Þeir fiska sem róa Ólafur Mathiesen skrifar 19. desember 2013 07:00 Í síðustu viku var í fyrsta skipti úthlutað úr nýjum hönnunarsjóði íslenska ríkisins. Fyrir á bæli eru ýmsir aðrir gagnlegir sjóðir t.d. rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, framleiðnisjóður landbúnaðarins, byggðasjóður og atvinnuþróunarsjóðir, en þetta er fyrsti hönnunarsjóðurinn. Hönnunarsjóður veitir styrki til verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs; m.a. þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Sjóðurinn veitir að hámarki 5 milljónir króna til hvers verkefnis og aldrei meira en 50% kostnaðaráætlunar. Styrkþegar fjármagna því verkefnin að stærstum hluta með öðrum hætti. Hæsti styrkur sjóðsins í ár er 3,8 milljónir, en meðalupphæð styrkja er 1-2 milljónir króna. Þegar umsóknarfrestur rann út höfðu rúmlega 200 umsóknir borist um 400 milljónir króna, eða tífalda þá upphæð sem til skipta var. Þessi mikli áhugi hönnunargeirans er ánægjuleg staðfesting á þörf og mikilvægi sjóðsins. Með þennan fjölda góðra umsókna var sjóðsstjórn vandi á höndum. Ásamt samhentu og metnaðarfullu starfi starfsmanna Hönnunarmiðstöðvar Íslands tókst að þrengja valið. Það segir sig sjálft að mörg verðug verkefni urðu útundan. Þeim til huggunar er einungis sú staðfesta stjórnar að sjóðurinn fái framhaldslíf og eflist síðan með hverju ári sem líður. Von um framsýni þingmanna við fjárlagagerð skaðar ekki heldur. Meðal verkefna sem hljóta styrki í ár eru nýjar fatalínur eldri og leiðandi, sem og ungra og upprennandi fatahönnuða. Nokkur fatahönnunarfyrirtæki hljóta styrki til markaðssetningar erlendis. Það gera líka vöru- og húsgagnahönnuðir og er um að ræða mikilvæga fjárfestingu í starfsemi fjölmargra fyrirtækja. Einnig hljóta verkefni á sviði grafískrar hönnunar og arkitektúrs styrki ásamt þróunarverkefnum í leirkerahönnun, skartgripahönnun og textílhönnun. Þá hljóta fimm rannsóknar- og söguskráningarverkefni einnig styrki. Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða, sem eru að stíga sín fyrstu skref, og þeirra reyndari sem hyggja á landvinninga. Hvort tveggja er mikilvægt fyrir fjölbreytni og heilbrigði í íslensku atvinnulífi. Nú var 42 milljónum dreift á 49 einstaklinga og fyrirtæki. Það er þunnt smurt, en ef framlegð og ávöxtun verður í átt að því sem kom fram á síðum Fréttablaðsins um nýsköpunarsjóði fyrir skömmu gæti uppskera ríkisinss orðið rúmlega 420 milljónir eftir 10 ár. Það er ágætis viðbit fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var í fyrsta skipti úthlutað úr nýjum hönnunarsjóði íslenska ríkisins. Fyrir á bæli eru ýmsir aðrir gagnlegir sjóðir t.d. rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, framleiðnisjóður landbúnaðarins, byggðasjóður og atvinnuþróunarsjóðir, en þetta er fyrsti hönnunarsjóðurinn. Hönnunarsjóður veitir styrki til verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs; m.a. þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Sjóðurinn veitir að hámarki 5 milljónir króna til hvers verkefnis og aldrei meira en 50% kostnaðaráætlunar. Styrkþegar fjármagna því verkefnin að stærstum hluta með öðrum hætti. Hæsti styrkur sjóðsins í ár er 3,8 milljónir, en meðalupphæð styrkja er 1-2 milljónir króna. Þegar umsóknarfrestur rann út höfðu rúmlega 200 umsóknir borist um 400 milljónir króna, eða tífalda þá upphæð sem til skipta var. Þessi mikli áhugi hönnunargeirans er ánægjuleg staðfesting á þörf og mikilvægi sjóðsins. Með þennan fjölda góðra umsókna var sjóðsstjórn vandi á höndum. Ásamt samhentu og metnaðarfullu starfi starfsmanna Hönnunarmiðstöðvar Íslands tókst að þrengja valið. Það segir sig sjálft að mörg verðug verkefni urðu útundan. Þeim til huggunar er einungis sú staðfesta stjórnar að sjóðurinn fái framhaldslíf og eflist síðan með hverju ári sem líður. Von um framsýni þingmanna við fjárlagagerð skaðar ekki heldur. Meðal verkefna sem hljóta styrki í ár eru nýjar fatalínur eldri og leiðandi, sem og ungra og upprennandi fatahönnuða. Nokkur fatahönnunarfyrirtæki hljóta styrki til markaðssetningar erlendis. Það gera líka vöru- og húsgagnahönnuðir og er um að ræða mikilvæga fjárfestingu í starfsemi fjölmargra fyrirtækja. Einnig hljóta verkefni á sviði grafískrar hönnunar og arkitektúrs styrki ásamt þróunarverkefnum í leirkerahönnun, skartgripahönnun og textílhönnun. Þá hljóta fimm rannsóknar- og söguskráningarverkefni einnig styrki. Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða, sem eru að stíga sín fyrstu skref, og þeirra reyndari sem hyggja á landvinninga. Hvort tveggja er mikilvægt fyrir fjölbreytni og heilbrigði í íslensku atvinnulífi. Nú var 42 milljónum dreift á 49 einstaklinga og fyrirtæki. Það er þunnt smurt, en ef framlegð og ávöxtun verður í átt að því sem kom fram á síðum Fréttablaðsins um nýsköpunarsjóði fyrir skömmu gæti uppskera ríkisinss orðið rúmlega 420 milljónir eftir 10 ár. Það er ágætis viðbit fyrir komandi kynslóðir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar