Fræðslan er sterkasta vopnið Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum. Það er skylda fullorðinna að vernda börn gegn alls kyns ofbeldi. Liður í því er að fræða þau um rétt sinn til að setja mörk. Börn eiga að vita að þau eiga aldrei að þurfa að misbjóða sjálfum sér og eiga ekki að láta neinn, hvorki fullorðna né önnur börn, gera eitthvað við sig sem þeim ekki hugnast. Beittasta vopnið í hverri baráttu er þekking, skilningur og hæfileikinn til að greina og meta. Það á líka við um baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Á þau mið er róið í stuttmynd þeirra Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fáðu já, sem frumsýnd var í vikunni sem leið. Myndin er reyndar ekki ætluð ungum börnum heldur unglingum. Sem betur fer hefur mikill minnihluti unglinganna sem nú á þess kost að sjá myndina Fáðu já orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hvert einasta þeirra gæti hins vegar átt eftir að verða annaðhvort þolandi eða gerandi í slíku máli. Myndin og sá boðskapur sem hún flytur er þó verulega til þess fallin að draga úr líkunum á því. Í myndinni er sérstök áhersla lögð á að kynlíf er og verður alltaf samkomulag milli þeirra sem það iðka saman, samkomulag sem má rjúfa hvenær sem er í ferlinu. Enginn á nokkurn tíma að misbjóða sér í kynlífi eða finnast hann nauðbeygður til að gera það vegna þess að hann hafi lagt hlutina þannig upp. Þögn er aldrei það sama og samþykki og kynmök án samþykkis eru ekki kynlíf heldur nauðgun. Þá er lögð áhersla á að þótt kynlíf sé vissulega einkamál er hreinskiptin umræða milli rekkjunauta afar mikilvæg. Í myndinni er áhorfendum leitt fyrir sjónir að sú mynd af kynlífi sem dregin er upp í afþreyingariðnaðinum, hvort heldur þorra bíómynda, tónlistarmyndbanda eða þá í klámmyndunum, er ekki raunsönn á nokkurn hátt, eða eins og segir í myndinni: Klám á jafnmikið skylt við raunveruleikann og Andrés önd við alvöru önd. Fáðu já flytur ungu fólki geysilega mikilvæg skilaboð um kynlíf. Fjallað er um það tæpitungulaust sem þann viðkvæma, nokkuð leyndardómsfulla en í senn hversdagslega gjörning sem kynlíf er. Unglingar hugsa um kynlíf og eru þess vegna móttækilegir fyrir fræðslunni. Það er mikilvægt að nýta það. Fræðsla sem snýr að litlum börnum er viðkvæmari. Engu að síður hefur verið gefið út slíkt efni, til dæmis kverið Þetta eru mínir einkastaðir, en markmið þess er að upplýsa börn um heilbrigð samskipti, góða og vonda snertingu og kenna þeim að enginn snertir einkastaðina þeirra. Fræðslan er og verður nauðsynlegur liður í að vernda börn gegn ofbeldi á sama hátt og unglinga og fullorðið fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum. Það er skylda fullorðinna að vernda börn gegn alls kyns ofbeldi. Liður í því er að fræða þau um rétt sinn til að setja mörk. Börn eiga að vita að þau eiga aldrei að þurfa að misbjóða sjálfum sér og eiga ekki að láta neinn, hvorki fullorðna né önnur börn, gera eitthvað við sig sem þeim ekki hugnast. Beittasta vopnið í hverri baráttu er þekking, skilningur og hæfileikinn til að greina og meta. Það á líka við um baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Á þau mið er róið í stuttmynd þeirra Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fáðu já, sem frumsýnd var í vikunni sem leið. Myndin er reyndar ekki ætluð ungum börnum heldur unglingum. Sem betur fer hefur mikill minnihluti unglinganna sem nú á þess kost að sjá myndina Fáðu já orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hvert einasta þeirra gæti hins vegar átt eftir að verða annaðhvort þolandi eða gerandi í slíku máli. Myndin og sá boðskapur sem hún flytur er þó verulega til þess fallin að draga úr líkunum á því. Í myndinni er sérstök áhersla lögð á að kynlíf er og verður alltaf samkomulag milli þeirra sem það iðka saman, samkomulag sem má rjúfa hvenær sem er í ferlinu. Enginn á nokkurn tíma að misbjóða sér í kynlífi eða finnast hann nauðbeygður til að gera það vegna þess að hann hafi lagt hlutina þannig upp. Þögn er aldrei það sama og samþykki og kynmök án samþykkis eru ekki kynlíf heldur nauðgun. Þá er lögð áhersla á að þótt kynlíf sé vissulega einkamál er hreinskiptin umræða milli rekkjunauta afar mikilvæg. Í myndinni er áhorfendum leitt fyrir sjónir að sú mynd af kynlífi sem dregin er upp í afþreyingariðnaðinum, hvort heldur þorra bíómynda, tónlistarmyndbanda eða þá í klámmyndunum, er ekki raunsönn á nokkurn hátt, eða eins og segir í myndinni: Klám á jafnmikið skylt við raunveruleikann og Andrés önd við alvöru önd. Fáðu já flytur ungu fólki geysilega mikilvæg skilaboð um kynlíf. Fjallað er um það tæpitungulaust sem þann viðkvæma, nokkuð leyndardómsfulla en í senn hversdagslega gjörning sem kynlíf er. Unglingar hugsa um kynlíf og eru þess vegna móttækilegir fyrir fræðslunni. Það er mikilvægt að nýta það. Fræðsla sem snýr að litlum börnum er viðkvæmari. Engu að síður hefur verið gefið út slíkt efni, til dæmis kverið Þetta eru mínir einkastaðir, en markmið þess er að upplýsa börn um heilbrigð samskipti, góða og vonda snertingu og kenna þeim að enginn snertir einkastaðina þeirra. Fræðslan er og verður nauðsynlegur liður í að vernda börn gegn ofbeldi á sama hátt og unglinga og fullorðið fólk.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun