Tvær hliðar á sama eða sitthvorum peningnum? Frosti Ólafsson skrifar 19. september 2013 10:24 Umræða um forsendubrest á húsnæðislánamarkaði, möguleika á skuldaniðurfærslu vegna hans og aðferðir til að færa þann kostnað á erlenda kröfuhafa, hefur þakið marga fermetra á blöðum landsmanna undanfarin misseri. Það kemur kannski ekki á óvart, enda þungamiðja nýlegrar kosningabaráttu og samkvæmt orðum forsætisráðherra róttækasta aðgerð stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Það sem kemur öllu meira á óvart er hversu ógagnsæ umræðan hefur verið, sérstaklega í ljósi þess um hversu umfangsmikið mál er að ræða. Ein af höfuðástæðum þess hve ógagnsæ hún hefur reynst er sú beina tenging sem hefur verið búin til á milli skuldaniðurfærslu og uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna. Sterk rök og forsendur eru fyrir því að ná hagfelldu uppgjöri við kröfuhafa bankanna. Ef tryggja á ytri sjálfbærni hagkerfisins og skilyrði fyrir afnámi hafta verður ekki hægt að greiða útistandandi kröfur að fullu á gengi dagsins í dag. Um þetta eru flestir sammála. Með hliðsjón af þessu er hagfelld niðurstaða í uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þannig mætti segja að þessi tvö mál tengist ófrávíkjanlega og séu tvær hliðar á sama peningi.Veikari samningsstaða Það sama á ekki við um niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána. Sú aðgerð tengist áðurnefndu afnámi hafta og samningum við kröfuhafa ekki að öðru leyti en því að fjármögnun hennar myndi reynast ríkissjóði auðveldari ef hagfelld niðurstaða næst í uppgjöri við kröfuhafa. Þvert á móti má færa fyrir því rök að samningsstaða gagnvart kröfuhöfum verði veikari og útfærsla afnáms hafta flóknari ef nauðsyn þykir að tengja þær aðgerðir við niðurfærslu húsnæðislána. Rétt er að undirstrika að markmið þessarar greinar er ekki að meta efnahagslegar afleiðingar eða réttmæti skuldaniðurfærslu. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og gerist með aðrar millifærslur á vegum hins opinbera. Það er aftur á móti grundvallarkrafa að gagnsæi ríki í pólitískri umræðu, sér í lagi þegar um jafn umfangsmikið mál er að ræða. Niðurfærsla skulda verður aldrei ókeypis eða algjörlega laus við neikvæðar afleiðingar. Það er pólitísk ákvörðun hvort ráðast skuli í hana og eðlilegt að stjórnmálamenn ræði hana á þeim grundvelli. Afnám hafta er aftur á móti lykilþáttur í efnahagslegri uppbyggingu Íslands og þar með bættum lífskjörum allra Íslendinga til lengri tíma. Til að hægt sé að losa höftin þarf að liggja fyrir skynsamleg og hagfelld útfærsla á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Það er afar óheppilegt ef mótun tillagna og ákvörðun um niðurfærslu skulda tefur fyrir eða eykur flækjustig þess ferlis, enda um tvær aðskildar ákvarðanir og aðgerðir að ræða. Þar er því um sitthvorn peninginn að ræða í orðsins fyllstu merkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Sjá meira
Umræða um forsendubrest á húsnæðislánamarkaði, möguleika á skuldaniðurfærslu vegna hans og aðferðir til að færa þann kostnað á erlenda kröfuhafa, hefur þakið marga fermetra á blöðum landsmanna undanfarin misseri. Það kemur kannski ekki á óvart, enda þungamiðja nýlegrar kosningabaráttu og samkvæmt orðum forsætisráðherra róttækasta aðgerð stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Það sem kemur öllu meira á óvart er hversu ógagnsæ umræðan hefur verið, sérstaklega í ljósi þess um hversu umfangsmikið mál er að ræða. Ein af höfuðástæðum þess hve ógagnsæ hún hefur reynst er sú beina tenging sem hefur verið búin til á milli skuldaniðurfærslu og uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna. Sterk rök og forsendur eru fyrir því að ná hagfelldu uppgjöri við kröfuhafa bankanna. Ef tryggja á ytri sjálfbærni hagkerfisins og skilyrði fyrir afnámi hafta verður ekki hægt að greiða útistandandi kröfur að fullu á gengi dagsins í dag. Um þetta eru flestir sammála. Með hliðsjón af þessu er hagfelld niðurstaða í uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þannig mætti segja að þessi tvö mál tengist ófrávíkjanlega og séu tvær hliðar á sama peningi.Veikari samningsstaða Það sama á ekki við um niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána. Sú aðgerð tengist áðurnefndu afnámi hafta og samningum við kröfuhafa ekki að öðru leyti en því að fjármögnun hennar myndi reynast ríkissjóði auðveldari ef hagfelld niðurstaða næst í uppgjöri við kröfuhafa. Þvert á móti má færa fyrir því rök að samningsstaða gagnvart kröfuhöfum verði veikari og útfærsla afnáms hafta flóknari ef nauðsyn þykir að tengja þær aðgerðir við niðurfærslu húsnæðislána. Rétt er að undirstrika að markmið þessarar greinar er ekki að meta efnahagslegar afleiðingar eða réttmæti skuldaniðurfærslu. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og gerist með aðrar millifærslur á vegum hins opinbera. Það er aftur á móti grundvallarkrafa að gagnsæi ríki í pólitískri umræðu, sér í lagi þegar um jafn umfangsmikið mál er að ræða. Niðurfærsla skulda verður aldrei ókeypis eða algjörlega laus við neikvæðar afleiðingar. Það er pólitísk ákvörðun hvort ráðast skuli í hana og eðlilegt að stjórnmálamenn ræði hana á þeim grundvelli. Afnám hafta er aftur á móti lykilþáttur í efnahagslegri uppbyggingu Íslands og þar með bættum lífskjörum allra Íslendinga til lengri tíma. Til að hægt sé að losa höftin þarf að liggja fyrir skynsamleg og hagfelld útfærsla á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Það er afar óheppilegt ef mótun tillagna og ákvörðun um niðurfærslu skulda tefur fyrir eða eykur flækjustig þess ferlis, enda um tvær aðskildar ákvarðanir og aðgerðir að ræða. Þar er því um sitthvorn peninginn að ræða í orðsins fyllstu merkingu.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar