Vorpróf nemenda Jóhann G. Thorarensen skrifar 17. maí 2013 12:00 Það er komið að lokapunktinum hjá nemendum mínum á þessari önn: lokapróf. Ég stend og horfi yfir hópinn á þessa einstaklinga sem ég hef fengið að kynnast eina önn. Þarna er einn vandræðagemsinn minn sem var einstaklega erfiður og truflandi í upphafi annar en braggaðist er á leið. Það tók sinn tíma að fá hann til að læra, að einbeita sér að náminu og hætta að trufla aðra, en það hafðist. Og nú situr hann og vinnur. Vonandi nær hann að spjara sig. Þarna er líka nemandinn sem ég hefði viljað geta sinnt svo miklu betur. Hún hefði þurft svo miklu meiri aðstoð en hægt var að veita henni. En alltaf sat hún prúð og þögul og reyndi sitt besta. Hún er ein af litlu músunum mínum. Ég las gögn um daginn sem sögðu að betra skólastarf fengist með stærri bekkjum og færri kennurum. Hvað ætli yrði um litlu mýsnar mínar í þannig bekkjum? Og þarna situr gaurinn minn sem langar í raun ekkert að vera þarna. Hann langaði í iðnnám. En pabbi og mamma sögðu að hann yrði að taka bóklegt nám fyrst. Af hverju hann verður að sitja í námi, sem hann hefur engan áhuga á, í fjögur ár til þess að mega fara í nám sem hann virkilega langar í og myndi blómstra í, veit ég ekki. Sérstaklega þar sem hann gæti síðan tekið bóklegt ofan á það nám og lokið þannig stúdentsprófi. Og þarna situr töffarinn minn sem er vinna allt of mikið. Hún hefur mætt illa í vetur. Hún er að vinna svo mikið sagði hún mér þegar ég benti henni á mætinguna. Þegar ég benti henni á að hún þyrfti að nota meiri tíma í námið spurði hún mig að því hvort ég gerði mér grein fyrir hvað það kostaði að vera unglingur í dag? Maður verður að klæða sig flott og eiga iPod og fleira. Ég lít snöggvast á snjáða skóna mína og hugsa um gamla farsímann minn í vasanum. Ég er ekki einu sinni viss um að ég geti sent myndskilaboð með honum. En ég ætla ekki að kvarta yfir lágum launum. Ég kaus mér þetta starf. Ég renni augunum yfir allan hópinn og það læðist bros út í annað munnvikið. Ef samfélagið bara vissi hvað í raun býr í skólunum, um alla þá flóru ungmenna sem þar hrærast á hverjum degi, um öll þau fjölbreyttu verkefni sem þau fást við, um þann þroska sem þau taka út á þeim fjórum árum sem þau eyða í menntaskólanum. En stundum virðist sem samfélagið sé uppteknara af því að búa til skólakerfi líkt því sem birtist í myndinni The Wall eftir Pink Floyd, þar sem nemendur eru bara afurð á færibandi. Próftímanum er lokið og ég tek prófin og kveð nemendur mína. Þau voru nokkuð sátt við prófið. Krefjandi en sanngjarnt. Þannig á það líka að vera. Þannig mætti samfélagið líka vera við þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er komið að lokapunktinum hjá nemendum mínum á þessari önn: lokapróf. Ég stend og horfi yfir hópinn á þessa einstaklinga sem ég hef fengið að kynnast eina önn. Þarna er einn vandræðagemsinn minn sem var einstaklega erfiður og truflandi í upphafi annar en braggaðist er á leið. Það tók sinn tíma að fá hann til að læra, að einbeita sér að náminu og hætta að trufla aðra, en það hafðist. Og nú situr hann og vinnur. Vonandi nær hann að spjara sig. Þarna er líka nemandinn sem ég hefði viljað geta sinnt svo miklu betur. Hún hefði þurft svo miklu meiri aðstoð en hægt var að veita henni. En alltaf sat hún prúð og þögul og reyndi sitt besta. Hún er ein af litlu músunum mínum. Ég las gögn um daginn sem sögðu að betra skólastarf fengist með stærri bekkjum og færri kennurum. Hvað ætli yrði um litlu mýsnar mínar í þannig bekkjum? Og þarna situr gaurinn minn sem langar í raun ekkert að vera þarna. Hann langaði í iðnnám. En pabbi og mamma sögðu að hann yrði að taka bóklegt nám fyrst. Af hverju hann verður að sitja í námi, sem hann hefur engan áhuga á, í fjögur ár til þess að mega fara í nám sem hann virkilega langar í og myndi blómstra í, veit ég ekki. Sérstaklega þar sem hann gæti síðan tekið bóklegt ofan á það nám og lokið þannig stúdentsprófi. Og þarna situr töffarinn minn sem er vinna allt of mikið. Hún hefur mætt illa í vetur. Hún er að vinna svo mikið sagði hún mér þegar ég benti henni á mætinguna. Þegar ég benti henni á að hún þyrfti að nota meiri tíma í námið spurði hún mig að því hvort ég gerði mér grein fyrir hvað það kostaði að vera unglingur í dag? Maður verður að klæða sig flott og eiga iPod og fleira. Ég lít snöggvast á snjáða skóna mína og hugsa um gamla farsímann minn í vasanum. Ég er ekki einu sinni viss um að ég geti sent myndskilaboð með honum. En ég ætla ekki að kvarta yfir lágum launum. Ég kaus mér þetta starf. Ég renni augunum yfir allan hópinn og það læðist bros út í annað munnvikið. Ef samfélagið bara vissi hvað í raun býr í skólunum, um alla þá flóru ungmenna sem þar hrærast á hverjum degi, um öll þau fjölbreyttu verkefni sem þau fást við, um þann þroska sem þau taka út á þeim fjórum árum sem þau eyða í menntaskólanum. En stundum virðist sem samfélagið sé uppteknara af því að búa til skólakerfi líkt því sem birtist í myndinni The Wall eftir Pink Floyd, þar sem nemendur eru bara afurð á færibandi. Próftímanum er lokið og ég tek prófin og kveð nemendur mína. Þau voru nokkuð sátt við prófið. Krefjandi en sanngjarnt. Þannig á það líka að vera. Þannig mætti samfélagið líka vera við þau.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar