Lífið

Hættur í Bon Jovi

Gítarleikarinn Richie Sambora er hættur í hljómsveitinni Bon Jovi eftir þrjátíu ára samstarf.

Blaðafulltrúi hljómsveitarinnar vill ekki tjá sig um málið en heimildarmaður RumorFix.com segir ýmsa erfiðleika hafa verið innan sveitarinnar uppá síðkastið.

Richie og Jon Bon Jovi í stuði á tónleikum.
Richie hefur ekki sést á tónleikaferðalagi bandsins Because We Can síðustu mánuði en hann hefur verið meðlimur í sveitinni síðan hún var stofnuð árið 1983. Bon Jovi hefur selt meira en 130 milljónir platna á heimsvísu og hafa skemmt í rúmlega fimmtíu löndum um allan heim á ferlinum.

Eilífðartöffarar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.

nordicphotos/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.