Ferðafrelsi? Annar hluti Þorvarður Ingi Þorbjörnsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Tómas Guðmundsson skrifaði eitt sinn að landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt. Gildir kannski það sama ef fólk hefur ekki frelsi til að njóta þess? Nokkuð hefur verið rætt innan ferðaþjónustunnar og ferðaklúbbsins 4x4, hve markvisst hefur verið unnið að því að skerða ferðafrelsi á Íslandi. Ferðafólk er dregið í dilka eftir ferðamáta, sumt þykir tilhlýðilegt og annað ekki. Hesturinn hefur verið nefndur „þarfasti þjónninn“, og það hefur þótt göfugt í seinni tíð að fara sem mest um á „tveimur jafn fljótum“. Þegar „sjálfrennireiðin“ og önnur vélknúin farartæki komu fyrst til landsins hófust nýir tímar, leitað var nýrra leiða við að komast milli byggðra bóla. Síðar var farið að gera akhæfa vegi, til að komast á milli staða á fljótlegri máta en ríðandi eða gangandi og Íslendingar hófu að sækja inn á hálendið á jeppum og trukkum. Leitað var leiða sem farartækjum þessum væru færar, og byrjað að gera ófærur færar. Þeir sem stunduðu þessar ferðir voru hetjur hálendisins, og enn í dag förum við þessar leiðir. Sumar hafa verið lagfærðar til muna og eru mikið eknar, aðrar minna. Þessir vegslóðar eru hluti af menningu okkar og sögu og mega ekki glatast.Gríðarleg þróun Ferðamennska á vélknúnum farartækjum hefur þróast gríðarlega og á aðra vegu en í öðrum löndum. Ísland er jú strjálbýlt og við eigum gríðarleg víðerni, við höfum þróað og smíðað sérhönnuð farartæki til ferðalaga um landið á öllum árstíðum. Þetta eru svokallaðir „ofurjeppar“, sérbreyttir jeppar til aksturs á stórum dekkjum, þannig að hleypa megi lofti úr – mýkja til aksturs á vondum vegum og vegleysum, og mýkja enn meira í til að aka á snjó. Þetta eru farartækin sem flytja okkur hraðar og öruggar um vegi og vegleysur en þekkist annars staðar, enda eru íslenskar aðstæður einstakar. Ekki hafa aðeins verið þróuð farartæki, heldur hefur orðið til þekking og reynsla til ferðalaga allt árið. Það er svo mikill munur á ferðamennsku Íslendinga og erlendra gesta sem aka um landið án leiðsagnar eða handleiðslu fagmanna, að tímabært er að gera þar greinarmun á. Markvisst er unnið að því að fjölga erlendum ferðamönnum á Íslandi, - ómarkvisst er unnið að því að taka á móti þeim og stýra hegðun þeirra. Víða er Ísland selt sem haftalaust til ferðalaga: leigðu 4x4 bíl og þú mátt aka nánast hvar sem þú vilt. Það sýnir sig að upplýsingagjöf yfirvalda til erlendra ferðamanna er í molum, á meðan t.a.m. ferðaklúbburinn 4x4 hefur haldið uppi þrotlausum áróðri gegn utanvegaakstri og komið að stikun vandfarinna leiða og uppgræðslu rofsvæða. Á sama tíma fara erlendir ferðamenn um landið og hafa litlar sem engar upplýsingar um landið og viðkvæma náttúru þess. Þar er oft hengdur bakari fyrir smið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Tómas Guðmundsson skrifaði eitt sinn að landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt. Gildir kannski það sama ef fólk hefur ekki frelsi til að njóta þess? Nokkuð hefur verið rætt innan ferðaþjónustunnar og ferðaklúbbsins 4x4, hve markvisst hefur verið unnið að því að skerða ferðafrelsi á Íslandi. Ferðafólk er dregið í dilka eftir ferðamáta, sumt þykir tilhlýðilegt og annað ekki. Hesturinn hefur verið nefndur „þarfasti þjónninn“, og það hefur þótt göfugt í seinni tíð að fara sem mest um á „tveimur jafn fljótum“. Þegar „sjálfrennireiðin“ og önnur vélknúin farartæki komu fyrst til landsins hófust nýir tímar, leitað var nýrra leiða við að komast milli byggðra bóla. Síðar var farið að gera akhæfa vegi, til að komast á milli staða á fljótlegri máta en ríðandi eða gangandi og Íslendingar hófu að sækja inn á hálendið á jeppum og trukkum. Leitað var leiða sem farartækjum þessum væru færar, og byrjað að gera ófærur færar. Þeir sem stunduðu þessar ferðir voru hetjur hálendisins, og enn í dag förum við þessar leiðir. Sumar hafa verið lagfærðar til muna og eru mikið eknar, aðrar minna. Þessir vegslóðar eru hluti af menningu okkar og sögu og mega ekki glatast.Gríðarleg þróun Ferðamennska á vélknúnum farartækjum hefur þróast gríðarlega og á aðra vegu en í öðrum löndum. Ísland er jú strjálbýlt og við eigum gríðarleg víðerni, við höfum þróað og smíðað sérhönnuð farartæki til ferðalaga um landið á öllum árstíðum. Þetta eru svokallaðir „ofurjeppar“, sérbreyttir jeppar til aksturs á stórum dekkjum, þannig að hleypa megi lofti úr – mýkja til aksturs á vondum vegum og vegleysum, og mýkja enn meira í til að aka á snjó. Þetta eru farartækin sem flytja okkur hraðar og öruggar um vegi og vegleysur en þekkist annars staðar, enda eru íslenskar aðstæður einstakar. Ekki hafa aðeins verið þróuð farartæki, heldur hefur orðið til þekking og reynsla til ferðalaga allt árið. Það er svo mikill munur á ferðamennsku Íslendinga og erlendra gesta sem aka um landið án leiðsagnar eða handleiðslu fagmanna, að tímabært er að gera þar greinarmun á. Markvisst er unnið að því að fjölga erlendum ferðamönnum á Íslandi, - ómarkvisst er unnið að því að taka á móti þeim og stýra hegðun þeirra. Víða er Ísland selt sem haftalaust til ferðalaga: leigðu 4x4 bíl og þú mátt aka nánast hvar sem þú vilt. Það sýnir sig að upplýsingagjöf yfirvalda til erlendra ferðamanna er í molum, á meðan t.a.m. ferðaklúbburinn 4x4 hefur haldið uppi þrotlausum áróðri gegn utanvegaakstri og komið að stikun vandfarinna leiða og uppgræðslu rofsvæða. Á sama tíma fara erlendir ferðamenn um landið og hafa litlar sem engar upplýsingar um landið og viðkvæma náttúru þess. Þar er oft hengdur bakari fyrir smið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar