Eyðileg framtíðarsýn 11. apríl 2013 07:00 Stórmyndin Oblivion verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Myndin gerist í óskilgreindri framtíð og er jörðin rústir einar eftir árás geimvera á plánetuna. Sextíu árum eftir stríðið er mannfólkið í óða önn að undirbúa brottför sína með því að safna saman þeim náttúruauðlindum sem eftir eru á jörðinni og eyða innrásarherjum sem urðu innlyksa á plánetunni eftir stríðslok. Jack Harper er fyrrverandi hermaður sem gerir við vélmenni og könnunarloftför sem sinna eftirlitsstörfum á mannlausri jörðinni. Dag einn bjargar hann ungri konu úr geimfari sem hrapar til jarðar og skömmu eftir komu hennar er Jack rænt af hópi uppreisnarmanna sem starfar undir stjórn hins dularfulla Malcolms Beech. Í kjölfarið neyðist Jack til þess að endurmeta allt sem hann áður taldi sig vita um innrásina og eftirmál hennar. Tom Cruise fer með hlutverk Jacks Harper og líkt og kunnugt er dvaldi hann hér á landi við tökur á myndinni. Úkraínska leikkonan Olga Kurylenko fer með hlutverk hinnar dularfullu Juliu Rusakovu sem Jack finnur í hröpuðu geimfari. Með önnur hlutverk fara stórleikarinn Morgan Freeman, Andrea Riseborough, hinn danski Nikolaj Coster-Waldau og Zoë Bell. Leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sem leikstýrði áður myndinni Tron: Legacy frá árinu 2010. Handrit myndarinnar er byggt á teiknimyndasögu sem Kosinski samdi árið 2005, skömmu eftir að hann flutti til Los Angeles. Walt Disney keypti réttinn að myndinni árið 2010 en hætti við þau áform þegar í ljós koma að ómögulegt yrði að gera fjölskylduvæna mynd úr handritinu. Universal Pictures tók við keflinu og réð Kosinski til þess að skrifa handritið að myndinni og leikstýra henni. Frumsýning Oblivion verður víðast hvar ekki fyrr en í næstu viku og því er lítið um gagnrýni enn sem komið er. Peter Bradshaw, gagnrýnandi The Guardian, gefur Oblivion þó tvær stjörnur og segir myndatökuna einkennast af nærmyndum af þaulæfðum hasarhetjusvip Tom Cruise. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Sjá meira
Stórmyndin Oblivion verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Myndin gerist í óskilgreindri framtíð og er jörðin rústir einar eftir árás geimvera á plánetuna. Sextíu árum eftir stríðið er mannfólkið í óða önn að undirbúa brottför sína með því að safna saman þeim náttúruauðlindum sem eftir eru á jörðinni og eyða innrásarherjum sem urðu innlyksa á plánetunni eftir stríðslok. Jack Harper er fyrrverandi hermaður sem gerir við vélmenni og könnunarloftför sem sinna eftirlitsstörfum á mannlausri jörðinni. Dag einn bjargar hann ungri konu úr geimfari sem hrapar til jarðar og skömmu eftir komu hennar er Jack rænt af hópi uppreisnarmanna sem starfar undir stjórn hins dularfulla Malcolms Beech. Í kjölfarið neyðist Jack til þess að endurmeta allt sem hann áður taldi sig vita um innrásina og eftirmál hennar. Tom Cruise fer með hlutverk Jacks Harper og líkt og kunnugt er dvaldi hann hér á landi við tökur á myndinni. Úkraínska leikkonan Olga Kurylenko fer með hlutverk hinnar dularfullu Juliu Rusakovu sem Jack finnur í hröpuðu geimfari. Með önnur hlutverk fara stórleikarinn Morgan Freeman, Andrea Riseborough, hinn danski Nikolaj Coster-Waldau og Zoë Bell. Leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sem leikstýrði áður myndinni Tron: Legacy frá árinu 2010. Handrit myndarinnar er byggt á teiknimyndasögu sem Kosinski samdi árið 2005, skömmu eftir að hann flutti til Los Angeles. Walt Disney keypti réttinn að myndinni árið 2010 en hætti við þau áform þegar í ljós koma að ómögulegt yrði að gera fjölskylduvæna mynd úr handritinu. Universal Pictures tók við keflinu og réð Kosinski til þess að skrifa handritið að myndinni og leikstýra henni. Frumsýning Oblivion verður víðast hvar ekki fyrr en í næstu viku og því er lítið um gagnrýni enn sem komið er. Peter Bradshaw, gagnrýnandi The Guardian, gefur Oblivion þó tvær stjörnur og segir myndatökuna einkennast af nærmyndum af þaulæfðum hasarhetjusvip Tom Cruise.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Sjá meira