Tolkien sýnd nægileg virðing? Gunnsteinn Ólafsson skrifar 2. janúar 2013 06:00 Nú um jólin fögnuðu aðdáendur enska skáldjöfursins J.R.R. Tolkiens frumsýningu á mynd sem byggð er á bók hans um hobbitann Bilbó Bagga. Bókin kom út fyrir margt löngu og hefur heillað jafnt börn sem fullorðna. Eins og kunnugt er þá leitaði höfundurinn víða fanga við smíði Hobbitans, m.a. í íslenskum fornbókmenntum. Nöfn dverganna eru m.a. fengin úr Eddukvæðum og sjálfur var Tolkien mikill aðdáandi íslenskrar tungu. Það er því sjálfsögð kurteisi við þennan snilling enskra bókmennta að þýðingar á verkum hans á íslensku séu vel úr garði gerðar. Þetta á ekki síður við um þýðingar á kvikmyndum sem byggðar eru á bókum Tolkiens. Óhætt er að segja að þýðingin á kvikmyndinni Hobbitanum hafi ekki tekist sem skyldi. Satt að segja leynast þar fjölmargar ambögur og víða gætir herfilegs misskilnings á frumtexta, svo mikils að jafnvel meðaljónar í enskri tungu eru furðu lostnir. Hér skulu nefnd fáein dæmi. Gandálfur segir við ferðafélaga sína: ?Áum hér? þegar ætlunin er að æja, ætti sem sagt að vera: æjum hér. Gandálfur spyr sig líka eins og unglingur að því „hvað sé í gangi“ þegar hann reynir að átta sig á því hvað sé um að vera. Margsinnis eru ensk orð þýdd beint á íslensku án þess að hirt sé um ólíka merkingu orðanna. Þannig færir Gandálfur Bilbó sverð, „a sword of your size“ eða sverð sem hæfir smæð hobbitans. Í íslensku þýðingunni segir: „Sverð á stærð við þig“. Ein aðalpersónan meðal dverga er Thorin Oakenshield eða Þórinn Eikinskjöldur. Ekki verður betur séð en að nafn Eikinskjaldar komi fyrir óbeygt eða jafnvel sem Eikinskjölds í eignarfalli. Þannig mætti lengi telja. Eins og siður er í bókum Tolkiens bregða dvergar fyrir sig bundnu máli. Þýðandanum virðist kunnugt um ljóðstafi í íslensku en kann ekki að nota þá. Þannig eru ýmist engir stuðlar né höfuðstafir í ljóðlínum eða ofstuðlunin keyrir um þverbak; sami samhljóði er notaður í næstum hverju orði einnar braglínu. Þetta hefði Tolkien aldrei sætt sig við fyrir hönd íslenskrar tungu. Það er tillaga mín að þeir sem eiga sæmd Tolkiens sem höfundar að verja hér á landi láti laga þýðinguna á kvikmyndinni eða stöðvi sýningu hennar að öðrum kosti. Slíkt virðingarleysi við frábæran rithöfund á borð við J.R.R. Tolkien er okkur Íslendingum ekki sæmandi. Í það minnsta ætti Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO, að firra sig slíkri lágkúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú um jólin fögnuðu aðdáendur enska skáldjöfursins J.R.R. Tolkiens frumsýningu á mynd sem byggð er á bók hans um hobbitann Bilbó Bagga. Bókin kom út fyrir margt löngu og hefur heillað jafnt börn sem fullorðna. Eins og kunnugt er þá leitaði höfundurinn víða fanga við smíði Hobbitans, m.a. í íslenskum fornbókmenntum. Nöfn dverganna eru m.a. fengin úr Eddukvæðum og sjálfur var Tolkien mikill aðdáandi íslenskrar tungu. Það er því sjálfsögð kurteisi við þennan snilling enskra bókmennta að þýðingar á verkum hans á íslensku séu vel úr garði gerðar. Þetta á ekki síður við um þýðingar á kvikmyndum sem byggðar eru á bókum Tolkiens. Óhætt er að segja að þýðingin á kvikmyndinni Hobbitanum hafi ekki tekist sem skyldi. Satt að segja leynast þar fjölmargar ambögur og víða gætir herfilegs misskilnings á frumtexta, svo mikils að jafnvel meðaljónar í enskri tungu eru furðu lostnir. Hér skulu nefnd fáein dæmi. Gandálfur segir við ferðafélaga sína: ?Áum hér? þegar ætlunin er að æja, ætti sem sagt að vera: æjum hér. Gandálfur spyr sig líka eins og unglingur að því „hvað sé í gangi“ þegar hann reynir að átta sig á því hvað sé um að vera. Margsinnis eru ensk orð þýdd beint á íslensku án þess að hirt sé um ólíka merkingu orðanna. Þannig færir Gandálfur Bilbó sverð, „a sword of your size“ eða sverð sem hæfir smæð hobbitans. Í íslensku þýðingunni segir: „Sverð á stærð við þig“. Ein aðalpersónan meðal dverga er Thorin Oakenshield eða Þórinn Eikinskjöldur. Ekki verður betur séð en að nafn Eikinskjaldar komi fyrir óbeygt eða jafnvel sem Eikinskjölds í eignarfalli. Þannig mætti lengi telja. Eins og siður er í bókum Tolkiens bregða dvergar fyrir sig bundnu máli. Þýðandanum virðist kunnugt um ljóðstafi í íslensku en kann ekki að nota þá. Þannig eru ýmist engir stuðlar né höfuðstafir í ljóðlínum eða ofstuðlunin keyrir um þverbak; sami samhljóði er notaður í næstum hverju orði einnar braglínu. Þetta hefði Tolkien aldrei sætt sig við fyrir hönd íslenskrar tungu. Það er tillaga mín að þeir sem eiga sæmd Tolkiens sem höfundar að verja hér á landi láti laga þýðinguna á kvikmyndinni eða stöðvi sýningu hennar að öðrum kosti. Slíkt virðingarleysi við frábæran rithöfund á borð við J.R.R. Tolkien er okkur Íslendingum ekki sæmandi. Í það minnsta ætti Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO, að firra sig slíkri lágkúru.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun