"Búin að upplifa nýja tilfinningu gagnvart mávum" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2013 09:45 „Maður veit aldrei hvernig svona hlutir fara. Ég fann mjög fljótlega þegar ég steig á svið að fólk var að taka mér vel og ég fékk flottar einkunnir frá dómnefndinni. Það gaf í skyn að við værum að fara í toppslaginn," segir söngkonan Hera Björk sem stóð uppi sem sigurvegari með lag ársins í Vina del Mar keppninni. Hera var í viðtali hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun og greinilega í skýjunum með sigurinn glæsilega. „Þetta var bara æðislegt. Maður er búinn að upplifa alveg nýja tilfinningu gagnvart mávum verð ég að segja," segir Hera Björk og hlær. Verðlaunagripurinn sem Heru hlotnaðist var einmitt silfurmávur. Auk þess fékk hún 35 þúsund dollara í sinn hlut eða rúmar fjórar milljónir króna. „Þetta er alveg heilagur fugl hérna í Vina del Mar. Er í bæjarmerkinu og allt," segir Hera Björk sem hefur notið lífsins í Suður-Ameríku. „Þetta er búið að vera tveggja vikna vinna en rosalega gaman. Ég hef unnið og kynnst æðislegu fólki. Nú er maður kominn með bransamálið á spænsku," segir Hera og hlær. „Maður kann að segja ýmislegt. Maður lærir hægt og rólega hvað maður þarf að kunna til þess að koma sér áfram," segir Hera. Hún telur líklegt að hún sé fyrsti keppandinn frá Norðurlöndum í sögu keppninni. „Ég er allavega sú fyrsta frá Íslandi. Þeir eru rosalega forvitnir um Ísland og vita ekki alveg hvar það er á jarðarkringlunni," segir Hera Björk. Að sögn Heru voru mörg frábær lög í keppninni og samkeppnin mikil. „Lagið frá Panama er mjög flott, ekta Bylgjulag. Svo var „power-ballaða" frá Ameríku sem límdist á heilann á manni. Æðislega falleg ballaða frá Venesúela. Bara mjög flott og fambærileg lög úr öllum áttum," segir Hera Björk sem reiknar með því að nýta sér meðbyrinn í kjölfar sigursins. „Það mun koma í ljós. Við ætlum að nýta tækifærið sem við erum komin með í hendurnar. Með allan þennan fjölda fólks sem var að horfa, um hundrað milljónir horfðu á keppnina og að standa uppi sem sigurvegari gerir það að verkum að lagið er að fara í mikla spilun hérna," segir Hera Björk sem er strax farin að hugsa næstu skref. „Við eigum fullt af flottum lögum. Bæði á ég gömul lög og svo bara íslensk lög, gamlar fallegar íslenskar perlur, sem hægt er að syngja á spænsku og gera eitthvað skemmtilegt með í samstarfi við íslenska lagahöfunda," segir Hera Björk. Tengdar fréttir Hera Björk vann söngvakeppnina í Chile Hera Björk vann verðlaunin lag ársins í Vina del Mar söngvakeppninni í Chile. En það eru stærstu verðlaun keppninnar. Fékk Hera 35.000 dollara í sinn hlut auk veglegrar styttu. 1. mars 2013 07:49 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Sjá meira
„Maður veit aldrei hvernig svona hlutir fara. Ég fann mjög fljótlega þegar ég steig á svið að fólk var að taka mér vel og ég fékk flottar einkunnir frá dómnefndinni. Það gaf í skyn að við værum að fara í toppslaginn," segir söngkonan Hera Björk sem stóð uppi sem sigurvegari með lag ársins í Vina del Mar keppninni. Hera var í viðtali hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun og greinilega í skýjunum með sigurinn glæsilega. „Þetta var bara æðislegt. Maður er búinn að upplifa alveg nýja tilfinningu gagnvart mávum verð ég að segja," segir Hera Björk og hlær. Verðlaunagripurinn sem Heru hlotnaðist var einmitt silfurmávur. Auk þess fékk hún 35 þúsund dollara í sinn hlut eða rúmar fjórar milljónir króna. „Þetta er alveg heilagur fugl hérna í Vina del Mar. Er í bæjarmerkinu og allt," segir Hera Björk sem hefur notið lífsins í Suður-Ameríku. „Þetta er búið að vera tveggja vikna vinna en rosalega gaman. Ég hef unnið og kynnst æðislegu fólki. Nú er maður kominn með bransamálið á spænsku," segir Hera og hlær. „Maður kann að segja ýmislegt. Maður lærir hægt og rólega hvað maður þarf að kunna til þess að koma sér áfram," segir Hera. Hún telur líklegt að hún sé fyrsti keppandinn frá Norðurlöndum í sögu keppninni. „Ég er allavega sú fyrsta frá Íslandi. Þeir eru rosalega forvitnir um Ísland og vita ekki alveg hvar það er á jarðarkringlunni," segir Hera Björk. Að sögn Heru voru mörg frábær lög í keppninni og samkeppnin mikil. „Lagið frá Panama er mjög flott, ekta Bylgjulag. Svo var „power-ballaða" frá Ameríku sem límdist á heilann á manni. Æðislega falleg ballaða frá Venesúela. Bara mjög flott og fambærileg lög úr öllum áttum," segir Hera Björk sem reiknar með því að nýta sér meðbyrinn í kjölfar sigursins. „Það mun koma í ljós. Við ætlum að nýta tækifærið sem við erum komin með í hendurnar. Með allan þennan fjölda fólks sem var að horfa, um hundrað milljónir horfðu á keppnina og að standa uppi sem sigurvegari gerir það að verkum að lagið er að fara í mikla spilun hérna," segir Hera Björk sem er strax farin að hugsa næstu skref. „Við eigum fullt af flottum lögum. Bæði á ég gömul lög og svo bara íslensk lög, gamlar fallegar íslenskar perlur, sem hægt er að syngja á spænsku og gera eitthvað skemmtilegt með í samstarfi við íslenska lagahöfunda," segir Hera Björk.
Tengdar fréttir Hera Björk vann söngvakeppnina í Chile Hera Björk vann verðlaunin lag ársins í Vina del Mar söngvakeppninni í Chile. En það eru stærstu verðlaun keppninnar. Fékk Hera 35.000 dollara í sinn hlut auk veglegrar styttu. 1. mars 2013 07:49 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Sjá meira
Hera Björk vann söngvakeppnina í Chile Hera Björk vann verðlaunin lag ársins í Vina del Mar söngvakeppninni í Chile. En það eru stærstu verðlaun keppninnar. Fékk Hera 35.000 dollara í sinn hlut auk veglegrar styttu. 1. mars 2013 07:49