Ferðafrelsi? Annar hluti Þorvarður Ingi Þorbjörnsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Tómas Guðmundsson skrifaði eitt sinn að landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt. Gildir kannski það sama ef fólk hefur ekki frelsi til að njóta þess? Nokkuð hefur verið rætt innan ferðaþjónustunnar og ferðaklúbbsins 4x4, hve markvisst hefur verið unnið að því að skerða ferðafrelsi á Íslandi. Ferðafólk er dregið í dilka eftir ferðamáta, sumt þykir tilhlýðilegt og annað ekki. Hesturinn hefur verið nefndur „þarfasti þjónninn“, og það hefur þótt göfugt í seinni tíð að fara sem mest um á „tveimur jafn fljótum“. Þegar „sjálfrennireiðin“ og önnur vélknúin farartæki komu fyrst til landsins hófust nýir tímar, leitað var nýrra leiða við að komast milli byggðra bóla. Síðar var farið að gera akhæfa vegi, til að komast á milli staða á fljótlegri máta en ríðandi eða gangandi og Íslendingar hófu að sækja inn á hálendið á jeppum og trukkum. Leitað var leiða sem farartækjum þessum væru færar, og byrjað að gera ófærur færar. Þeir sem stunduðu þessar ferðir voru hetjur hálendisins, og enn í dag förum við þessar leiðir. Sumar hafa verið lagfærðar til muna og eru mikið eknar, aðrar minna. Þessir vegslóðar eru hluti af menningu okkar og sögu og mega ekki glatast.Gríðarleg þróun Ferðamennska á vélknúnum farartækjum hefur þróast gríðarlega og á aðra vegu en í öðrum löndum. Ísland er jú strjálbýlt og við eigum gríðarleg víðerni, við höfum þróað og smíðað sérhönnuð farartæki til ferðalaga um landið á öllum árstíðum. Þetta eru svokallaðir „ofurjeppar“, sérbreyttir jeppar til aksturs á stórum dekkjum, þannig að hleypa megi lofti úr – mýkja til aksturs á vondum vegum og vegleysum, og mýkja enn meira í til að aka á snjó. Þetta eru farartækin sem flytja okkur hraðar og öruggar um vegi og vegleysur en þekkist annars staðar, enda eru íslenskar aðstæður einstakar. Ekki hafa aðeins verið þróuð farartæki, heldur hefur orðið til þekking og reynsla til ferðalaga allt árið. Það er svo mikill munur á ferðamennsku Íslendinga og erlendra gesta sem aka um landið án leiðsagnar eða handleiðslu fagmanna, að tímabært er að gera þar greinarmun á. Markvisst er unnið að því að fjölga erlendum ferðamönnum á Íslandi, - ómarkvisst er unnið að því að taka á móti þeim og stýra hegðun þeirra. Víða er Ísland selt sem haftalaust til ferðalaga: leigðu 4x4 bíl og þú mátt aka nánast hvar sem þú vilt. Það sýnir sig að upplýsingagjöf yfirvalda til erlendra ferðamanna er í molum, á meðan t.a.m. ferðaklúbburinn 4x4 hefur haldið uppi þrotlausum áróðri gegn utanvegaakstri og komið að stikun vandfarinna leiða og uppgræðslu rofsvæða. Á sama tíma fara erlendir ferðamenn um landið og hafa litlar sem engar upplýsingar um landið og viðkvæma náttúru þess. Þar er oft hengdur bakari fyrir smið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Tómas Guðmundsson skrifaði eitt sinn að landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt. Gildir kannski það sama ef fólk hefur ekki frelsi til að njóta þess? Nokkuð hefur verið rætt innan ferðaþjónustunnar og ferðaklúbbsins 4x4, hve markvisst hefur verið unnið að því að skerða ferðafrelsi á Íslandi. Ferðafólk er dregið í dilka eftir ferðamáta, sumt þykir tilhlýðilegt og annað ekki. Hesturinn hefur verið nefndur „þarfasti þjónninn“, og það hefur þótt göfugt í seinni tíð að fara sem mest um á „tveimur jafn fljótum“. Þegar „sjálfrennireiðin“ og önnur vélknúin farartæki komu fyrst til landsins hófust nýir tímar, leitað var nýrra leiða við að komast milli byggðra bóla. Síðar var farið að gera akhæfa vegi, til að komast á milli staða á fljótlegri máta en ríðandi eða gangandi og Íslendingar hófu að sækja inn á hálendið á jeppum og trukkum. Leitað var leiða sem farartækjum þessum væru færar, og byrjað að gera ófærur færar. Þeir sem stunduðu þessar ferðir voru hetjur hálendisins, og enn í dag förum við þessar leiðir. Sumar hafa verið lagfærðar til muna og eru mikið eknar, aðrar minna. Þessir vegslóðar eru hluti af menningu okkar og sögu og mega ekki glatast.Gríðarleg þróun Ferðamennska á vélknúnum farartækjum hefur þróast gríðarlega og á aðra vegu en í öðrum löndum. Ísland er jú strjálbýlt og við eigum gríðarleg víðerni, við höfum þróað og smíðað sérhönnuð farartæki til ferðalaga um landið á öllum árstíðum. Þetta eru svokallaðir „ofurjeppar“, sérbreyttir jeppar til aksturs á stórum dekkjum, þannig að hleypa megi lofti úr – mýkja til aksturs á vondum vegum og vegleysum, og mýkja enn meira í til að aka á snjó. Þetta eru farartækin sem flytja okkur hraðar og öruggar um vegi og vegleysur en þekkist annars staðar, enda eru íslenskar aðstæður einstakar. Ekki hafa aðeins verið þróuð farartæki, heldur hefur orðið til þekking og reynsla til ferðalaga allt árið. Það er svo mikill munur á ferðamennsku Íslendinga og erlendra gesta sem aka um landið án leiðsagnar eða handleiðslu fagmanna, að tímabært er að gera þar greinarmun á. Markvisst er unnið að því að fjölga erlendum ferðamönnum á Íslandi, - ómarkvisst er unnið að því að taka á móti þeim og stýra hegðun þeirra. Víða er Ísland selt sem haftalaust til ferðalaga: leigðu 4x4 bíl og þú mátt aka nánast hvar sem þú vilt. Það sýnir sig að upplýsingagjöf yfirvalda til erlendra ferðamanna er í molum, á meðan t.a.m. ferðaklúbburinn 4x4 hefur haldið uppi þrotlausum áróðri gegn utanvegaakstri og komið að stikun vandfarinna leiða og uppgræðslu rofsvæða. Á sama tíma fara erlendir ferðamenn um landið og hafa litlar sem engar upplýsingar um landið og viðkvæma náttúru þess. Þar er oft hengdur bakari fyrir smið.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar