið sterkustu rökin fyrir langtímasamningum um afnot. Þau eiga ekki við hér. Makríllinn er sérstakur, og verðskuldar sérstaka aðferð við úthlutun. Það er rangt að fella veiðiheimildir í makríl að kerfi sem sett var á til hagræðingar og sniðið að öðrum forsendum en hér um ræðir. Þetta á ekki síst við nú í ljósi þröngrar stöðu ríkissjóðs. Varað er við því að stjórnvöld útdeili heimildum til lengri tíma. Uppboð veiðiheimilda eru sanngjörn og skynsamleg leið þar sem sjávarútvegsfyrirtækin ákvarða verðið í samkeppni hvert við annað. Ólíklegt er að sátt náist um að bjóða út allar veiðiheimildir í makríl. Hér er því lagt til að fara bil beggja. Hluta veiðiheimilda í makríl verði úthlutað til útgerða gegn föstu gjaldi. Hinn hluti þeirra verði seldur á uppboðum.Varfærið en árangursríkt Kostir við þetta fyrirkomulag eru margir. Samningsbundin úthlutun gæti skapað útgerðar- og vinnslufyrirtækjum grunn til að skipuleggja starfsemi sína. Ríkið hefði tekjur af uppboðum sem gætu verið fleiri en eitt. Að líkindum yrði verð á uppboðum mun hærra en gjald fyrir úthlutaðar heimildir vegna jaðaráhrifa. T.d. mætti úthluta helmingi veiðiheimilda og selja hinn helminginn á nokkrum skipulögðum uppboðum. Hér er því ekki lagt til að gjörbreyta úthlutun í einu vetfangi heldur að fara varfærna en áhrifaríka leið til þess að nota uppboðsmarkað til úthlutunar heimilda. Staða ríkissjóðs er slík að ekki leyfist að horfa fram hjá möguleikum til aukinnar tekjuöflunar. Það tímabært að innleiða samkeppni og virkan markað við úthlutun veiðiheimilda. Makríllinn er kjörinn til þessa. Tekjur og verð af uppboðssölu heimilda mundu ákvarðast af getu þeirra sem best standa sig. Þeir fengju mest í sinn hlut. Reynslan af uppboðum væri þjóðinni og útgerðunum dýrmæt reynsla. Úthlutum og bjóðum upp veiðiheimildir. Náum við sátt um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Úthlutun heimilda til veiða á makríl hefur verið til umræðu. Útgerðamenn leggja til og telja eðlilegt að veiðiheimildum makríls verði úthlutað varanlega líkt og gert er með aðrar veiðiheimildir. Aðrir benda á að selja ætti veiðirétt á uppboði sem myndað gæti öflugan tekjustofn fyrir ríkissjóð. Framkvæmdastjóri LÍÚ, Kolbeinn Árnason og fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson ræddu þetta í Klinkinu á visir.is fyrir stuttu. Þorbjörn sótti fast að framkvæmdastjóranum með hugmyndir um uppboð makrílkvóta. Hann benti á að makrílævintýrið væri til komið vegna breytinga á göngumynstri makríls en ekki áralangrar veiðireynslu útgerða. Útflutningsverðmæti makrílafurða væri um 25 milljarðar á ári og afkoma í greininni góð. Kolbeinn Árnason tiltók rök fyrir varanlegri úthlutun. Tilkostnaður við veiðarnar væri mikill, ekki væri réttlátt að skattleggja sjávarútveg umfram aðrar greinar og að afkoma makrílveiða væri ofmetin. Fyrirtækin þurfi að skipuleggja starfsemi sína á grundvelli veiðiheimilda. Útgerðarmenn telja eðlilegt að makríllin verði felldur inn útfærslu á samningaleiðinni eins og aðrar veiðiheimildir. Heimildum verði þá úthlutað til langs tíma og afgjald ákveðið í samræmi við hagnað.Hvalrekinn Makrílgengd á Íslandsmiðum er hvalreki. Afkoma veiða og vinnslu er sú besta sem þekkist í greininni, ævintýralega góð. Þó tilkostnaður við veiðar sé mikill hefur makríllinn aukið verulega nýtingu á skipum og búnaði sem notuð eru við veiðar og vinnslu á síld og loðnu. Veiðitími skarast lítið við aðrar veiðar. Veiðar á makríl hafa því aukið nýtingu fjárfestinga í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki fjárfest í aflaheimildum á makríl. Slíkar fjárfestingar hafa verið sterkustu rökin fyrir langtímasamningum um afnot. Þau eiga ekki við hér. Makríllinn er sérstakur, og verðskuldar sérstaka aðferð við úthlutun. Það er rangt að fella veiðiheimildir í makríl að kerfi sem sett var á til hagræðingar og sniðið að öðrum forsendum en hér um ræðir. Þetta á ekki síst við nú í ljósi þröngrar stöðu ríkissjóðs. Varað er við því að stjórnvöld útdeili heimildum til lengri tíma. Uppboð veiðiheimilda eru sanngjörn og skynsamleg leið þar sem sjávarútvegsfyrirtækin ákvarða verðið í samkeppni hvert við annað. Ólíklegt er að sátt náist um að bjóða út allar veiðiheimildir í makríl. Hér er því lagt til að fara bil beggja. Hluta veiðiheimilda í makríl verði úthlutað til útgerða gegn föstu gjaldi. Hinn hluti þeirra verði seldur á uppboðum.Varfærið en árangursríkt Kostir við þetta fyrirkomulag eru margir. Samningsbundin úthlutun gæti skapað útgerðar- og vinnslufyrirtækjum grunn til að skipuleggja starfsemi sína. Ríkið hefði tekjur af uppboðum sem gætu verið fleiri en eitt. Að líkindum yrði verð á uppboðum mun hærra en gjald fyrir úthlutaðar heimildir vegna jaðaráhrifa. T.d. mætti úthluta helmingi veiðiheimilda og selja hinn helminginn á nokkrum skipulögðum uppboðum. Hér er því ekki lagt til að gjörbreyta úthlutun í einu vetfangi heldur að fara varfærna en áhrifaríka leið til þess að nota uppboðsmarkað til úthlutunar heimilda. Staða ríkissjóðs er slík að ekki leyfist að horfa fram hjá möguleikum til aukinnar tekjuöflunar. Það tímabært að innleiða samkeppni og virkan markað við úthlutun veiðiheimilda. Makríllinn er kjörinn til þessa. Tekjur og verð af uppboðssölu heimilda mundu ákvarðast af getu þeirra sem best standa sig. Þeir fengju mest í sinn hlut. Reynslan af uppboðum væri þjóðinni og útgerðunum dýrmæt reynsla. Úthlutum og bjóðum upp veiðiheimildir. Náum við sátt um það?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar