Til varnar íslenskri tungu Jón Axel Egilsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Í tilefni þess að ný ríkisstjórn ætlar að efla íslenska menningu (svo) og einnig að RÚV fór af stað með þátt um íslenskt mál, Orðbragð, í haust, vil ég leggja mitt af mörkum með þessari stuttu grein. Vinsamlega klippið hana út úr blaðinu, plastið og setjið upp á vegg og lesið daglega.Ekki segja „hérna“ Hugsaðu áður en þú talar. Ef þú hugsar ekki hraðar en þú talar, skaltu varast að segja „hérna“ í öðru hverju orði, eins og fjórir af hverjum fimm Íslendingum, því fátt sker jafnilla í eyru. Ef þú hefur ekki tekið eftir þessu, skaltu hlusta á viðtalsþætti í útvarpi og sjónvarpi, t.d. Í vikulokin, Sunnudagsmorgun, Kastljósið eða Kiljuna og fréttaviðtöl. Forðastu að hefja mál þitt eða svar með „Ammmmm...“ sem smeygði sér inn í íslenskuna með amerískum sjónvarpsþáttum. Ekki segja: „Aaaaa...“ eða einhvern annan sérhljóða og allra síst með kokhljóði, ef þú þarft að hugsa þig um. Aldrei segja „sko“ í lok setningar.Hvorki segja né skrifa „sem sagt“… …nema þú hafir útskýrt eitthvað ítarlega í löngu máli, þá dregur þú mál þitt saman og segir: „Sem sagt, þannig er farið að því…“ Fjöldi Íslendinga ofnotar „sem sagt“ í daglegu tali, t.d. fréttamenn, viðmælendur þeirra og stjórnendur sjónvarpsþátta – að ógleymdum þýðendum norrænna sakamálasagna sem nota það allt að þrisvar til sjö sinnum á sömu blaðsíðunni. Ég benti síðastnefnda hópnum á þetta í grein í Fréttablaðinu 10. apríl 2012, „Er sem sagt, sko?“, (bls. 19) og útskýrði aðferð til að forðast það. Aðferðin felst í því að láta Word-forritið finna „sem sagt“ og lýsa það upp með gulu – fylla skjáinn af blaðsíðum og þá er eins og einhver hafi pissað yfir textann. Þetta er mjög sálræn upplifun og fær þann sem reynt hefur, að forðast „sem sagt“ eða annað sem hann/hún vill forðast að ofnota. Aðeins einn „sem sagt“ þýðandi hafði samband við mig með tölvupósti. Hann taldi sig bundinn af Bernarsáttmálanum frá 1887 (tók gildi á Íslandi 1947) sem HKL hefði bent sér á og að hann yrði að vera trúr upphaflega handritinu. Ekki hefur HKL fylgt eigin ráðum er hann þýddi „Vopnin kvödd“ 1941 (Farwell to Arms) eftir Ernest Miller Hemingway né við endurútgáfuna 1977. Fyrsta þýðing hans á titlinum var „Kveðja til vopnanna“, sem er afleit þýðing. HKL átti síðan í miklu stríði við þýðinguna; fékk ákúrur frá Kennarafélagi Suður-Þingeyinga fyrir aðför að íslensku ritmáli og alnafni hans, skólastjóri í Vestmannaeyjum, taldi um fjögur þúsund ritvillur áður en hann skrifaði ádeilugrein í Tímann. En Sigfús Daðason, skáld, ritaði í varnargrein: „…var þýðing Halldórs mér einnig fyrsta lexía í þýðingarfræði, og mér lærðist þá þegar að frumtexti og þýðing er sitt hvað.“Ekki tala í nafnhætti Íþróttafréttamenn eru verstu nafnháttanotendurnir, en nýbúar eiga líka erfitt með beygingu íslenskra sagna, svo þeir nota nafnhátt í staðinn. Þeir segja: „Ég er ekki að skilja þetta“ í stað: „Ég skil þetta ekki“. Og Íslendingar taka undir þetta og segja: „Herjólfur er ekki að sigla…“ í stað: „Herjólfur siglir ekki.“ Í lífsstílsþætti var sagt: „Hvað ertu að nota á húðina… í stað: „Hvað notarðu á húðina?“ Í Útsvari var spurt: „Eruð þið ekki að finna fyrir því…“ í stað: „Finnið þið ekki fyrir því?“ Stórlax í viðskiptaheiminum sagði: „Hefur ekki verið að skila sama árangri…“ í stað: „Hefur ekki skilað sama árangri…“ Í tilefni ofangreinds þáttar um íslenskt mál á RÚV hófst grein í Fréttablaðinu á setningunni: „Við erum að fara að vaða í tökur á þessu.“…og dæmi nú hver fyrir sig. Það versta við svona greinar er að þeir sem þyrftu að lesa þær gera það ekki, því bið ég þig, lesandi góður, að benda þeim á greinina sem þér finnst að ættu að lesa hana. Besta ráðið gaf ég í upphafi: Klippið greinina út, plastið, hengið upp á vegg og lesið daglega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að ný ríkisstjórn ætlar að efla íslenska menningu (svo) og einnig að RÚV fór af stað með þátt um íslenskt mál, Orðbragð, í haust, vil ég leggja mitt af mörkum með þessari stuttu grein. Vinsamlega klippið hana út úr blaðinu, plastið og setjið upp á vegg og lesið daglega.Ekki segja „hérna“ Hugsaðu áður en þú talar. Ef þú hugsar ekki hraðar en þú talar, skaltu varast að segja „hérna“ í öðru hverju orði, eins og fjórir af hverjum fimm Íslendingum, því fátt sker jafnilla í eyru. Ef þú hefur ekki tekið eftir þessu, skaltu hlusta á viðtalsþætti í útvarpi og sjónvarpi, t.d. Í vikulokin, Sunnudagsmorgun, Kastljósið eða Kiljuna og fréttaviðtöl. Forðastu að hefja mál þitt eða svar með „Ammmmm...“ sem smeygði sér inn í íslenskuna með amerískum sjónvarpsþáttum. Ekki segja: „Aaaaa...“ eða einhvern annan sérhljóða og allra síst með kokhljóði, ef þú þarft að hugsa þig um. Aldrei segja „sko“ í lok setningar.Hvorki segja né skrifa „sem sagt“… …nema þú hafir útskýrt eitthvað ítarlega í löngu máli, þá dregur þú mál þitt saman og segir: „Sem sagt, þannig er farið að því…“ Fjöldi Íslendinga ofnotar „sem sagt“ í daglegu tali, t.d. fréttamenn, viðmælendur þeirra og stjórnendur sjónvarpsþátta – að ógleymdum þýðendum norrænna sakamálasagna sem nota það allt að þrisvar til sjö sinnum á sömu blaðsíðunni. Ég benti síðastnefnda hópnum á þetta í grein í Fréttablaðinu 10. apríl 2012, „Er sem sagt, sko?“, (bls. 19) og útskýrði aðferð til að forðast það. Aðferðin felst í því að láta Word-forritið finna „sem sagt“ og lýsa það upp með gulu – fylla skjáinn af blaðsíðum og þá er eins og einhver hafi pissað yfir textann. Þetta er mjög sálræn upplifun og fær þann sem reynt hefur, að forðast „sem sagt“ eða annað sem hann/hún vill forðast að ofnota. Aðeins einn „sem sagt“ þýðandi hafði samband við mig með tölvupósti. Hann taldi sig bundinn af Bernarsáttmálanum frá 1887 (tók gildi á Íslandi 1947) sem HKL hefði bent sér á og að hann yrði að vera trúr upphaflega handritinu. Ekki hefur HKL fylgt eigin ráðum er hann þýddi „Vopnin kvödd“ 1941 (Farwell to Arms) eftir Ernest Miller Hemingway né við endurútgáfuna 1977. Fyrsta þýðing hans á titlinum var „Kveðja til vopnanna“, sem er afleit þýðing. HKL átti síðan í miklu stríði við þýðinguna; fékk ákúrur frá Kennarafélagi Suður-Þingeyinga fyrir aðför að íslensku ritmáli og alnafni hans, skólastjóri í Vestmannaeyjum, taldi um fjögur þúsund ritvillur áður en hann skrifaði ádeilugrein í Tímann. En Sigfús Daðason, skáld, ritaði í varnargrein: „…var þýðing Halldórs mér einnig fyrsta lexía í þýðingarfræði, og mér lærðist þá þegar að frumtexti og þýðing er sitt hvað.“Ekki tala í nafnhætti Íþróttafréttamenn eru verstu nafnháttanotendurnir, en nýbúar eiga líka erfitt með beygingu íslenskra sagna, svo þeir nota nafnhátt í staðinn. Þeir segja: „Ég er ekki að skilja þetta“ í stað: „Ég skil þetta ekki“. Og Íslendingar taka undir þetta og segja: „Herjólfur er ekki að sigla…“ í stað: „Herjólfur siglir ekki.“ Í lífsstílsþætti var sagt: „Hvað ertu að nota á húðina… í stað: „Hvað notarðu á húðina?“ Í Útsvari var spurt: „Eruð þið ekki að finna fyrir því…“ í stað: „Finnið þið ekki fyrir því?“ Stórlax í viðskiptaheiminum sagði: „Hefur ekki verið að skila sama árangri…“ í stað: „Hefur ekki skilað sama árangri…“ Í tilefni ofangreinds þáttar um íslenskt mál á RÚV hófst grein í Fréttablaðinu á setningunni: „Við erum að fara að vaða í tökur á þessu.“…og dæmi nú hver fyrir sig. Það versta við svona greinar er að þeir sem þyrftu að lesa þær gera það ekki, því bið ég þig, lesandi góður, að benda þeim á greinina sem þér finnst að ættu að lesa hana. Besta ráðið gaf ég í upphafi: Klippið greinina út, plastið, hengið upp á vegg og lesið daglega.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar