Um Stephen Hawking og öryggi Ísraels Mikael Allan Mikaelsson skrifar 17. maí 2013 11:30 Í síðustu viku átti sá fréttnæmi atburður sér stað að einn frægasti og merkasti stjarneðlisfræðingur nútímans, Stephen Hawking, tók þá pólitísku ákvörðun að sniðganga ráðstefnuna ”The Israeli Presidential Conference” í Jerúsalem, þar sem margir áhrifamiklir þjóðarleiðtogar koma reglulega saman ásamt mörgum leiðandi forsprökkum á sviði stjórnmála, vísinda, hagfræði, menningar og lista, til að kljást við vandamál framtíðarinnar. Hawking átti að halda tölu á þessari ráðstefnu, en ákvað í lokin að sniðganga ráðstefnuna í þeim tilgangi að sýna Palestínumönnum samstöðu og einnig afstöðu sína á móti stríðsglæpum og mannréttindabrotum Ísraela. Þar með hafði Hawking fetað í fótspor annarra virtra fræðimanna á borð við Noam Chomsky og Martin Levitt í hinni svokölluðu ”Academic Boycott of Israel” aðgerðarstefnu. Ákvörðun Hawking fangaði athygli helstu fjölmiðla heims og endurvakti umræðuna um málefni Ísraels og Palestínu, sem að fór þó að vissu leyti í gang þegar internet-risinn Google ákvað fyrir nokkrum vikum að skilgreina Palestínu sem þjóð frekar en landsvæði á heimasíðu leitarvélar sinnar. Togstreitan á milli Ísraelsmanna og Palestínu á sér vitanlega langa sögu og ekki þarf að líta langt aftur í tímann í leit að átökum þessara aðila. Einungis á síðasta ári áttu sér stað mikil átök i Gaza- og Suður-hluta Ísraels sem kostuðu líf sex Ísraela og um 30 sinnum fleiri Palestínumanna, en átökin veittu Palestínumenn verðskuldaða samúð sem og stuðning alþjóðasamfélagsins þegar þeir lögðu fram umsókn um áheyrnastöðu innan Sameinuðu þjóðanna. Viðbrögð ríkisstjórnar Netanyahu við atkvæðisgreiðslunni sem féll þeim í óþökk, var ákvörðun um uppbyggingu 3000 nýrra húsa fyrir ísraelska landnema á Vesturbakkanum en þessi ákvörðun gerði út um möguleikan á því að endurvekja friðarferlið. Átökin fengu talsverða umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum og í útvarpsþættinum Harmageddon var meðal annars tekið viðtal við fréttamann Viðskiptablaðsins, Gísla Freyr Valdórsson, en í þættinum reyndi Gísli að mála mynd af ástandinu á Gaza-svæðinu út frá sjónarhóli Ísraela. Skoðun Gísla Þórs var greinilega sú að stríðsátök séu aldrei réttlætanleg og að báðir deilu aðilar bæru jafnmikla ábyrgð á þeim hamförum sem áttu sér stað á Gaza-svæðið. Áherslupunktar Gísla Þórs voru meðal annars eftirfarandi: 1) Hvaða þjóð myndi nokkurn tímann sætta sig mörg hundruð (1200-1300) eldflaugaárásir á ári eins og Ísraelsmenn hafa þurft að þola, án þess að bregðast við? 2) Að því gefnu að Palestínumenn búi við neyð og fátækt undir kúgun Ísraelsmanna, hverju eru Hamas-liðar að reyna að áorka með þessum eldflaugaárásum? Hver er tilgangurinn með þeim? 3) Hamas-samtökin stunda hryðjuverk og eru því hryðjuverkasamtök, ólíkt Fatah-stjórninni á Vesturbakkanum sem stunda ekki eldflaugaárásir. Þetta eru tvær gerólíkar stjórnmála-hreyfingar sem búa á þessum tveimur landsskikum. Skoðanir Gísla Þórs á ”deilu” Ísraels og Palestínu er fullkomlega réttmættar; auk þess endurspegla punktarnir hans vel viðhorf þeirra sem sýna stuðning með ísraelsku þjóðinni. Hér að neðan mun ég ræða stuttlega um átök Ísraels og Palestínu út frá punktunum hans Gísla Þórs. Markmiðið er alls ekki að eigna Gísla Þór einhverja skoðun eða viðhorf, né að gagnrýna afstöðu hans með neinum hætti. Þvert á móti vil ég nálgast þetta viðfangsefni í almennu samhengi, og þykja mér vangaveltur Gísla Þórs afar nytsamlegar í þeim tilagangi. Áður en ég ræði frekar um deilu Ísraels og Palestínu út frá punktum Gísla Þórs tel ég brýnt að líta fyrst stuttlega yfir nokkrar mikilvægar staðreyndir. Í fyrsta lagi hafa Sameinuðu þjóðirnar margsinnis sent frá sér ályktanir þess efnis að landnám Ísraela á Vesturbakkanum brjóti alþjóðleg stríðslög (og eru því Ísraelar samkvæmt skilgreiningu alþjóðlegir stríðsglæpamenn). Í öðru lagi hefur alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komist að þeirri niðurstöðu að Ísrael eigi EKKERT tilkall til hernumdu svæðanna frá árinu 1967 (skv. 2. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna og 49. grein Genfar-sáttmálans); þ.e.a.s Austur-Jerúsalem, Vesturbakkann og Gaza. Í þriðja lagi hafa Ísraelsmenn byggt aðskilnaðarmúr á Gaza-svæðinu sem hefur gert Palestínumenn að föngum í sínu eigin landi, en múrinn hefur verið dæmdur ólöglegur af alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna. Í fjórða lagi hafa Ísraelsmenn meinað palestínskum flóttamönnum að eiga afturkvæmt til heimila sinna á hernumdu svæðunum, þrátt fyrir að ályktun Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2005 hafi krafist þess að Palestínumönnum yrði hleypt aftur til sinna heima án tafar og án undantekninga. Snúum okkur nú að vangaveltum Gísla Þórs. Að sjálfsögðu myndi engin þjóð sætta sig mörg hundruð eldflaugaárása árlega frá hernumdum landsvæðum. Spurning sú sem er hins vegar viðeigandi að spyrja að svo stöddu er: hvernig myndi þjóð bregðast skynsamlega við slíkum árásum? Ef Ísraelsmönnum er í mun að binda endi á eldflaugaárásir herskárra Hamas-liða og tryggja öryggi Ísraels til langframa, er fjöldi annarra valkosta í spilinu. Til að mynda hefðu Ísralesmenn getað byrjað á því að lúta alþjóðalögum í einu, ef ekki öllum, af ofangreindum dæmum, með þeim skilyrðum að hernaðarvængur Hamas-samtakanna hætti samstundis öllum ofbeldisverkum. Hamas-samtökin hefðu að líkindum verið viljug til að ganga til slíkra samninga, þar sem samtökin hafa margoft lýst því yfir að þau myndu sætta sig við tveggja ríkja lausn skv. 1967-landamærunum. Aftur á móti ákváðu ísraelsk stjórnvöld að fara aðra leið. Sú leið var beiting öflugra og víðtækra eldflaugaárása á Gaza-svæðið. Vitanlega geta Ísraelsmenn reynt að færa rök fyrir hernaðaraðgerðum sem ollu dauða 105 saklausra palestínskra borgara (þar af yfir 30 barna) í þeim tilgangi að sporna við eldflaugaárásum herskárra Hamas-liða, sem höfðu meðal annars kostað líf þriggja Ísraelsmanna viku áður. En í stað þess að velta sér upp úr því hvort hægt sé að réttlæta slíka hernaðaraðgerð til að tryggja öryggi Ísraelsríkis er mikilvægara að spyrja sig hvort slík hernaðaraðgerð sé í raun gagnleg og/eða skilvirk í þeim tilgangi. Munu eldflaugaárásir sem drepa tvo saklausa palestínska borgara (þar á meðal börn) fyrir hvern látinn Hamas-liða, tryggja öryggi Ísraels? Í þessari aðgerð Ísraelshers misstu fjöldi palestínskra foreldra börn sín, fjöldi palestínskra barna voru gerð munaðarlaus, og fjöldi saklausra manneskja töpuðu lífsförunautum sínum, systkinum og vinum. Því er skynsamlegt að velta því fyrir sér hvernig öryggi ísraelskra þegna hafi verið tryggt með allri þessari eyðileggingu og með dauða allra þessara saklausu manneskja? Hafa verið einhver fordæmi fyrir því í fortíðinni að slík leið skili tilsettum árangri? Hér kemur t.d. einn vísir að svörum við þessum spurningum; frá upphafi árs 2012 og fram að hernaðaraðgerðum Ísraelshers í nóvember hafði einungis einn Ísraelsmaður látist í eldflaugaárásum frá Gaza-svæðinu, aftur á móti höfðu um sex Ísraelar látið lífið í kjölfar hernaðaraðgerða Ísraels á Gaza. Í útvarpsviðtalinu velti Gísli Þór Valdórsson einnig fyrir sér hver tilgangurinn sé að baki þessum eldflaugaárásum Hamas-liða. Það er að segja, hverju voru þeir að reyna að áorka? Til þess að skilja þessi hermdarverk Hamas-samtakanna, er nauðsynlegt að skilja sjónarhorn þeirra. Til að byrja með líta samtökin ekki á sig sem hryðjuverkasamtök, heldur sem vopnaða andstöðu gegn ólöglegu hernámi. Slík túlkun er ekki án nokkurs grundvallar, en í þriðju grein ályktunar Sameinuðu þjóðanna, (A/RES/3246 (XXIX)) frá árinu 1974, er staðfest réttmæti fólks til að berjast fyrir frelsi sínu gegn oki og kúgun nýlenduvelda og erlendra ríkja með öllum tiltækjum leiðum, þar með vopnuðum átökum. Í sjöundu grein er síðan tekið fram að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi allar ríkisstjórnir sem ekki viðurkenna réttindi fólks sem er undir valdi og kúgun erlendra ríkja til sjálfstjórnunar og sjálfstæðis, þar á meðal fólks í Afríku og Palestínu. Í ljósi þessa er augljóst að eldflaugaárásir Hamas-samtakanna eru framkvæmdar sem hluti af baráttu herskárra Palestínumanna um frelsi sitt og land (óháð því hvort þær séu réttætanlegar eður ei), og tilgangurinn að reyna að fá stjórnvöld í Ísrael til þess að skila tilbaka landsvæðunum sem þeir hafa hernumið ólöglega. Af þessum ástæðum er hægt að draga þá ályktun að Hamas-liðar séu að berjast fyrir frelsi Palestínumanna og mun friður í þessum hluta heims vera ólíklegur nema að Palestínumenn fái að lifa við sambærilegt frelsi og Ísraelsmenn. Aftur á móti má deila um það hvort ofbeldisverk Hamas-samtakanna séu réttlætanleg til að ná fram markmiðum þeirra, en í því samhengi er mikilvægt að spyrja sig hvort að Hamas-samtökin myndu vera árangursríkari með því að leita friðsamlegra leiða og hvort einhver fordæmi séu til fyrir því. Í viðtalinu gerði Gísli Þór einnig skýran greinarmun á milli þeirra tveggja stjórnmálaafla sem ráða ríkjum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum, þ.e.a.s. Hamas-samtökin annars vegar, og hins vegar Fatah-samtökin. Á meðan Hamas-samtökin á Gaza-svæðinu hafa staðið fyrir eldflaugaskotum frá Gaza-svæðinu yfir til Suður Ísraels, hefur Fatah-hreyfingin sem ríkir á Vesturbakkanum staðið gegn slíkum árásum og lagt meiri áherslu á að fara diplómatíska samningaleið. Gísli hefur vissulega hárrétt fyrir sér að þessu leyti. Þar sem Mahmoud Abbas, leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar (og forseti palestínsku heimastjórnarinnar), hefur beitt sér fyrir friðsamlegum samningaumleitunum í stað ofbeldisverka, hefur Ísrael ekki þurft að óttast hermdaverk frá Palestínumanna á Vesturbakkanum síðastliðin fimm ár. En ef við lítum á árangur samningaumleitanana Fatah-hreyfingarinnar við ísraelsk stjórnvöld, hefur hann verið nákvæmlega enginn. Síðan Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels tók við völdum, hefur ólögleg landupptaka Ísraela á Vesturbakkanum aukist um 18% og búa nú í dag um 600 þúsund Ísraelsmanna ólöglega á landi Palestínumanna. Auk þess hefur Ísraelsríki þvertekið fyrir að Palestína fái inngöngu inn í Sameinuðu þjóðirnar, þrátt fyrir að það hafi verið palestínska heimastjórn Abbas sem hafi staðið fyrir þessari viðleitni. Hin friðsama diplómatíska nálgun Fatah-hreyfingarinnar hefur því ekki gert nokkuð gagn og hafa Ísraelsmenn ekki gefið Hamas-samtökunum neina ástæðuhvöt til að leggja niður vopn. Ef öryggi ísraelskra þegna væri forgangsatriði fyrir stjórnvöld þar í landi hefðu stjórnvöld í Ísrael getað tekið þá skynsamlegu ákvörðun að leggja niður ólöglegar landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum. Slík ákvörðun myndi annað hvort skapa jákvætt fordæmi og ástæðuhvöt fyrir Hamas-samtökin til að beita sér fyrir friðsamlegrum lausnum, eða hreinlega veikja stöðu Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu þar sem almenningur í Gaza myndi sjá fyrir sér meiri framför með friðsamlegri leiðum. Aftur á móti er afar óskynsamlegt að láta aðgerðir Hamas samtakanna á Gaza-svæðinu bitna á stjórnvöldum og almenning á Vesturbakkanum, þar sem slíkar aðgerðir geta eingöngu orðið til þess að draga úr stuðningi Palestínumanna á Vesturbakkanum við friðsamlegar samningarviðræður. Þegar stefna og aðgerðir ísraelskra stjórnvalda undir forystu Netanyahu eru skoðaðar í víðara samhengi, kvikna efasemdir um að markmið þeirra sé að tryggja frið og öryggi í Ísrael og/eða Palestínu. Ef markmið ríkisstjórnar Netanyahu er í raun að tryggja frið í Ísrael og ná fram samkomulagi um tveggja-ríkja lausn (byggða á 1967-landamærunum) er sú aukning á uppbyggingu landnemabyggða á Vesturbakkanum sem Netanyahu hefur margoft lýst yfir algerlega glórulaus. Frekari uppbygging á landnemabyggðunum á einungis eftir að verða þess til fallandi að gera tveggja-ríkja lausn (skv. 1967-landamærunum) ólíklegri og auka hættuna á eldflaugaárásum frá Hamas. Í raun er fátt sem bendir til þess að ríkisstjórn Netanyahus hafi nokkurn ásetning til að vinna að friðsamlegri lausn fyrir tveggja-ríkja fyrirkomulag. Í ræðu sem að Netanyahu hélt í háskólanum í Bar Ilan árið 2009, tók forsætisráðherrann fram að hann myndi styðja við palestínskt ríki vestan við ána Jórdan að því gefnu að ríkið myndi ekki ráða yfir eigin landamærum, hernaði, lofthelgi eða utanríkissamskiptum. Auk þess hefur Netanyahu margoft þvertekið fyrir að Palestínumenn fái að stofna eitt samliggjandi ríki. Þessi afstaða Netanyahu er í fullu samræmi við þá hröðu uppbyggingu ísraelskra landnemabyggða á Vesturbakkanum sem myndi gera möguleikann um heildstætt palestínskt ríki nánast ómögulegan. En þess ber að geta að nýju landnemabyggðirnar sem á að reisa verða staðsettar á hinu svokallaða E1-svæði sem hefur gríðalegt landfræðilegt mikilvægi, þar sem þessi hluti myndi brúa Vesturbakkann við Austur Jerúsalem ef palestínskt ríki skyldi verða til á einhverjum tímapunkti. Samkvæmt Ron Pundik, ísraelskum sérfræðingi á málefnum Miðausturlanda, hafa ísraelsk stjórnvöld lagt drög að áætlun sem gerir ráð fyrir að ríflega 40% af Vesturbakkanum verði innlimað í Ísraelsríki, sem mun endanlega ganga frá möguleikanum um tveggja-ríkja lausn. Netanyahu hefur vissulega fullyrt opinberlega um vilja ísraelskra stjórnvalda að koma að samningaborðinu til að ná niðurstöðu um tveggja-ríkja lausn, en einungis með þremur grunn-skilyrðum; í fyrsta lagi verða Palestínumenn að láta af öllum ofbeldisverkum, í öðru lagi verður útþensla ísraelskra landnemabyggða að fá framgöngu og í þriðja lagi verða samningaviðræðurnar að hafa milligöngu í gegnum Bandaríkjamenn. Þó svo að fyrsta forsendan fyrir samningaviðræðum sé afar skiljanleg, eru síðari tvö skilyrðin lítið annað en vitfirra. Ákvörðunin um að láta áframhaldandi útþenslu ísraelskra landnemabyggða á Vesturbakkanum vera forsendu fyrir friðarviðræðum, er hreinlega í beinni mótsögn við tilgang friðarviðræðanna um tveggja-ríkja lausn. Auk þess er skilyrðið um að Bandaríkin stýri samningaviðræðum álíka vitsmunalegt og að láta Írani vera milliliða í deilum milli Súnni- og Shía-múslima. Stefna Benjamins Netanyahu gengur því þvert á við vilja alþjóðasamfélagsins, enda hefur umsátrið um Gaza-svæðið og uppbygging ólöglegra landnemabyggða á Vesturbakkanum hvorki lagalegan né siðferðislegan grundvöll. Ákvörðun Stephen Hawking um að sniðganga ráðstefnuna í Ísrael var því ekki aðeins fullkomlega réttmæt, heldur einnig brýn og árangursrík til að vekja athygli heimsins á því gríðarlega óréttlæti sem Palestínumenn þurfa stöðugt að þola fyrir framan sinnulausar sjónir vestræns almennings. Sniðganga á ísraelskum vörum er mikilvæg og áhrifamikil pólitísk aðgerð sem getur haft mikil áhrif á almenningsálit Ísraela á stefnu ísraelskra stjórnvalda og þar með á stefnu þeirra. Ef við höldum áfram að snúa bökum okkar við þeim mannréttindabrotum sem að Palestínumenn þurfa að þola á degi hverjum, getum við ekki þvegið hendur okkar af samábyrgð okkar á framferði Ísraela. Ábyrgð fólks á mannréttindabrotum felur ekki einungis í sér aðgerðir, heldur einnig aðgerðarleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku átti sá fréttnæmi atburður sér stað að einn frægasti og merkasti stjarneðlisfræðingur nútímans, Stephen Hawking, tók þá pólitísku ákvörðun að sniðganga ráðstefnuna ”The Israeli Presidential Conference” í Jerúsalem, þar sem margir áhrifamiklir þjóðarleiðtogar koma reglulega saman ásamt mörgum leiðandi forsprökkum á sviði stjórnmála, vísinda, hagfræði, menningar og lista, til að kljást við vandamál framtíðarinnar. Hawking átti að halda tölu á þessari ráðstefnu, en ákvað í lokin að sniðganga ráðstefnuna í þeim tilgangi að sýna Palestínumönnum samstöðu og einnig afstöðu sína á móti stríðsglæpum og mannréttindabrotum Ísraela. Þar með hafði Hawking fetað í fótspor annarra virtra fræðimanna á borð við Noam Chomsky og Martin Levitt í hinni svokölluðu ”Academic Boycott of Israel” aðgerðarstefnu. Ákvörðun Hawking fangaði athygli helstu fjölmiðla heims og endurvakti umræðuna um málefni Ísraels og Palestínu, sem að fór þó að vissu leyti í gang þegar internet-risinn Google ákvað fyrir nokkrum vikum að skilgreina Palestínu sem þjóð frekar en landsvæði á heimasíðu leitarvélar sinnar. Togstreitan á milli Ísraelsmanna og Palestínu á sér vitanlega langa sögu og ekki þarf að líta langt aftur í tímann í leit að átökum þessara aðila. Einungis á síðasta ári áttu sér stað mikil átök i Gaza- og Suður-hluta Ísraels sem kostuðu líf sex Ísraela og um 30 sinnum fleiri Palestínumanna, en átökin veittu Palestínumenn verðskuldaða samúð sem og stuðning alþjóðasamfélagsins þegar þeir lögðu fram umsókn um áheyrnastöðu innan Sameinuðu þjóðanna. Viðbrögð ríkisstjórnar Netanyahu við atkvæðisgreiðslunni sem féll þeim í óþökk, var ákvörðun um uppbyggingu 3000 nýrra húsa fyrir ísraelska landnema á Vesturbakkanum en þessi ákvörðun gerði út um möguleikan á því að endurvekja friðarferlið. Átökin fengu talsverða umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum og í útvarpsþættinum Harmageddon var meðal annars tekið viðtal við fréttamann Viðskiptablaðsins, Gísla Freyr Valdórsson, en í þættinum reyndi Gísli að mála mynd af ástandinu á Gaza-svæðinu út frá sjónarhóli Ísraela. Skoðun Gísla Þórs var greinilega sú að stríðsátök séu aldrei réttlætanleg og að báðir deilu aðilar bæru jafnmikla ábyrgð á þeim hamförum sem áttu sér stað á Gaza-svæðið. Áherslupunktar Gísla Þórs voru meðal annars eftirfarandi: 1) Hvaða þjóð myndi nokkurn tímann sætta sig mörg hundruð (1200-1300) eldflaugaárásir á ári eins og Ísraelsmenn hafa þurft að þola, án þess að bregðast við? 2) Að því gefnu að Palestínumenn búi við neyð og fátækt undir kúgun Ísraelsmanna, hverju eru Hamas-liðar að reyna að áorka með þessum eldflaugaárásum? Hver er tilgangurinn með þeim? 3) Hamas-samtökin stunda hryðjuverk og eru því hryðjuverkasamtök, ólíkt Fatah-stjórninni á Vesturbakkanum sem stunda ekki eldflaugaárásir. Þetta eru tvær gerólíkar stjórnmála-hreyfingar sem búa á þessum tveimur landsskikum. Skoðanir Gísla Þórs á ”deilu” Ísraels og Palestínu er fullkomlega réttmættar; auk þess endurspegla punktarnir hans vel viðhorf þeirra sem sýna stuðning með ísraelsku þjóðinni. Hér að neðan mun ég ræða stuttlega um átök Ísraels og Palestínu út frá punktunum hans Gísla Þórs. Markmiðið er alls ekki að eigna Gísla Þór einhverja skoðun eða viðhorf, né að gagnrýna afstöðu hans með neinum hætti. Þvert á móti vil ég nálgast þetta viðfangsefni í almennu samhengi, og þykja mér vangaveltur Gísla Þórs afar nytsamlegar í þeim tilagangi. Áður en ég ræði frekar um deilu Ísraels og Palestínu út frá punktum Gísla Þórs tel ég brýnt að líta fyrst stuttlega yfir nokkrar mikilvægar staðreyndir. Í fyrsta lagi hafa Sameinuðu þjóðirnar margsinnis sent frá sér ályktanir þess efnis að landnám Ísraela á Vesturbakkanum brjóti alþjóðleg stríðslög (og eru því Ísraelar samkvæmt skilgreiningu alþjóðlegir stríðsglæpamenn). Í öðru lagi hefur alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komist að þeirri niðurstöðu að Ísrael eigi EKKERT tilkall til hernumdu svæðanna frá árinu 1967 (skv. 2. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna og 49. grein Genfar-sáttmálans); þ.e.a.s Austur-Jerúsalem, Vesturbakkann og Gaza. Í þriðja lagi hafa Ísraelsmenn byggt aðskilnaðarmúr á Gaza-svæðinu sem hefur gert Palestínumenn að föngum í sínu eigin landi, en múrinn hefur verið dæmdur ólöglegur af alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna. Í fjórða lagi hafa Ísraelsmenn meinað palestínskum flóttamönnum að eiga afturkvæmt til heimila sinna á hernumdu svæðunum, þrátt fyrir að ályktun Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2005 hafi krafist þess að Palestínumönnum yrði hleypt aftur til sinna heima án tafar og án undantekninga. Snúum okkur nú að vangaveltum Gísla Þórs. Að sjálfsögðu myndi engin þjóð sætta sig mörg hundruð eldflaugaárása árlega frá hernumdum landsvæðum. Spurning sú sem er hins vegar viðeigandi að spyrja að svo stöddu er: hvernig myndi þjóð bregðast skynsamlega við slíkum árásum? Ef Ísraelsmönnum er í mun að binda endi á eldflaugaárásir herskárra Hamas-liða og tryggja öryggi Ísraels til langframa, er fjöldi annarra valkosta í spilinu. Til að mynda hefðu Ísralesmenn getað byrjað á því að lúta alþjóðalögum í einu, ef ekki öllum, af ofangreindum dæmum, með þeim skilyrðum að hernaðarvængur Hamas-samtakanna hætti samstundis öllum ofbeldisverkum. Hamas-samtökin hefðu að líkindum verið viljug til að ganga til slíkra samninga, þar sem samtökin hafa margoft lýst því yfir að þau myndu sætta sig við tveggja ríkja lausn skv. 1967-landamærunum. Aftur á móti ákváðu ísraelsk stjórnvöld að fara aðra leið. Sú leið var beiting öflugra og víðtækra eldflaugaárása á Gaza-svæðið. Vitanlega geta Ísraelsmenn reynt að færa rök fyrir hernaðaraðgerðum sem ollu dauða 105 saklausra palestínskra borgara (þar af yfir 30 barna) í þeim tilgangi að sporna við eldflaugaárásum herskárra Hamas-liða, sem höfðu meðal annars kostað líf þriggja Ísraelsmanna viku áður. En í stað þess að velta sér upp úr því hvort hægt sé að réttlæta slíka hernaðaraðgerð til að tryggja öryggi Ísraelsríkis er mikilvægara að spyrja sig hvort slík hernaðaraðgerð sé í raun gagnleg og/eða skilvirk í þeim tilgangi. Munu eldflaugaárásir sem drepa tvo saklausa palestínska borgara (þar á meðal börn) fyrir hvern látinn Hamas-liða, tryggja öryggi Ísraels? Í þessari aðgerð Ísraelshers misstu fjöldi palestínskra foreldra börn sín, fjöldi palestínskra barna voru gerð munaðarlaus, og fjöldi saklausra manneskja töpuðu lífsförunautum sínum, systkinum og vinum. Því er skynsamlegt að velta því fyrir sér hvernig öryggi ísraelskra þegna hafi verið tryggt með allri þessari eyðileggingu og með dauða allra þessara saklausu manneskja? Hafa verið einhver fordæmi fyrir því í fortíðinni að slík leið skili tilsettum árangri? Hér kemur t.d. einn vísir að svörum við þessum spurningum; frá upphafi árs 2012 og fram að hernaðaraðgerðum Ísraelshers í nóvember hafði einungis einn Ísraelsmaður látist í eldflaugaárásum frá Gaza-svæðinu, aftur á móti höfðu um sex Ísraelar látið lífið í kjölfar hernaðaraðgerða Ísraels á Gaza. Í útvarpsviðtalinu velti Gísli Þór Valdórsson einnig fyrir sér hver tilgangurinn sé að baki þessum eldflaugaárásum Hamas-liða. Það er að segja, hverju voru þeir að reyna að áorka? Til þess að skilja þessi hermdarverk Hamas-samtakanna, er nauðsynlegt að skilja sjónarhorn þeirra. Til að byrja með líta samtökin ekki á sig sem hryðjuverkasamtök, heldur sem vopnaða andstöðu gegn ólöglegu hernámi. Slík túlkun er ekki án nokkurs grundvallar, en í þriðju grein ályktunar Sameinuðu þjóðanna, (A/RES/3246 (XXIX)) frá árinu 1974, er staðfest réttmæti fólks til að berjast fyrir frelsi sínu gegn oki og kúgun nýlenduvelda og erlendra ríkja með öllum tiltækjum leiðum, þar með vopnuðum átökum. Í sjöundu grein er síðan tekið fram að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi allar ríkisstjórnir sem ekki viðurkenna réttindi fólks sem er undir valdi og kúgun erlendra ríkja til sjálfstjórnunar og sjálfstæðis, þar á meðal fólks í Afríku og Palestínu. Í ljósi þessa er augljóst að eldflaugaárásir Hamas-samtakanna eru framkvæmdar sem hluti af baráttu herskárra Palestínumanna um frelsi sitt og land (óháð því hvort þær séu réttætanlegar eður ei), og tilgangurinn að reyna að fá stjórnvöld í Ísrael til þess að skila tilbaka landsvæðunum sem þeir hafa hernumið ólöglega. Af þessum ástæðum er hægt að draga þá ályktun að Hamas-liðar séu að berjast fyrir frelsi Palestínumanna og mun friður í þessum hluta heims vera ólíklegur nema að Palestínumenn fái að lifa við sambærilegt frelsi og Ísraelsmenn. Aftur á móti má deila um það hvort ofbeldisverk Hamas-samtakanna séu réttlætanleg til að ná fram markmiðum þeirra, en í því samhengi er mikilvægt að spyrja sig hvort að Hamas-samtökin myndu vera árangursríkari með því að leita friðsamlegra leiða og hvort einhver fordæmi séu til fyrir því. Í viðtalinu gerði Gísli Þór einnig skýran greinarmun á milli þeirra tveggja stjórnmálaafla sem ráða ríkjum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum, þ.e.a.s. Hamas-samtökin annars vegar, og hins vegar Fatah-samtökin. Á meðan Hamas-samtökin á Gaza-svæðinu hafa staðið fyrir eldflaugaskotum frá Gaza-svæðinu yfir til Suður Ísraels, hefur Fatah-hreyfingin sem ríkir á Vesturbakkanum staðið gegn slíkum árásum og lagt meiri áherslu á að fara diplómatíska samningaleið. Gísli hefur vissulega hárrétt fyrir sér að þessu leyti. Þar sem Mahmoud Abbas, leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar (og forseti palestínsku heimastjórnarinnar), hefur beitt sér fyrir friðsamlegum samningaumleitunum í stað ofbeldisverka, hefur Ísrael ekki þurft að óttast hermdaverk frá Palestínumanna á Vesturbakkanum síðastliðin fimm ár. En ef við lítum á árangur samningaumleitanana Fatah-hreyfingarinnar við ísraelsk stjórnvöld, hefur hann verið nákvæmlega enginn. Síðan Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels tók við völdum, hefur ólögleg landupptaka Ísraela á Vesturbakkanum aukist um 18% og búa nú í dag um 600 þúsund Ísraelsmanna ólöglega á landi Palestínumanna. Auk þess hefur Ísraelsríki þvertekið fyrir að Palestína fái inngöngu inn í Sameinuðu þjóðirnar, þrátt fyrir að það hafi verið palestínska heimastjórn Abbas sem hafi staðið fyrir þessari viðleitni. Hin friðsama diplómatíska nálgun Fatah-hreyfingarinnar hefur því ekki gert nokkuð gagn og hafa Ísraelsmenn ekki gefið Hamas-samtökunum neina ástæðuhvöt til að leggja niður vopn. Ef öryggi ísraelskra þegna væri forgangsatriði fyrir stjórnvöld þar í landi hefðu stjórnvöld í Ísrael getað tekið þá skynsamlegu ákvörðun að leggja niður ólöglegar landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum. Slík ákvörðun myndi annað hvort skapa jákvætt fordæmi og ástæðuhvöt fyrir Hamas-samtökin til að beita sér fyrir friðsamlegrum lausnum, eða hreinlega veikja stöðu Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu þar sem almenningur í Gaza myndi sjá fyrir sér meiri framför með friðsamlegri leiðum. Aftur á móti er afar óskynsamlegt að láta aðgerðir Hamas samtakanna á Gaza-svæðinu bitna á stjórnvöldum og almenning á Vesturbakkanum, þar sem slíkar aðgerðir geta eingöngu orðið til þess að draga úr stuðningi Palestínumanna á Vesturbakkanum við friðsamlegar samningarviðræður. Þegar stefna og aðgerðir ísraelskra stjórnvalda undir forystu Netanyahu eru skoðaðar í víðara samhengi, kvikna efasemdir um að markmið þeirra sé að tryggja frið og öryggi í Ísrael og/eða Palestínu. Ef markmið ríkisstjórnar Netanyahu er í raun að tryggja frið í Ísrael og ná fram samkomulagi um tveggja-ríkja lausn (byggða á 1967-landamærunum) er sú aukning á uppbyggingu landnemabyggða á Vesturbakkanum sem Netanyahu hefur margoft lýst yfir algerlega glórulaus. Frekari uppbygging á landnemabyggðunum á einungis eftir að verða þess til fallandi að gera tveggja-ríkja lausn (skv. 1967-landamærunum) ólíklegri og auka hættuna á eldflaugaárásum frá Hamas. Í raun er fátt sem bendir til þess að ríkisstjórn Netanyahus hafi nokkurn ásetning til að vinna að friðsamlegri lausn fyrir tveggja-ríkja fyrirkomulag. Í ræðu sem að Netanyahu hélt í háskólanum í Bar Ilan árið 2009, tók forsætisráðherrann fram að hann myndi styðja við palestínskt ríki vestan við ána Jórdan að því gefnu að ríkið myndi ekki ráða yfir eigin landamærum, hernaði, lofthelgi eða utanríkissamskiptum. Auk þess hefur Netanyahu margoft þvertekið fyrir að Palestínumenn fái að stofna eitt samliggjandi ríki. Þessi afstaða Netanyahu er í fullu samræmi við þá hröðu uppbyggingu ísraelskra landnemabyggða á Vesturbakkanum sem myndi gera möguleikann um heildstætt palestínskt ríki nánast ómögulegan. En þess ber að geta að nýju landnemabyggðirnar sem á að reisa verða staðsettar á hinu svokallaða E1-svæði sem hefur gríðalegt landfræðilegt mikilvægi, þar sem þessi hluti myndi brúa Vesturbakkann við Austur Jerúsalem ef palestínskt ríki skyldi verða til á einhverjum tímapunkti. Samkvæmt Ron Pundik, ísraelskum sérfræðingi á málefnum Miðausturlanda, hafa ísraelsk stjórnvöld lagt drög að áætlun sem gerir ráð fyrir að ríflega 40% af Vesturbakkanum verði innlimað í Ísraelsríki, sem mun endanlega ganga frá möguleikanum um tveggja-ríkja lausn. Netanyahu hefur vissulega fullyrt opinberlega um vilja ísraelskra stjórnvalda að koma að samningaborðinu til að ná niðurstöðu um tveggja-ríkja lausn, en einungis með þremur grunn-skilyrðum; í fyrsta lagi verða Palestínumenn að láta af öllum ofbeldisverkum, í öðru lagi verður útþensla ísraelskra landnemabyggða að fá framgöngu og í þriðja lagi verða samningaviðræðurnar að hafa milligöngu í gegnum Bandaríkjamenn. Þó svo að fyrsta forsendan fyrir samningaviðræðum sé afar skiljanleg, eru síðari tvö skilyrðin lítið annað en vitfirra. Ákvörðunin um að láta áframhaldandi útþenslu ísraelskra landnemabyggða á Vesturbakkanum vera forsendu fyrir friðarviðræðum, er hreinlega í beinni mótsögn við tilgang friðarviðræðanna um tveggja-ríkja lausn. Auk þess er skilyrðið um að Bandaríkin stýri samningaviðræðum álíka vitsmunalegt og að láta Írani vera milliliða í deilum milli Súnni- og Shía-múslima. Stefna Benjamins Netanyahu gengur því þvert á við vilja alþjóðasamfélagsins, enda hefur umsátrið um Gaza-svæðið og uppbygging ólöglegra landnemabyggða á Vesturbakkanum hvorki lagalegan né siðferðislegan grundvöll. Ákvörðun Stephen Hawking um að sniðganga ráðstefnuna í Ísrael var því ekki aðeins fullkomlega réttmæt, heldur einnig brýn og árangursrík til að vekja athygli heimsins á því gríðarlega óréttlæti sem Palestínumenn þurfa stöðugt að þola fyrir framan sinnulausar sjónir vestræns almennings. Sniðganga á ísraelskum vörum er mikilvæg og áhrifamikil pólitísk aðgerð sem getur haft mikil áhrif á almenningsálit Ísraela á stefnu ísraelskra stjórnvalda og þar með á stefnu þeirra. Ef við höldum áfram að snúa bökum okkar við þeim mannréttindabrotum sem að Palestínumenn þurfa að þola á degi hverjum, getum við ekki þvegið hendur okkar af samábyrgð okkar á framferði Ísraela. Ábyrgð fólks á mannréttindabrotum felur ekki einungis í sér aðgerðir, heldur einnig aðgerðarleysi.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun